Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13DV 9. APRÍL 2020 F yrir aftan heimili Sigur­steins í Kópavoginum er lítið og ofurkrútt­ legt garðhýsi þar sem við spjöllum. Einhvers staðar á vappi í kring er kisan Kátína sem ákvað sjálf að flytja inn á heimilið fyrir níu árum, óá­ nægð með nýja læðu á gamla heimilinu en nýjum eigendum til mikillar ánægju. Það er eitthvað mjög traustvekjandi og hlýlegt við Sigurstein enda hefur honum margoft tekist að fá fólk til að opna sig um við­ kvæma og erfiða lífsreynslu. Móðir Sigursteins, sem stað­ ið hefur með honum í gegnum þykkt og þunnt, býr þar einn­ ig. Í bílskúr á lóðinni hefur verið innréttuð íbúð og þar býr hinn 19 ára Hussain, sem flúði til Íslands undan ógn talibana í Afganistan. Hann kynntist Sigursteini í gegnum aðra flóttamenn og einstök tengsl hafa myndast þeirra á milli. Það er Sigursteini að þakka að Hussain fékk al­ þjóðlega vernd á Íslandi eftir langa og stranga baráttu. Við byrjum á því að ræða aðeins um Sönn íslensk saka­ mál, þáttaröðina sem Sigur­ steinn er hvað oftast tengdur við. Nú hafa þættirnir öðlast nýtt líf, á hlaðvarpsformi, og Íslendingar taka því fagnandi. Á sama tíma njóta erlendir glæpaþættir mikilla vinsælda á Netflix. Af hverju eru sakamála- þættir svona vinsælir? „Það er áhugavert að þú spyrjir vegna þess að ég er sjálfur enginn sérstakur áhuga­ maður um sakamál. Ég les til dæmis sjaldan glæpasögur eða slíkt, gefst oft upp eftir 20 eða 30 blaðsíður. En það er eitthvað við þessar mannlegu hliðar á málunum. Og hvað málin segja okkur um sam­ félagið á hverjum tíma fyrir sig.“ Fyrsta þáttaröðin af Sönn­ um íslenskum sakamálum fór í loftið á RÚV árið 1999. Á þeim tíma höfðu slíkir þættir aldrei verið gerðir fyrir ís­ lenskt sjónvarp. Og það voru ekki allir sem höfðu trú á hugmyndinni. Menn töldu að smæð Íslands og nálægðin á milli fólks væri of mikil. Í einum þætti fyrstu serí­ unnar sat Sigursteinn and­ spænis dæmdum raðnauðg­ ara á Litla­Hrauni. Þetta var Björgvin Þór Ríkharðsson sem á sínum tíma hlaut viður­ nefnið „hættulegasti glæpa­ maður Íslands.“ Það var sérstök upplifun að taka viðtal við mann sem neitaði algjörlega að horfast í augu við brot sín. Þátturinn vakti sums staðar hörð við­ brögð. „Einhverjir spyrja kannski hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þessum einstaklingi sem sýnt hefur siðrofshegðun að tjá sig. Mér finnst mikilvægt eins og í þessu tilviki að horfa á hvaðan þessi einstaklingur kemur, umhverfið sem mótar hann, fjölskylduaðstæður og annað. Það er mikilvægur partur. Það eru heldur ekki allir á því að það eigi að rifja upp viðkvæm mál, gömul sár sem eru ekki gróin. Ef tiltekið mál getur varpað nýju ljósi á hlut­ ina, fengið okkur til að sjá hlutina í öðru samhengi, kennt okkur eitthvað um okkur sjálf og samfélagið, þá tel ég það vera næga ástæðu. Það á ekki að rifja upp mál „af því bara“ eða í afþreyingarskyni,“ segir Sigursteinn og vísar þar með­ al annars í bandarískt „meló­ drama“. Nokkur af þessum eldri mál­ um rötuðu ekki í hlaðvarpið. „Sum þeirra eru bara þess eðlis að ég sé ekki ástæðu til að kryfja þau frekar, mér fannst ég ekki geta komið með neitt nýtt. Í sumum tilvikum eru sakborningar kannski komnir á allt annan stað í líf­ inu og búnir að taka út sína refsingu, það hefur líka áhrif.“ Eitt af þeim málum sem koma bæði fyrir í fyrstu þátta­ röðinni og í hlaðvarpinu nú er morðið á Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem fannst látinn í bifreið sinni við Laugalæk í Reykjavík árið 1968. Hann hafði verið skotinn í hnakkann. Í dag, 52 árum eftir morðið, er málið enn óleyst. Sigursteinn segir morðið á Gunnari það mál sem standi einna helst upp úr. Í hlaðvarpsþættinum koma fram nýjar vísbendingar sem þykja gefa tilefni til að taka rannsókn málsins upp á ný. Sigursteinn segir morðið á Gunnari eitt af þeim málum sem standa upp úr þegar litið er til baka. „Þegar ég byrjaði að kanna málið á sínum tíma var ég sjálfur með fyrir­ fram mótaðar hugmyndir um ákveðna atburðarás. Það hefur því verið nokkuð einstakt að sjá allar þessar nýju hliðar á málinu.