Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 2
Dansað og sungið í farsótt Hvað gera Íslendingar þegar þeir horfast í augu við banvæna far­ sótt sem engin lækning er til við? Hefði einhver spurt Svarthöfða fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði hann líklega giskað á mótmæli, uppþot og almenn dólgslæti. En annað kom á daginn. Eftir smá tímabil þar sem landinn hamfarakeypti klósettpappír og franskbrauð tók við tími þar sem Íslendingar í alvör­ unni hlustuðu á yfirvöld, fóru eftir fyrirmælum og héldu stillingu og ekki nóg með það heldur er samfélagið núna að breytast í einhvern þann súr­ asta söngleik sem sögur fara af. COVID­19 söngleik. Úti um allt land eru menn að bresta í söng og dans. Svart­ höfði getur vart opnað frétta­ síður eða samfélagsmiðla lengur án þess að sjá nýtt dans­ eða söngvaatriði. Inter­ netið er orðið eins og okkar eigið Broadway þar sem fólk keppist við að bægja burt áhyggjum með söng. Heilbrigðisstarfsmenn­ irnir okkar dansa frammi fyrir áskorunum, landsmenn syngj ast á til að halda dampi og jafnvel hið heilaga þríeyki, landlæknir, sóttvarnalæknir og Víður sjálfur Reynisson syngja til landans um að tjalda heima í stofu yfir páskana. Þetta hefði Svarthöfði aldrei getað séð fyrir. Íslendingar mega varla koma saman og hittast, en samt virðist þjóðin sjaldan jafn samheldin. Síðan er það algjör rúsína í pylsuendanum að Íslendingar eru upp til hópa samstíga og sammála í trausti sínu á al­ mannavarnateymi ríkislög­ reglustjóra, en slíka samstöðu landsmanna hefur Svarthöfði ekki séð áður. Enda Íslend­ ingar almennt duglegir að vantreysta öllu og vera ósam­ mála um allt. Hin heilaga þrenning virtist álíka hlessa á þessum niður­ stöðum. Enda kannski ekki að furða þar sem hinn og þessi sjálfskipaði sérfræðingurinn hefur sprottið fram, hver á eftir öðrum, til að lýsa yfir frati á aðgerðum Íslands í faraldrinum, og almennt til að kynda undir ótta og van­ trausti. Ætli þessir fáfræð­ ingar hafi roðnað þegar sótt­ varnalæknir greindi frá því að Ísland væri nú að fara fram úr björtustu spám varðandi út­ breiðslu farsóttarinnar? Eða þegar niðurstöður kannana sýndu fram á sögulegt traust til hinnar heilögu þrenningar. Kannski er það allur þessi söngur og dans, en Svarthöfði er farinn að leyfa sér að vera bjartsýnn. Við erum kannski að sigla inn í djúpa kreppu, við verðum kannski öll læst inni í stofunum okkar með misskemmtilegum mökum og afkvæmum árið á enda, en fjandinn hafi það að góða skapið verði tekið af okkur. Við lærðum það strax í leik­ skóla að þú heldur ekki af stað í neitt ferðalag án þess að taka góða skapið með þér. Og nú erum við farin í stórt ferðalag innanhúss. Fólk reyndar gleymir því að við erum almennt búin að fylgja þeirri þróun. Og Svarthöfði skal hundur heita ef það verður ekki reist stytta af Ölmu, Víði og Þórólfi á besta stað í mið­ borginni, þegar þessu er öllu lokið. n SVART HÖFÐI FIMM HLUTIR TIL AÐ HLAKKA TIL Svín étur hamstur T il hamingju með kaupin, kæri lesandi. Þú heldur á brakandi fersku DV. Því fyrsta undir minni ritstjórn með breyttum áherslum í takt við breytta tíma. Nú er lífið ansi krefjandi í miðri hátíð spritts og biðar og því mikilvægt að leyfa sér smá lestur. Þá duga ekki aðeins harðar fréttir og beittar heldur þurfum við öll líka létt efni sem gleður andann og styttir okkur stundir. