Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 24
24 MATUR 9. APRÍL 2020 DV É g ákvað að prófa þennan lífsstí l og gefa honum 21 dag til að byrja með. Eftir þessar þrjár vikur varð hreinlega ekki aftur snúið. Öll aukna orkan, bjúgurinn sem hvarf og verkir í líkamanum sem voru ekki velkomnir aftur,“ segir Hanna Þóra. Hún hefur alla tíð verið dugleg í eldhúsinu. Það breyttist ekki eftir að hún fór á ketó mataræðið. Hún skipti út hráefnum og segir það vera lítið mál. „Munurinn á ketó matar- gerð og öðru sem ég var að gera áður er aðallega sá að sykur, hveiti og önnur kol- vetnarík innihaldsefni eru ekki lengur í skúffum og skápum heldur vel ég aðra kosti sem henta þessum lífs- stíl og hafa minni áhrif á blóðsykurinn. Hveiti hefur heldur ekki farið vel í mig í gegnum tíðina þannig að það var lítið mál að sleppa því um leið og maður fann sniðugar uppskriftir og hráefni til að nota í staðinn,“ segir hún. Mýtur um ketó Að sögn Hönnu Þóru eru alls konar mýtur í gangi varðandi ketó. „Ein af þeim er að það sé ekki hægt að vera á þessu mataræði til lengri tíma. Mín líðan hefur breyst stórkost- lega síðan ég breytti um lífs- stíl en ég held að hver og einn þurfi alltaf að finna sína hillu og við erum ekki öll eins. Það sem hentar einum hentar ekki endilega næsta manni,“ segir hún og bætir við: Páskalegur ketó bröns Hanna Þóra Helgadóttir er 31 árs flugfreyja hjá Icelandair og matarbloggari. Hún ætlaði að prófa ketó fæði í 21 dag en hefur nú verið á því í 20 mánuði og aldrei liðið betur. Hanna Þóra er sannkallaður fagurkeri eins og sést á glæsilegu páskaborði hennar. MYNDIR/ANTON BRINK Grísk jógúrt í glösum Hörfræmjöl sett í botninn á glös­ unum. Blandið saman hreinni grískri jógúrt með smá rjóma, stevíudropum og sykurlausri sultu eftir smekk. Toppið með berjum að eigin vali, sykurlausu sírópi, kakósmjördropum eða möndlu­ flögum, til dæmis. Eggjakökur í litlum mótum 4 mót 3 egg 2 msk. af rjómaosti Sett í blandara. Smyrjið mótin með olíu áður en blöndunni er hellt út í. Tilvalið að b æ t a v i ð b e i k o n k u r l i , papriku, osti, skinku­ bitum. Bakið við 130 gráður í 25 mínútur eða þar til fulleldað. Vanillu ketó vöfflur 2 vöfflur 2 egg 1 msk. lyftiduft Nokkrir stevíudropar með vanillu- bragði Smá Gold síróp frá Sukrin 20 g smjör, brætt 1 tsk. vanilludropar 1½ dl möndlumjöl Öllu hrært saman og bakað í vöfflu­ járni (ég set smjör á járnið á undan). Ólífubrauð 1 poki rifinn mozzarellaostur 1 msk. lyftiduft ½ tsk. hvítlauksduft 1½ dl möndlumjöl Blandið öllu saman í glerskál. Setjið inn í örbylgjuofn í tvær mínútur. Hrærið vel og bætið einu eggi út í og hrærið saman við. Hnoðið deigið á bretti og mótið í þunnt brauð. Kryddið með oreg­ ano, parmesan og svörtum ólífum bætt ofan á. Bakið á blæstri við 200 gráður í um 20 mínútur. Ketó súkkulaðismyrja 1 peli rjómi 1 plata sykurlaust súkkulaði 3 msk. Gold síróp, sykurlaust Sjóðið saman í potti og leyfið blöndunni að kólna. Berið fram með vöfflunum eða hitið í ör bylgju­ ofni og notið sem heita íssósu. „En við getum öll verið sammála um að góður matur gefur lífinu svo sannarlega lit og það er mitt mottó í lífinu að borða einungis góðan mat. Ég stend við það á hverjum einasta degi og fæ innblástur í matargerð úr ýmsum áttum.“ Við fengum Hönnu Þóru til að setja saman ljúffengan ketó bröns. www.forlagid.is Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.