Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 8
Y fir 1.500 manns hafa nú smitast af COVID-19 sem kórónuveiran veld- ur og á hverjum degi bætast fleiri við. Algengustu ein- kennum er lýst sem inflúensu- sýkingu: hósti, hiti og þreyta. En veiran leggst mismunandi illa í fólk. Átta af hverjum tíu sem veikjast fá aðeins væg einkenni og í sumum tilfellum eru þau nær engin. DV ræddi við þrjá Íslend- inga sem eiga það sameigin- legt að hafa nýlega greinst með COVID-19 en einkennin eru ólík. Eins og að vera með timburmenn Arna Einarsdóttir fatahönn- uður er búsett í Kaupmanna- höfn. Hún fékk að vita þann 12. mars síðastliðinn að hún væri smituð af veirunni. Þá tók við einangrun heima við, eins og lög gera ráð fyrir. Þrátt fyrir að liðnar séu meira en tvær vikur frá greiningu sér Arna fram á að vera áfram í einangrun næstu vikurnar. Enda er ekkert annað í boði, vinnustaðurinn hennar lok- aður og borgin liggur í dvala. „Hér er ekki testað nema maður sé alvarlega veikur eða með hita yfir 39 stig. En þeir eru víst eitthvað að breyta um stefnu núna og eru búnir að fatta að það þarf að testa miklu, miklu fleiri.“ Hún fann fyrir einkennum sem hún líkir við nokkurs konar þynnku. Þau lýstu sér meðal annars í höfuðverk og síþreytu. „Ég fékk ekki hita, nema bara rétt 37,8 stig í einn dag. En það varð ekki meira úr því. Annars var þetta bara hósti og mér var illt í lungun- um. Mér var illt í öllum líkam- anum, einkum með bakverki og liðverki. Svo missti ég al- gjörlega bragð- og lyktarskyn í meira en viku,“ segir Arna en hún fann ekki fyrir neinum kvefeinkennum. Hún segir það hafa verið einna verst hvað líðanin var sveiflukennd frá degi til dags. „Svo er þessi andskoti þrisvar sinnum lengur að ganga yfir en þessi venjulega flensa, eða þannig var það allavega hjá mér,“ bætir Arna við en hún segir sambýlismann sinn einn- ig hafa smitast af veirunni. Bæði fundu þau fyrir gífur- legri þreytu. Hann varð hins vegar mun veikari en hún. „Það voru smá áhyggjur þarna inni á milli. En það rættist vel úr því og við erum orðin hress aftur.“ Hún veit ekki hvernig hún smitaðist og segist nánast aldrei verða veik. „Eins og hjá flestum Dönum varð lest- in fyrir valinu í nánast allan vetur, enda brjáluð úrkoma. Maður var eins og sardína í dós alla daga þegar maður var að fara í og úr vinnu. Annað- hvort hef ég nælt í þetta þar, eða í jóga. Enginn í kringum mig er veikur.“ Grét af verkjum „Ég hafði ekki hugmynd um að þessir verkir tengdust CO- VID-19. Ég gúglaði það meira að segja sérstaklega og fór í apótek á Akureyri til að fá ráð en engan grunaði þetta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, jökla- og akstursleiðsögukona, fyrirlesari, námskeiðshaldari, athafnastýra og aktívisti. Hún greindist með COVID-19 eftir hringferð um landið. Hún hélt í fyrstu að hún væri með hægðatregðu. „Ég vaknaði að morgni 21. mars með vonda magaverki sem bara fóru ekki og voru að hrjá mig í fimm daga. Ég var í vinnunni þegar þetta gerðist. Ég vaknaði með þessa maga- verki á hóteli á Höfn í Horna- firði. Ég átti eftir að keyra hringinn og það var erfitt, en ég harkaði það af mér, tók verkjalyf og lét eins og allt væri í toppstandi,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en ég kom heim, þann 25. mars, og ég fór beint upp í rúm, sofn- aði, vaknaði aftur og mældi mig og var þá komin með hita, að mig fór að gruna þetta og hringdi strax í 1700.