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikilvægt að njóta af­ þreyingar sem krefst ekki of mikils af okkur þó að DV muni alltaf einnig birta krefjandi efni. Því skal einnig haldið til haga að maður er manns gaman! Því leggjum við okkur fram um að tala við gott og skemmtilegt fólk sem liggur ýmislegt á hjarta. DV er þroskaður miðill, stofnaður árið 1910, og skal því engan undra að blaðið hafi gengið í gegnum hin ýmsu tímabil, bæði góð og slæm rétt eins og við sjálf. Sum hver okkar hafa jafnvel gengið í gegnum hræðileg tímabil eins og ég gerði sumarið sem ég gekk nánast einungis í sérsaumuðum plastflíkum, sem huldu illa þau 15 aukakíló sem ég hafði nælt mér í sem skiptinemi í Brasilíu árið áður. En flík­ urnar forláta voru einmitt saumaðar af brasilískri saumakonu sem var jafnvel smekkminni en ég. En með auknum þroska og reynslu lærði ég að svart er líka litur og það er alveg hreint ágætt að klæðast fatnaði sem nær yfir hliðarspikið. Allavega svona yfir háveturinn. DV er því á leið inn í nýtt og skemmtilegt tímabil með nýjum áherslum þar sem lögð verður áhersla á virðingu fyrir viðmælandanum og aukið afþreyingarefni. Þetta er oft flókinn vegur að feta og þá sérstaklega á vefnum DV.is sem er þriðji stærsti fréttamið­ ill landsins og ákaflega vinsæll. Vandað og vel unnið efni í bland við afþreyingu hljómar ekki svo flókið en lestrarhegðun fólks og áhugasvið er oft svo skondið og minnir mig á svekkelsið sem lærifaðir minn lýsti eftir að hafa nýverið hafið störf á vefmiðli eftir ára­ tuga starf á prentmiðli. „Heldurðu ekki að ég hafi eytt öllum morgninum í að vinna þessa fínu frétt, spennandi forsíðuefni sem ég set svo loksins á vefinn til þess eins að fréttin „Svín étur hamstur“ sé strax orðin mest lesin.“ Læri­ meistarinn var svekktur á hversu lítinn lestur fína forsíðufréttin hans fékk, perlur fyrir svín og allt það, en þegar hann var spurður hvort hann hefði sjálfur smellt á „Svín étur hamstur“ fréttina kom hljóð í símann. Svo innilegur hlátur. „Já. Tvisvar.“ ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is 1 Sumarið Þó svo sumarið virðist nú, sem aldrei fyrr, langt í burtu og sennilega margir sem hafa þurft að breyta öllum áformum sínum, þá kemur sumarið á endanum. Þá er hægt að fara í sólbað á svölunum eða veröndinni þó svo að samkomubann og tak­ markanir verði enn við lýði. 2 Knúsa ömmu Hversu mikið er okkur farið að hlakka til að mega faðma aftur fólkið okkar? Sérstak­ lega þá sem eru í áhættu­ hópum. Því má svo sannar­ lega hlakka til að fleygja höndunum utan um ástvini og virkilega kreista. 3 Fara í sund Jafnvel þeir sem fara aldrei í sund eru líklega farnir að líta löngunaraugum í átt að sundlaugunum. Enda viljum við oft það sem við megum ekki fá. Það verður því lík­ lega nóg að gera hjá sund­ laugunum þegar þær verða opnaðar á ný. 4 Ferðast utanhúss Nú erum við komin með nóg af inniverunni, og þó að við hlýðum Víði og ferðumst innanhúss um páskana getur enginn stöðvað okkur í því að skipuleggja hvað við ætlum að gera af okkur þegar tak­ mörkunum verður aflétt. Við gætum farið út á land, í bústað, í IKEA og jafnvel til útlanda! 5 Mega vera kvefaður Þó svo það sé COVID­19 far­ aldur verða menn eftir sem áður kvefaðir. Hins vegar jafngildir það nánast félags­ legri útskúfun í dag að vera með stíflað nef og vægan hósta. Enda sjálfsagður hlutur þar sem við eigum öll að fara var­ lega. MYND/ÍRIS ANN 2 EYJAN 9. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.