Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 33
Heimagerður leir Heimagerður leir slær alltaf í gegn á mínu heimili og það tekur bara nokkrar mínútur að búa hann til. Uppskrift 1 – 1½ bolli hveiti ½ bolli salt 2 msk. cream of tartar eða vín- steinslyftiduft 1 tsk. matarolía 1 bolli sjóðandi heitt vatn 1 tsk. matarlitur Aðferð Blandaðu þurrefnum saman í skál. Bættu olíu út í. Settu matarlit út í sjóðandi heitt vatn og helltu því saman við þurrefnin. Hrærið að- eins saman, hellið svo úr skálinni á borð og hnoðið saman. Ef leirinn er of klístraður þarf að bæta við hveiti. Leirinn dugar í nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur ef hann er geymdur í loftþéttum umbúðum í ísskáp. Ef leirinn er klístraður eftir geymslu er hægt að hnoða hveiti saman við hann þegar á að nota hann aftur. Það er alveg hægt að gera leir án vínsteinslyftidufts eða cream of tartar. Leirinn endist bara aðeins skemur en er alveg jafn skemmti- legur. Lituð hrísgrjón Börn elska að leika sér með hrísgrjón. Þau má nota á ýmsa vegu í alls kyns leiki fyrir börn á ólíkum aldri. Til að lita hrísgrjón nota ég í grunninn 1 bolla af hrísgrjónum, 1 msk. edik og 1 tsk. matarlit. Allt sett í box, lokað vel og hrist saman. Lituð hrísgrjónin eru svo sett á bökunarpappír, dreift vel úr þeim og þau látin þorna í 1-3 klukkustundir eða þar til þau eru alveg þurr. Þá eru hrísgrjónin tilbúin í leik. Það er gaman að leika með mikið af hrísgrjónum í alls kyns litum. Ég mæli því með að gera nokkra skammta af hrísgrjónum í ólíkum litum. Lituð hrísgrjón má nota aftur og aftur og þau geta enst árum saman. Sjálfstæður leikur er besti leikurinn. augum að setja upp svona leiki þegar maður hefur ekki gert það áður. En það er einfaldara en maður heldur. Þó að það sé smá frágangur sem fylgir þá finnst mér alveg þess virði að ganga frá í nokkrar mínútur þegar börnin hafa kannski dundað sér upp undir klukku- tíma og jafnvel meira.“ Hugmyndir um leik „Sjálfstæður leikur er besti leikurinn en það getur verið gaman að bjóða upp á sérstök verkefni eða leiki fyrir börnin annað slagið. Sérstaklega þegar þau eru mikið heima eins og nú er. Það þarf alls ekki að vera flókið eða tíma- frekt að útbúa skemmtilega afþreyingu fyrir börnin. Hér langar mig að gefa þér þrjár hugmyndir að skemmtilegum efnivið sem má leika með á ótal vegu.“ Sigrún Yrja gaf út páska- hefti með nítján skemmti- legum verkefnum og þrautum ásamt myndum til að lita. Hægt er að nálgast bæði páska heftið og rafbók hennar á alwaysremembertoplay.com. Leikfroða Nú um stundir er leikfroða gífurlega vinsæl. Leikfroðan er dásamleg viðkomu og lyktar yndislega! Það tekur enga stund að skella í eitt gott froðupartí! Uppskrift 2 msk. sápa (ég mæli með froðu baði en það má nota hvaða sápu sem freyðir vel) 2 msk. maizenamjöl eða kartöflu- mjöl 4 msk. volgt vatn Matarlitur (þarf ekki) Aðferð Allt sett í hrærivélarskál og hrært saman á mesta hraða þar til froðan er orðin þykk og góð. Ég mæli með að froðuleikur sé sett- ur upp inni á bað- herbergi og jafnvel í sturtuklefanum. Athugaðu að matar- litur getur skilið eftir lit í fatnaði og á húð. FÓKUS 33DV9. APRÍL 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.