Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 9
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum. Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun og á sama tíma sækjast eftir nýjum viðskiptatækifærum og aukinni samkeppnishæfni? Samstarfssjóðurinn skapar ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. Allt að 100 milljónir króna verða til úthlutunar. Vakin er athygli á breytingu á reglum sjóðsins sem gera það að verkum að öll smáeyþróunarríki, á lista OECD DAC um þróunarríki, teljast gjald- geng samstarfslönd. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknum frá skráðum fyrirtækjum. Vegna COVID-19 heimsfaraldurs hefur umsóknarfrestur í Samstarfsjóð við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verið framlengdur til 12. maí. Fyrirspurnir þurfa að berast eigið síðar en 5. maí. Allar nánari upplýsingar á utn.is/heimsljos Styrkir úr Samstarfsjóði við atvinnulífið um heimsmarkmiðin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.