“ Blaðakonu er kunnugt um nokkra einstaklinga sem hlusta á hlaðvarpið á kvöldin þegar lagst er til svefns. Þó svo að viðfangsefnið sé ekki beint fagurt er víst eitthvað róandi og traustvekjandi við rödd Sigursteins. „Ég hef reyndar heyrt það líka. Kannski maður gefi út hlað­ varpið „Sögur fyrir svefn­ inn“,“ segir Sigursteinn kím­ inn. Þurfum að staldra við Sigursteinn reynir eins og flestir landsmenn að halda sig heima þessa dagana og hann kvartar ekki: segist geta haft það mun verra. Hann óttast ekki COVID­19 faraldurinn sem nú geisar. Hann trúir því að hér sé eitthvað stærra að verki. „Ég trúi á að það sé almætti og að það hjálpi okkur og leið­ beini á ákveðinn hátt, með vís­ bendingum og leiðbeiningum. Það sem er að gerast núna, ég sé það einfaldlega sem enn eitt stóra viðvörunarmerkið, inngrip, frá þessu almætti. Þessi veira, sem fólk er að agnúast út í, hún er í raun birt­ ingarmynd á mistökum okkar mannanna. Þessi veira væri ekki til ef við værum ekki að fara með dýrin eins og við gerum, eyðileggja búsvæðin þeirra. Svo ekki sé minnst á afbrigðilega matarmarkaði með villt og verksmiðjufram­ leidd dýr. Fyrir mér er þetta tækifæri. Ætlum við að fara aftur í sama tortímandi ruglið þegar þetta er yfirstaðið? Við munum ekki fá annan séns. Þetta er mjög þörf lexía fyrir okkur: Núna þurfum við virkilega að staldra við og hugsa málið upp á nýtt. Minnka kjötát. Breyta neysluháttum okkar. Ferðast minna og dvelja lengur erlend­ is í stað þess að fara í styttri helgarferðar. Breyta land­ búnaðinum í vistvæna fram­ leiðslu. Vegna þess að ástand­ ið núna er brandari miðað við þær hörmungar sem loftslags­ breytingar munu kalla yfir okkur.“ Opinn fyrir ástinni Sigursteinn er einhleypur og barnlaus. Hann hefur þó notið þeirra forréttinda að finna ástina. Árið 2007 gekk hann í hjónaband. Eftir sjö ár skildi leiðir en vinskapurinn fór hvergi. Sigursteinn er sáttur við þessi sögulok. En skilnaður er alltaf erfiður. „Þetta er erfitt, ojá, og þetta er sársaukafullt. Í skilnaði kemstu ekki hjá því að meiða aðra manneskju, burtséð frá því hvernig þessi ákvörðun um skilnað var tekin. Það er alltaf eitthvað sem meiðir í þessu ferli. Það má kannski segja að þetta hafi þróast út í að vera vináttusamband. Ég held að við höfum báðir upp­ lifað að það hafi eitthvað skort, það var eitthvað sem vantaði upp á til að þetta gæti gengið sem hjónaband. Ég hef ekki verið í mörgum samböndum í gegnum ævina. Þegar ég horfi til baka tek ég eftir því að flest þau sam­ bönd, hjónaband meðtalið, sem ég hef verið í hafa verið með mönnum af erlendum uppruna. Það hefur ekki verið meðvituð ákvörðun, hefur bara einhvern veginn æxlast þannig.“ Sigursteinn hafði lítil sem engin tengsl við föður sinn þegar hann var ungur og hann segist hafa hugleitt hvort þetta hafi eitthvað með það að gera. „Ég hef svona velt því fyrir mér hvernig stendur á þessu, af hverju ég vil síður mynda sambönd á „heimasvæðinu“. Hvort ég sé kannski að leita að einhverju sem er fyrir utan minn þægindahring? Ísland er lítið og þú kemst varla hjá því að hitta vini og gamla kærasta í Bónus eða á Laugaveginum. En ég er svo sannarlega opinn fyrir því að kynnast öðrum manni, tengjast öðrum á nýjan hátt og upplifa nýja hluti. En ég er langt frá því að vera eitt­ hvað örvæntingarfullur. Ég er ekki að leita. Minn vandi er svolítið sá að ég helli mér út í þau verkefni sem ég er að sinna hverju sinni. Þau hugð­ arefni sem eru efst hjá mér hverju sinni og eru að sækja á mig. Þá set ég gjörsamlega allt einkalíf til hliðar. Það hefur örugglega ýtt eitthvað undir að þau sambönd sem ég hef verið í hafa yfirleitt ekki varað lengur en í nokkur ár, hjónabandið í sjö ár.“ Hefur þig einhvern tímann langað að eignast börn og koma upp fjölskyldu? „Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að fara djúpt í þessar pælingar og það rann upp fyrir mér að það er allt of mikið af börnum í heiminum en of lítið af góð­ um foreldrum.“ Blóð er ekki alltaf þykkara en vatn. Sigursteinn nefnir sem dæmi Hussain, afganska flóttapiltinn sem hann hefur tekið upp á sína arma og Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Ég er sjálfur enginn sérstakur áhugamaður um sakamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.