“ Margrét segist hafa grátið af verkjum á þessum tíma- punkti. „Þau kölluðu mig strax inn og læknir í geimbúningi tók á móti mér. Hann skoðaði mig í bak og fyrir og ákvað að taka próf. Símtalið fékk ég daginn eftir. Þann 26. mars. Sá dagur var einnig verstur en ég fékk vöðvaverki í bakið sem voru ólýsanlega sárir, á nákvæmlega sama stað og ég hafði verið með verki á fyrir meira en 20 árum eftir bílslys. Margrét hefur síðan þá fundið fyrir þungum höfuð- verk, eyrnaverk og verið með hellu fyrir eyrum. Hún verður lafmóð við það eitt að ganga upp og niður stiga. Þá missti hún allt lyktar- og bragðskyn sem hún segir að hafi verið „mjög fríkuð reynsla“. Hún finnur enn fyrir ein- kennum í dag og er orkulaus. „Þetta er glötuð pest, ég líki henni oft við það að fjögurra ára barn sé búið að taka yfir miðtaugakerfið mitt og sé að ýta á alla takkana. Ég geri mér grein fyrir að ég þarf að byggja mig aftur upp eftir þetta og ég get ekki beðið eftir að takast á við það, mun fara út í göngutúra með bros á vör, í hvaða veðri sem er,“ segir Margrét en hún kveðst þakk- lát fyrir að hafa ekki fengið alvarlegri einkenni. Hún brýnir fyrir fólki að gefa öllum einkennum gaum. „Ef þú ert með einkenni sem þér finnst óvenjuleg, maga- verki, kuldahroll, hausverk eða missir bragð- og lyktar- skyn, þá eru það einkenni. Þér þarf ekki að líða djöful- lega eða vera með háan hita. Þú gætir jafnvel alveg hrist þetta af þér, poppað tvær panódíl og haldið áfram en stoppaðu og hlustaðu á líkama þinn, lokaðu þig af, taktu upp símann og hringdu í 1700. Ef þú reynist jákvæður fyrir CO- VID-19 þá verður þú gripinn af dásamlegu fagfólki CO- VID-teymisins og rakningar- teymisins og þú ert ekki einn.“ Ætlaði að harka þetta af sér Kristín Ýr Gunnarsdóttir al- mannatengill greindist með COVID-19 þann 23. mars síð- astliðinn. Fyrstu einkennin voru einungis smávægilegt kvef. Svo tók við þreyta og orkuleysi. Hún fann ekkert fyrir hósta, sem er eitt algeng- asta einkenni veirunnar. „Ég var „milliveik“ eins og ég hef lýst því, ég var slöpp en fannst ég samt ekki „nógu“ veik til að leggjast upp í rúm. Ég fann fyrir verkjum í líkam- anum en tengdi það við að ég var nýfarin að vinna heima og að stólarnir mínir væru lélegir, eða þá að rúmið væri eitthvað lélegt. Auðvitað ætl- aði maður bara að harka þetta af sér.“ Á þessum tíma var Kristín þegar komin í sóttkví vegna þess að rúmri vikur áður hafði hún verið í samskiptum við smitaðan einstakling. Hún hafði samband við lækni eftir að hún missti bragð- og lyktarskyn. Skyndilega gat hún ekki fundið lykt af ilm- vatninu sínu. Rúmlega viku síðar, daginn sem hún hefði átt að losna úr sóttkví, fékk hún niður- stöðurnar: Hún var sýkt af COVID-19. Það var ljóst að Kristín myndi ekki losna úr prísundinni í bráð. Hún lýsir því sem ákveðnu áfalli að greinast. „Maður veit ekkert hvert þetta fer með mann. Einn daginn er ég hress og næsta dag er ég máttlaus. Óvissan, og óttinn, það er verst. Það er erfitt fyrir aktíva manneskju eins og mig að hægja á sér. Ég hef tekið allan tilfinninga- rússíbanann á þetta. Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi. Maður þarf soldið að láta tím- ann líða einhvern veginn og lufsast í gegnum dagana.“ Í dag hefur hún verið í ein- angrun heima hjá sér í rúm- lega þrjár vikur. Kristín er einstæð, þriggja barna móðir og fjarveran frá börnunum hefur reynst henni gríðarlega þungbær. Hún hefur aldrei verið jafn- lengi í burtu frá yngstu dóttur sinni. Það fyrsta sem hún ætl- ar að gera eftir að einangrun lýkur er að taka utan um börn- in sín. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um þá stund. Það er einfaldlega of erfitt. Það er erfitt að vera ósjálf- bjarga í þessum aðstæðum, en Kristín hefur sterkt bakland og er þakklát fyrir það. „Um daginn kom frænka mín og færði mér blóm. Ég fékk tár í augun, af því að þetta var eina lífið, það eina lifandi sem ég hafði komist í snertingu við í 19 daga.“ n ÓDÆMIGERÐ EINKENNI COVID-19 Einkenni veirusýkingarinnar eru mörg og mismunandi. Sumir lýsa þynnkueinkennum á meðan aðrir tala um óbærilegan bakverk og jafnvel magapínu af verstu gerð. 20-30 % afsláttu r af öllum rafbóku m! www.forlagid.is VERÐ FRÁ 310 KR. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Arna og Margrét Gauja greindust báðar með COVID-19 en einkenni þeirra voru ólík. MYND/ANTON BRINK 8 PRESSAN 9. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.