Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 6
S amkvæmt svari Mat­vælastofnunar við fyrir­spurn blaðsins hafa borist kvartanir/ábendingar frá Lyfjastofnun, lyfsölufyrir­ tæki og Neytendastofu auk einstaklinga vegna nýrrar vöru frá Lýsi er heitir Fríar fitusýrur og þorskalýsi. Mælt er með að taka fitusýrurnar tvisvar til fjórum sinnum á dag, velta þeim um í munnin­ um og skola þeim rólega niður kokið. Minni flaskan, 100 ml, kostar í Heilsuhúsinu 2.199 krónur en stærri flaskan, 300 ml, er á um 4.500 krónur. Fullyrðingar um ágæti vör­ unnar eru ekki sagðar stand­ ast skoðun. Hefur Matvæla­ stofnun sent erindi til Lýsis hf. þar sem auglýsingaefnið var talið brjóta gegn reglu­ gerð um miðlun upplýsinga til neytenda, og reglugerð um næringar­ og heilsufullyrð­ ingar vegna matvæla. Brást Lýsi við með því að fjarlægja auglýsingarnar. Lýsið engin lækning Samkvæmt Árna Geir Jóns­ syni, sölustjóra hjá Lýsi, er nú passað sérstaklega upp á að varan sé ekki kynnt sem lækning gegn kórónuveirunni. „Þetta er ekki kynnt sem lækning af okkar hálfu. Við viljum alls ekki gera það. Við segjum aðeins að þetta gefi möguleika á að óvirkja veir­ una,“ segir Árni. Hann segist ekki hafa fengið kvartanir frá fólki yfir kynningu vörunnar, en segir eðlilegt að fólk velti slíkum hlutum fyrir sér. Það eina sem sýnt hafi verið fram á með rannsóknum sé að fríar fitusýrur geri hjúpaðar veirur óvirkar, en engar klínískar rannsóknir hafa enn verið gerðar á efninu, þó að frekari rannsóknir standi til. Árni vill ekki svara því hvort það hafi verið ábyrgt af hálfu Lýsis að markaðssetja vöruna í miðjum kórónu veiru­ faraldri með slíkum hætti, en gengst við því að Lýsi beri ábyrgð á vörunni sem fram­ leiðandi: „Það er eðlilegt að fólk setji spurningarmerki við svona, en við viljum ekki halda því fram að þetta sé lækning. Alls ekki.“ Algengt kvörtunarefni Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að í kjölfar kórónufarald­ ursins hafi orðið aukning í tilkynningum er varða vörur sem eigi að sporna gegn, eða jafnvel lækna, Covid­19 sjúk­ dóminn sem kórónuveiran veldur. Slíkar fullyrðingar séu þó ekki á rökum reistar: „Já, það hefur borið svolítið á þessu, þar sem fullyrt er að vörurnar hafi hamlandi áhrif á kórónuveiruna, án þess að vísindalegar sannanir liggi fyrir.“ Breki segir að meðal þeirra vara sem kvartað hafi verið yfir til Neytendasam­ takanna sé Fríar fitusýrur og þorskalýsi. Varan er fram­ leidd af Lýsi hf. í samstarfi við Lipid Pharmaceuticals. Í frétt Morgunblaðsins um vöruna var hún sögð draga úr smit­ hættu og eyðileggja veirur með fituhjúp, en kórónuveiran er einmitt af þeirri tegund. Breki segir að almennt verði að fara varlega í full­ yrðingar varðandi heilsuvörur í þeim faraldri sem nú geisar, vitað sé að erlendis hafi fólk freistast til að drekka klór og tréspíra í kjölfar kolrangra fullyrðinga um meintan lækn­ ingarmátt slíkra efna á netinu. Hafi fólkið goldið fyrir með lífi sínu. Þess má geta að Mat­ vælastofnun hefur varað við kynningum þar sem fullyrt er að hinar og þessar vörur eigi að styrkja ónæmiskerfi líkamans og eða eigi að koma í veg fyrir sýkingar, til dæmis af völdum kórónuveirunnar. n 6 FRÉTTIR 9. APRÍL 2020 DV Trausti Salvar Kristjánsson traustisalvar@eyjan.is AUGLÝSINGAR LÝSIS Á NÝRRI VÖRU BROT Á REGLUGERÐUM Fjöldi innsendra erinda til Neytendasamtakanna jókst um 25 prósent milli ára í mars- mánuði. Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir áhrif kórónufaraldursins mikil. Fríar fitusýrur kosta í kringum 4.500 kr. og mokseljast í matvöruverslunum en deilt er um ágæti þeirra. Fullyrt er að vörurnar hafi hamlandi áhrif á kórónu­ veiruna, án þess að vísinda­ legar sannanir liggi fyrir. MEST SPURT UM FLUGFERÐIR OG LÍKAMSRÆKTARKORT „Síminn stoppar ekki hjá okkur. Það hefur orðið alger sprenging hjá okkur og ljóst að áhrifa veirunnar gætir víða,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Helstu málin sem brenna á lands- mönnum snúa að flugferðum og lík- amsræktarkortum,“ segir hann en erfiðlega hefur gengið að segja upp áskrift í mörgum tilfellum. Samning- ar séu misjafnir, en sé ekkert minnst á óvenjulegar eða óviðráðanlegar aðstæður í skilmálum, ætti að vera hægt að fara fram á afslátt í sam- ræmi við hlutfall þeirrar þjónustu sem fellur niður. Ósammála túlkun ÍSÍ Breki nefnir einnig að öll starfsemi íþróttafélaganna hafi stöðvast og þar með megi skoða endurgreiðslu á æfingagjöldum: „Æfingar hafa fallið niður hjá iðkendum, sem þó hafa greitt fyrir allt tímabilið. Því ber að skoða hvort íþróttafélögum beri ekki að endurgreiða gjöldin í hlutfalli við tímann sem fellur niður vegna samkomubannsins. Þar koma ýmsir kostir til greina, til dæmis að bjóða upp á fjarþjálfun, lengja tíma- bilið og annað slíkt. Hins vegar ætti valið alltaf að vera neytandans, nema annað sé tekið fram í skilmálum. Ef hann getur ekki nýtt sér aðra kosti, ætti honum ávallt að standa endur- greiðsla til boða, það er ekki stætt á öðru.“ Breki er því ósammála túlkun Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands og UMFÍ, sem telja iðkendur ekki eiga rétt á endurgreiðslu. Athuga skal öryggiskröfur Í rannsókn sem gerð var af Evrópu- samtökum neytenda kom í ljós að aðeins þriðjungur vara sem keyptar eru á netinu stenst öryggiskröfur. Teknar voru fyrir 250 mismunandi vörur en 66 prósent þeirra stóðust ekki öryggiskröfur af margvíslegum ástæðum. Samtökin vilja að Evrópu- sambandið geri netverslanir ábyrg- ar fyrir þeim vörum sem seldar eru, það sé ekki hlutverk neytendasam- taka að hafa eftirlit með slíku. Meðal þeirra vara sem uppfylltu ekki kröfurnar voru tannhvíttunar- efni, reyk- og gasskynjarar, plast- leikföng, USB-hleðslutæki, breyti- stykki og hleðslubankar og barnaföt með reimum, svo eitthvað sé nefnt. Breki segir oft erfitt fyrir kaup- endur hér á landi að leita réttar síns ef netvara fæst ekki afhent, þar sem margar vörur á netinu séu keyptar í umboðssölu þriðja aðila og oft sé um svikamyllur að ræða: „Það spretta daglega upp nýjar síður sem bjóða góð kaup, en reynast síðan svikamyllur. Það er gott fyrir neytendur að nota trust- pilot. com á netinu til að ganga úr skugga um hvort svo sé,“ segir Breki. Hann áréttar að þeir sem versli á netinu kanni hvort um traustan söluaðila sé að ræða. Breki Karlsson, formaður neytenda ­ samtakanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.