Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Side 32
32 FÓKUS 9. APRÍL 2020 DV E kki er hægt að fara í sund eða stunda hefð-bundnar hópíþróttir og fyrir sum börn í sóttkví er heimilið eini áfangastaðurinn. Afþreying um páskana virðist því vera af skornum skammti en það er ýmislegt hægt að finna sér til dundurs innan veggja heimilisins. Við fengum Sigrúnu Yrju Klörudóttur, höfund rafbókar um skynjunarleiki barna, til að deila með okkur nokkrum skemmtilegum leikjum sem allir ættu að geta útbúið heima hjá sér. Miklu meira en bara afþreying Sigrún Yrja heldur úti vinsælu Instagram-síðunni @always- remembertoplay en áhugi hennar á leik barna kviknaði þegar dóttir hennar var árs- gömul. „Ég áttaði mig á að leikur er svo miklu meira en bara afþreying fyrir börn. Það er í gegnum leik sem börn upp- götva og kanna heiminn. Það er í gegnum leik sem börn læra. Ég uppgötvaði skynj- unarleiki í gegnum hangs á Insta gram og fór að bjóða börnunum mínum að leika með vatn, hafra, lituð hrís- grjón og fleira. Þau gjör- samlega elskuðu það! Þegar dóttir mín var 18 mánaða gat hún dundað sér í rúman klukkutíma í slíkum leikjum. Ég þekki ekkert foreldri sem væri ekki til í svoleiðis lúxus,“ segir Sigrún Yrja. „Ég vildi óska þess að ég hefði kynnst skynjunarleikj- um mikið fyrr. Það er hægt að byrja að bjóða upp á ýmsar útgáfur af skynjunarleikjum frá því að börn eru aðeins nokkurra mánaða. Ég hefði viljað gera það fyrir mín börn. Þess vegna hef ég boðið upp á námskeið og skrifað rafbók um skynjunarleiki til að miðla því sem ég hef lært og gefa öðrum tækifæri til að bjóða börnum sínum upp á skynjunarleiki.“ Hvernig eru skynjunarleikir öðruvísi en aðrir leikir? „Skynjunarleikir eru, eins og nafnið gefur til kynna, leikir sem efla skilningarvit barna. Skynjunarleikir hafa engan sérstakan tilgang eða markmið. Þeir snúast bara um að upplifa. Skynjunar- leikir eru afar gagnlegir og sérstaklega fyrir ung börn þar sem þeir efla hvers kyns þroska barna og þá sérstak- lega heilaþroska þeirra,“ segir Sigrún Yrja. Færri leikföng „Mitt besta ráð er að búa börnum þannig umhverfi að þau geti leikið sér sjálfstætt. Það er einfaldast fyrir foreldr- ana og dýrmætt fyrir börnin,“ segir Sigrún Yrja. „Ef barnaherbergin eru óskipulögð og yfirfull af leik- föngum getur hreinlega verið yfirþyrmandi fyrir börn að leika sér þar. Of mikið af leik- föngum getur hreinlega leitt af sér minni leik. Eins undar- legt og það nú er. Nú getur verið góður tími til að fara í gegnum barnaherbergin, grisja aðeins og skipuleggja þau. Færri og einfaldari leik- föng stuðla að betri leik.“ Prófaðu að setja upp leikboð „Að setja upp leikboð fyrir börn getur hjálpað börnum að detta í góðan leik. Leikboð er þegar börnum er boðið í leik (e. invitation to play). Það má gera með því að stilla leik- föngum upp á nýjan hátt eða jafnvel á nýjan stað. Það eitt að setja kubbana á stofugólfið getur dregið barnið í góðan kubbaleik í langan tíma. Að taka fram nokkra búninga, furðuföt eða fylgihluti getur endað í skemmtilegum bún- ingaleikjum. Taktu mið af þroska og áhuga barnsins þíns þegar þú setur upp leikboð. Það er engin ein leið réttari en önnur,“ segir Sigrún Yrja. Hvað er gott að hafa í huga við undirbúning á svona af- þreyingu fyrir börnin heima? „Það sem helst þarf að hafa í huga er að taka mið af þroska, getu og áhuga hvers barns. Ef barnið þitt elskar að sulla þá er tilvalið að bjóða upp á að leika með froðu. Ef barnið þitt elskar að moka er æðislegt að leika með lituð hrísgrjón. Ef barnið þitt elskar að leika með dýr er hægt að gera grænan leir eða græn hrísgrjón fyrir gras. Ef barnið þitt elskar að leika með gröfur og vinnuvél- ar er hægt að gera brúnan leir fyrir mold. Það eru ótal mögu- leikar,“ segir Sigrún Yrja. „Það getur vaxið manni í Heimagerð ævintýri án mikillar fyrirhafnar Það má með sanni segja að síðustu vikur hafi verið mörgum fjölskyldum strembnar. Samhliða skertu skóla- haldi finna margir foreldrar fyrir eirðarleysi hjá börnunum. Þegar Sigrún Yrja setur upp leikboð fyrir dóttur sína getur hún gleymt sér í leik lengi. MYNDIR/AÐSENDAR Leikur er svo miklu meira en bara afþreying fyrir börn. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.