Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 40
9. apríl 2020 | 14. tbl. | 111. árg dv.is/frettaskot askrift@dv.is 550 7000 SAND KORN LOKI Ástir samrýndra hjóna? Íslensk hönnun: Sigurður Már · Íslensk framleiðsla Hefur þú verslað í vefverslun Epal? Yfir 9 þúsund vörur; gjafavörur, húsgögn og ljós eftir frægustu hönnuði heims. Njóttu þess að versla heima í stofu. Frí heimsending. www.epal.is epal Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / Laugavegur 70 / 5687733 Sameinuð á þingi Þorsteinn Víglundsson, þing- maður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku. Við sæti hans tekur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður. Þor- björg er einnig fyrrverandi eiginkona þingmanns Sam- fylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar, og munu því hjónin fyrrverandi gegna þingstörfum saman. Þau eiga þrjú börn saman en skildu fyrir nokkrum árum. Þau verða þar með fyrstu fyrr- verandi hjónin sem sitja saman á þingi. Kannski er það viðeigandi að þau sitja þar enn fremur hvort fyrir sinn flokkinn, Viðreisn og Samfylkingu. En dætur þeirra geta sagt að bæði mamma og pabbi séu á þingi. Það eru líklega ekki mörg börn sem geta það. Bull um fryst laun Laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna voru fryst til áramóta í lok síðasta mánaðar. Mörgum fannst þetta flott afstaða hjá okkar æðstu embættismönnum enda hefði það farið öfugt ofan í margan landann að sjá yfirvaldið hækka í launum á meðan atvinnuleysi nær nýjum hæðum og atvinnu- horfur í samfélaginu eru vægast sagt svartar. En hvað kemur svo á daginn? Jú, að sjálfsögðu kom þessi ákvörðun bara stuttu korteri eftir að laun hinna sömu höfðu þegar hækkað um allt að 188 þúsund krónur um áramótin. Hversu ört hækka laun þeirra ef frysta þarf þau, eftir þessa dágóðu hækkun, í níu mánuði til að þau hækki ekki enn frekar? Sandkorna- skrifari ætti klárlega að íhuga að sækja um embætti því ekki þróast hans laun jafnt ört og mikið í einu. n Íslensk hönnun: Sigurður Már · Íslensk framleiðsla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.