Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 23
MATUR 23DV 9. APRÍL 2020 S igurjón Ernir Sturluson er afreksíþróttamaður, þjálfari og faðir. Hann hefur bullandi áhuga á hreyf- ingu og næringu, enda þarf hann að vera með þau atriði á hreinu til að geta hlaupið 128 kílómetra fjallahlaup með 7.500 metra hækkun. En hvað borðar maður sem þarf að hafa orkuna í há- marki? Ef þú vilt vita hvað maðurinn sem getur hlaupið 128 kílómetra í senn, æfir tvisvar á dag og fer í ísbað á kvöldin lætur ofan í sig, þá skaltu halda áfram að lesa. Hefðbundinn dagur Hefðbundinn dagur í lífi Sigurjóns Ernis er vel skipu- lagður enda nóg að gera. Hann starfar sem markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Sport- vörum og heldur úti Fjar- þjálfun Sigurjóns Ernis. Við báðum hann um að lýsa venju- legum degi í sínu lífi. „Eftir að ég eignaðist dóttur mína, Líf, þá leyfi ég mér að sofa aðeins lengur en áður fyrr. Svefninn er án efa okkar mikilvægasta athöfn. Ég fer í háttinn klukkan 22 og vakna yfirleitt á milli 6:30-7:00. Ég reyni að ná góðum teygjum með kaffibollanum og blað- inu á morgnana. Á sama tíma reyni ég að gera ungu döm- una klára í leikskólann. Eftir að sú stutta er komin í leik- skólann reyni ég að ná stuttri æfingu sem er yfirleitt inter- val hlaupaæfing eða hjól með laufléttu styrktarsetti í lokin,“ segir hann. Sigurjón Ernir vinnur í Sportvörum klukkan 9-17 og tekur yfirleitt aðra æfingu rétt fyrir kvöldmat. Eftir kvöldmat vinnur hann í fjar- þjálfunarrekstri sínum og endar síðan daginn á 3-4 mín- útna ísbaði. Borðar fjögurra osta pitsu fyrir krefjandi keppnir Ég hef lengi notast við föstur í minni daglegu rútínu. Sigurjón Ernir Sturluson er einn fremsti fjallahlaupari Íslands. Við fengum að vita hvað hann borðar á venju- legum degi. Sigurjón Ernir Sturluson hefur verið grænmetisæta í þrjú ár. MYND/SIGTRYGGUR ARI Orkumikið salat Hráefni Bygg Tófú (eða annað sojakjöt) Ferskt grænmeti Hnetur Vínber Edamame-baunir Avókadó Mæjónes Terranova Life Drink Aðferð Fyrst sýð ég bygg í potti í 45 mín- útur, sýð yfirleitt mikið magn til að eiga. Um leið steiki ég tófú á pönnu í nokkrar mínútur. Á meðan sker ég ferska grænmetið og blanda því í skál með salati, hnetum, vín- berjum, tómötum, edamame-baun- um og avókadó. Að lokum set ég mæjónes og Terranova Life Drink út á og borða með bestu lyst. Fylgstu með Sigurjóni Erni á samfélagsmiðlum Instagram: @sigurjonernir Snapchat: @sigurjon1352 Facebook: Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis Þetta borðar Sigurjón Ernir á venjulegum degi Morgunmatur Ég hef bara ekki borðað morgun- mat í nokkur ár og aldrei verið betri, minn morgunmatur er 300- 500 ml af vatni og góður kaffi- bolli, ef ég tek ekki vatnsföstu. Hádegismatur Hafragrautur með grófum höfrum, chiafræjum, sólblóma fræjum, hampfræjum, hnetumixi, 3 te- skeiðar af grófu hnetusmjöri og Foodspring próteindufti. Einnig verður oft góður réttur á Spír- unni fyrir valinu. Millimál nr. 1 3 3 0 ml kolvetna- skert Hleðsla með tveimur lág- kolvetna brauðsneiðum með smjöri og osti. Eða Hleðsla og hreint skyr með hnetumixi og chiafræjum. Millimál nr. 2 Foodspring prótein út í 330 ml möndlumjólk, banani og Food- spring próteinstykki. Kvöldmatur Orkumikið salat með Terranova Life Drink út á. Eftirréttur er oftar en ekki grísk jógúrt með próteini og dass af hnetumixi. í minni daglegu rútínu og nota form af föstu sem er kallað 16/8. Þá borða ég ekkert á milli klukkan 20-12 og borða svo fjórar máltíðir á milli 12- 20. Ég hef einnig bætt við 24 klukkustunda föstu alltaf einu sinni í viku frá sunnudags- kvöldi til mánudagskvölds. Yfir daginn er ég að innbyrða um 3.000-3.500 kaloríur. Ég er grænmetisæta í dag og hef verið það í þrjú ár. Ég legg áherslu á að borða holl matvæli og passa að fá nóg af próteini og fitu í gegnum mataræði mitt.“ Uppáhaldsmáltíð „Það er engin ákveðin mál- tíð mín uppáhaldsmáltíð. Ég reyni að hafa fjölbreytni og hollustu í fyrirrúmi. En mín uppáhalds-svindlmáltíð er sennilega fjögurra osta pitsa sem verður oftar en ekki líka fyrir valinu hjá mér kvöldið fyrir krefjandi keppni, mikil orka í slíkri máltíð. En fastan hefur hjálpað mér að þjálfa líkamann í að þola stórar og orkumiklar máltíðir sem er mikill kostur fyrir ultra hlaup. Þar er mikilvægasti hlutinn af keppninni að næra sig vel í gegnum hlaupið.“ „Ég er með kaldan pott heima. Ísbaðið hjálpar mér með endurheimt og betri svefn.“ Einn fremsti Spartan-hlaupari Íslands Sigurjón Ernir er með fremri fjallahlaupurum á Íslandi og er einn fremsti Spartan-hlaup- ari landsins. Spartan-hlaup snúast um að hlaupa ákveðna vegalengd og klára ýmsar krefjandi hindranir og þrautir í gegnum hlaupið. „Mín keppnishlaup eru allt frá 5 km götuhlaupi yfir í 128 kílómetra fjallahlaup með mikilli hækkun. Spartan- hlaupin eru allt frá 8-12 kíló- metrum með 15-25 hindrunum til 50+ kílómetra með yfir 60 hindrunum,“ segir hann. Fastar í sólarhring vikulega „Ég hef lengi notast við föstur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.