Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Síða 24
24 PRESSAN 20. mars 2020
n Alex Jones og Infowars n Hefur byggt upp stóran hóp stuðningsmanna
n Setur fram staðlausar samsæriskenningar
Á
síðustu tveimur áratugum hefur
Alex Jones, sem er oft kenndur
við Infowars, tekist að vera í sviðs-
ljósinu með því að setja fram hverja
staðlausu samsæriskenninguna á fætur
annarri, með því að hella úr skálum reiði
sinnar yfir allt og alla og með því að hræða
fólk með dómsdagsspám. Samfélagsmiðl-
ar hafa lokað á hann þar sem boðskapur
hans byggist eingöngu á lygum og sam-
særiskenningum sem eiga sér enga stoð í
raunveruleikanum. Það þarf því kannski
ekki að koma á óvart að Donald Trump
Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir aðdáun
sinni á Jones.
Á undanförnum árum hefur Jones
kannski einna helst verið í sviðsljósinu
vegna útilokunar hans frá samfélags-
miðlum og réttarhalda yfir honum fyrir
að breiða út lygar um fjöldamorðin í
Sandy Hook-grunnskólanum þar sem 20
fyrstubekkingar voru myrtir auk sex full-
orðinna. Jones hefur haldið því fram að
þetta eigi sér enga stoð í raunveruleikanum
og að um sviðsetningu hafi verið að ræða,
leikarar hafi verið í hlutverkum syrgjandi
foreldra. Ástæðan að hans sögn var að yfir-
völd ætluðu að nota málið til að þrengja
að reglum um skotvopnaeign Bandaríkja-
manna. Hann var nýlega dæmdur til að
greiða háar bætur til foreldra eins af börn-
unum sem voru myrt, fyrir þessar sam-
særiskenningar sínar og lygar. Óhætt er
að segja að stjórnmálaskoðanir hans séu
langt til hægri á hinu pólitíska litrófi og séu
öfgahægrihyggja.
Jones hefur notað miðil sinn, Infowars,
til að breiða út þennan boðskap og annað
sem hann telur sig þurfa að koma á fram-
færi við umheiminn. Hann flokkar sjálf-
ur Infowars sem fjölmiðil en ekki eru all-
ir sáttir við þá flokkun og telja að frekar
megi líkja Infowars við netverslun sem
notar ummæli Jones til að selja varning
sinn. Innkoma Infowars byggist að mestu
á sölu á margs konar heilsubótarefnum,
að minnsta kosti eru þau sögð vera það, og
pökkum sem eiga að hjálpa fólki að lifa af
ef samfélagið hrynur til grunna. Jones er
iðinn við að ræða um þennan varning.
Reiðir miðaldra hvítir karlar
Í úttekt New York Times á ferli Jones kemur
fram að hann hafi bæði sýnt mikil klókindi
sem kaupsýslumaður og sem hugmynda-
fræðingur. Hann hafi lagað sig að breyttum
tímum á pólitíska sviðinu og í fjölmiðlun
og hagnist vel á því. Þetta hafi honum tekist
þrátt fyrir að hafa reglulega farið yfir mörk
þess sem telst viðeigandi hegðun gagnvart
almenningi.
Á rúmlega tveimur áratugum hefur Jones,
sem er nú 46 ára, tekist að byggja upp tölu-
vert stóran og tryggan hóp stuðningsmanna.
Þessi hópur samanstendur að mestu af reið-
um, miðaldra, hvítum karlmönnum. Þessi
hópur á það sameiginlegt að vilja hlýða á
boðskap eins og Jones breiðir út, það er að
ríkisstjórnin og opinberar stofnanir séu á eft-
ir þeim og vilji til dæmis svipta þá réttindum
á borð við að geta átt skotvopn. Boðskapur-
inn miðar einnig að því að byggja upp hug-
myndir um að heimsendir, eða því sem næst,
sé skammt undan og því verði þeir að vera
enn frekar á varðbergi og enn betur vopnað-
ir til að lifa af.
„Ég er ekki kaupsýslumaður. Ég er
byltingarsinni,“ sagði hann eitt sinn í viðtali.
Ef það er rétt þá hefur honum tekist vel upp
við að gera byltinguna að gróðamaskínu.
Ekki er annað að sjá en að hann hafi áttað
sig á að þeir sem hlusta á hann og fylgja hon-
um að málum eru markhópurinn fyrir þær
vörur sem hann selur í gegnum vefsíðu Info-
wars og samnefndan útvarpsþátt, varningur
sem á að ýta undir þann ótta sem hann
kyndir undir með orðum sínum. Infowars og
tengd fyrirtæki eru einkafyrirtæki og þurfa
því ekki að gera rekstrarniðurstöður sínar
opinberar. En miðað við það sem Jones sagði
fyrir dómi 2014 þá voru tekjur fyrirtækjanna
rúmlega 20 milljónir dala. Gögn sem The
New York Times komst yfir sýndu að þetta
ár kom megnið af tekjunum af sölu á ýmsum
varningi, til dæmis Super Male Vitality, sem
á að sögn að auka magn testósteróns í líkam-
anum, og Brain Force Plus, sem á að efla vit-
ræna starfsemi heilans. Dómskjöl, í tengsl-
um við skilnaðarmál Jones, frá 2014 sýna að
hagnaður fyrirtækja hans það ár var rúmlega
5 milljónir dala. Fólk sem hefur starfað með
honum eða rannsakað umsvif hans segir að
flest bendi til að tekjur hans hafi haldið áfram
að aukast eftir þetta.
Vaxandi vandræði
En á undanförnum árum hefur Jones lent
í ýmsum vandræðum. Að minnsta kosti
fimm mál hafa verið höfðuð gegn honum,
þar á meðal þrjú frá fjölskyldum barna
sem voru myrt í Sandy Hook. Fyrrver-
andi starfsmenn hans hafa stefnt honum
fyrir meinta mismunum á vinnustaðnum.
Hann stóð í erfiðum dómsmálum vegna
fyrrnefnds skilnaðar og forsjár yfir þremur
börnum þeirra hjóna. Einnig tókust þau á
um viðskiptaveldið.
Fyrir tveimur árum fóru stóru samfé-
lagsmiðlarnir einnig að þrengja að honum.
Facebook, YouTube, Twitter, Apple, Spoti-
fy og meira að segja Pinterest settu honum
miklar takmarkanir þannig að hann átti
erfitt með að ná til áheyrenda sinna. Síðar
lokuðu miðlarnir algjörlega á hann. Þetta
hefur eðlilega dregið úr möguleikum hans
á að ná til þeirra sem vilja hlusta á hann
og þar með á hann erfiðara með að aug-
lýsa þær vörur sem honum hefur annars
orðið vel ágengt með að selja áheyrendum
Hugsjóna-
maður eða
kaupsýslu-
maður?
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
Svífst einskis
Alex hefur meðal
annars verið
sakaður um að
selja gervilyf
gegn COVID-19
veirunni.
Heitt í hamsi Alex á marga
dygga stuðningsmenn.