Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 19
PRESSAN 19DV 9. APRÍL 2020 Hvalfjörður er án efa einn fegursti fjörður landsins. Í botni hans lágu um aldir sýslumörk Kjós- arsýslu og Borgarfjarðarsýslu. Norðan megin við þessi fornu skil er nú Hvalfjarðarsveit en Kjósarhreppur að sunnan. Íbúar í þessum hreppum fá sinn kjörseðilinn hvorn í al- þingiskosningum, enda aðrir í Suðvesturkjördæmi og hinir í Norðvestur. En kosninga- rétti þeirra er mjög misskipt. Í síðustu alþingiskosningum voru 2.690 kjósendur að baki hverju þingsæti í Norðvestur- kjördæmi en 5.346 í Suðvestur. Misvægið er svo mikið að litlu munar að stjórnarskrá sé brotin, en misvægi atkvæða má ekki vera meira en einn á móti tveimur. Sú spurning vaknar eðlilega hvers vegna sóknarbörn í Reynivalla- prestakalli eigi að njóti lakari borgaralegra réttinda en þau sem sækja kirkju í Saurbæ. Almenn mannréttindi Deilt hefur verið um misvægi atkvæða frá því á heima- stjórnartímanum og líklega lengur. Stór skref hafa verið stigin í jöfnun atkvæðisréttar, sér í lagi með upptöku hlut- fallskosningar fyrir landið allt 1959. Jafnan hafa sterk öfl verið andsnúin breytingum á kosningakerfinu og þá færð fyrir því margvísleg rök, eins og þau að landsbyggðar- fólk hafi lakari aðgang að stjórnkerfinu en þeir sem búa á Reykjavíkursvæðinu. Á móti koma þau sjónarmið að almenn mannréttindi eigi að vera jöfn fyrir alla óháð búsetu. Aðstöðumun milli Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðar þurfi að leysa með öðrum hætti. Í einum strætisvagni Ójöfnuður í þessu efni var mun meiri hér á árum áður. Í alþingiskosningunum 1931 hlaut Framsóknarflokkur 35,0% atkvæða á landsvísu en meirihluta þingsæta. Svo fór þó að flokkurinn náði ekki meirihluta í efri deild Al- þingis. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 43,3% atkvæða í sömu kosningum en ekki nema 36% þingsæta. Enn meiru munaði hjá Alþýðuflokki sem nær ein- göngu sótti sitt fylgi til stærri kaupstaða. Fylgi flokksins nam 15,7% á landsvísu, en hann náði aðeins fjórum mönnum á þing. Frægt varð í aðdraganda alþingiskosninganna 1949 þegar Sósíalistaflokkinn vantaði skyndilega frambjóð- anda á Seyðisfirði, sem þá var einmenningskjördæmi. Jónas Árnason, 26 ára gamall blaðamaður úr Reykjavík, var sendur á vettvang og hlaut 66 atkvæði. Það nægði honum til að verða landskjörinn þing- maður eins og uppbótarþing- menn voru kallaðir þá. Sjálfur talaði hann oft um að kjósend- urnir hefðu rúmast í strætis- vagni! Kjördæmakjörinn þing- maður Seyðfirðinga í þeim kosningum, Lárus Jóhannes- son hæstaréttarlögmaður, var þó sjálfur ekki með nema 157 kjósendur að baki sér. Nokkur kjördæmi voru þá tvímenn- ingskjördæmi og þingmenn Reykvíkinga átta talsins, kjörnir hlutfallskosningu. Á kjörskrá í Reykjavík fyrir al- þingiskosningarnar 1949 voru 32.606 eða rétt tæplega 4.076 á hvert þingsæti. Á kjörskrá á Seyðisfirði voru þá aðeins 465. Óljósar landfræðilegar einingar Kjördæmaskiptingin frá 1959 byggðist á nokkuð vel skil- greindum landfræðilegum einingum, en núverandi skip- an tekur ekki einu sinni tillit til skiptingar landsins í héruð. Eitt kjördæmi nær frá Akra- nesi norður í Fljót og annað frá Sandgerði austur að Höfn í Hornafirði (og hefur orðið tilefni gríðarhárra bifreiða- styrkja til þingmanns). Þá er skipting Reykjavíkur mörgum höfuðborgarbúum þyrnir í augum og lítil rök verið færð fyrir henni önnur en þau að sameinuð yrði Reykjavík stærri en önnur kjördæmi. Landið eitt kjördæmi Hugmyndir um landið sem eitt kjördæmi eru meira en aldar- gamlar og var það einkum Alþýðuflokkurinn sem barð- ist fyrir þeim. Forystumenn flokksins sögðu þá gjarnan að pólitísk réttindi ættu að vera óháð efnum, kynferði og bú- setu. Jafn atkvæðisréttur væru grundvallarmannréttindi. Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra Al- þýðuflokks 1956–1971, taldi að stærstu mistök flokksins hefðu verið að ná ekki fram grund- vallarbreytingum á kosninga- kerfinu þegar um 1930. Fyrir vikið hefðu íslenskir sósíal- demókratar ekki náð viðlíka styrk hér á landi og á öðrum Norðurlöndum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forgöngu um mestu breyting- ar á kjördæmakerfinu á 20. öld, í mikilli andstöðu fram- sóknarmanna, en naut til þess stuðnings Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks (síðar Alþýðubandalags). Á þeim tíma var Reykjavík höfuðvígi sjálfstæðismanna. Eftir því sem fjarað hefur undan fylgi flokksins í höfuðborginni hefur hann færst nær því að verða landsbyggðarflokkur og minna fer fyrir áherslu á jöfn- un atkvæðisréttar. Raunar má sömu sögu segja af Samfylk- ingunni. Alþýðuflokkurinn var hreinn þéttbýlisflokkur sem talaði tæpitungulaust um gerbreytt landbúnaðarkerfi til að mynda. Í alþingiskosn- ingunum 2016 fór svo að ein- göngu landsbyggðarþingmenn náðu kjöri fyrir Samfylking- una. Hún er því ekki arftaki Alþýðuflokks í þessu tilliti hvað svo sem kann að standa í stefnuskrá. Um borgríkið Ísland og jöfnun atkvæðisréttar Vægi atkvæða hér er mjög mismunandi. Misvægið í þessum efnum er svo mikið að litlu munar að stjórnarskrá sé brotin. Hún takmarkar misvægi við einn á móti tveimur. Kjósendur á kjörskrá á hvern þingmann 2017 Kjósendur Fjöldi Kjósendur á á kjörskrá þingm. hvern þingm. Landið allt 248.485 63 3.944 Suðvesturkjördæmi 69.544 13 5.350 Reykjavíkurkjördæmi norður 46.073 11 4.188 Reykjavíkurkjördæmi suður 45.584 11 4.144 Suðurkjördæmi 36.143 10 3.614 Norðausturkjördæmi 29.620 10 2.690 Norðvesturkjördæmi 21.521 8 2.690 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS. S.vest Rvík N Rvík S Suður N.aust N.vest 100 80 60 40 20 % 100% 67,6% 50,3% 78,3% 77,5% 55,4% Ef skoðaðir eru kjósendur á bak við þingmann miðað við hæstu tölu sem er í Suðvesturkjördæmi og síðan koll af kolli, þá lítur misvægið svona út: Á ÞINGPÖLLUM Sóknarbörn Saurbæjarkirkju njóta meiri borgaralegra réttinda en sóknarbörn í Reynivallaprestakalli. Báðar standa þær í Hvalfirði. Ísland er borgríki Ef til vill er orðið tímabært að endurhugsa hugtökin dreifbýli og þéttbýli. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu 334.404 í þéttbýli um síðustu áramót en 22.587 í sveitum og smáum byggða- kjörnum. Við erum því meira og minna öll þéttbýlisfólk og þar að auki er Ísland borgríki. Þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar búa á einu at- vinnusvæði suðvestanlands. Sambærileg byggðaþjöppun í einu ríki þekkist varla í okkar heimshluta og hvers vegna skyldu Skagamenn, Keflvíkingar og Selfyssingar njóta meiri atkvæðisréttar en íbúar í öðrum úthverfum Reykjavíkursvæðisins, svo sem á Völlunum, Álftanesi – já, eða í Kjósinni? n Björn Jón Bragason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.