Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 28
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er séntilmenni mikið, yfirvegaður og traustur. Hin yfirnáttúrulega Lúna Fírenza, spákona og tarotmeistari DV, lagði spilin á borðið fyrir Víði. Hann Víðir okkar er Hrútur og það jákvæða við Hrútana er að þeir eru raunsæir, afar tryggir einstaklingar, jarðbundnir og skyn- samir. Hrútar er mjög metnaðarfullir og það einkennir þá líka helst að þeir klára það sem þeir taka sér fyrir hendur. Hrútar geta átt það til að vera þrjóskir en það getur verið þeim bæði kostur og baggi. Þeir eiga það einnig til að vera áhyggjufullir og gleyma seint þeim sem valda þeim vonbrigðum. Greinilega best að hlýða Víði! Konungur sverðanna Lykilorð: Vitsmunalegur, rökhugsandi, leiðbeinandi Konungur sverðanna hefur sérstaka tengingu við reglur, lög og samskipti. Hann beitir rökhugsun til að hafa áhrif á umhverfi sitt og vegur og metur málin frá mörgum sjónarhornum. Þetta spil á því einstaklega vel við. Spilið vísar í hlutleysi og sannleikann en Víðir þarf að huga að staðfestu sinni og sýna meiri ákveðni til að ná sínu fram. Þetta spil sýnir að hann þarf að vera strangari í hlutverki sínu og má ekki óttast að skapa sér óvinsældir. Víðir þarf að leggja tilfinningar sínar til hliðar og keyra á bláköldum staðreyndum. Skyldu sektir vera á næsta leiti? Gosi í bikurum Lykilorð: Skynsemi, gleðifréttir, draumar, innra barnið Í grunninn er þetta spil boðberi betri tíma. Þetta spil á það líka til að koma til okkar á erfiðum tímum til þess að minna okkur á að rækta barnið innra með okkur og leyfa kvíðanum ekki að taka völdin. Betri tímar eru handan við hornið og mikilvægt að huga vel að okkur sjálfum á meðan við komumst yfir þann hjalla sem við stöndum frammi fyrir. Það er ljóst að Víðir þarf að leyfa sér að sleppa fram af sér beislinu inni á milli. Riddari sverðanna Lykilorð: Breyting, tækifæri, hugrekki Þetta spil merkir metnað, drifkraft og ákveðni. Þú veist hverju þú vilt ná og þú munt sigra! Þetta spil segir þér að sá sem þorir vinnur! Víðir, nú dugar ekkert annað en að vera djarfur, hugrakkur og áræðinn, þú skalt sigra! Þetta mun taka á á lokasprettinum en þú gefur ekkert eftir. Sjáðu tækifærin í kringum þig. Þau eru á ólík- legustu stöðum. Riddarinn á spilinu stoppar ekki þótt á móti blási, hann hefur sett sér markmið og ætlar sér að ná því, ekkert getur stöðvað hann. Víðir þarf að kafa djúpt þegar honum finnst hann vera kominn í þrot og hlusta á innsæið. Skilaboð frá spákonunni Passaði að hlúa vel að sjálfum þér, spilin eru þér hliðholl en minna þig á að setja súrefnis grímuna á sjálfan þig fyrst. Innsæi þitt veit að þetta mun allt fara vel. Treystu því. Ég mæli eindregið með því að þú skiptir kaffibollanum út fyrir tebolla. 28 BLEIKT 9. APRÍL 2020 DV STJÖRNU SPÁLESIÐ Í TAROT Víðir Reynisson Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Ólíkt því sem er hjá mörgum öðum um þessar mundir mun þér ekki leiðast í þessum mánuði. Jafnvel þegar þú átt rólegri daga finnur þú að þér líður best þegar þú ert að sinna einhverju af fullum krafti. Naut 20.04. – 20.05. Ekki væri vitlaust fyrir þig að skrifa dagbók til að halda utan um hugsanir og hugmyndir sem streyma nú úr kollinum á þér. Gefðu þér tíma til þess að hug- leiða ALLA daga þá munt þú aftur ná skýrleika. Tvíburar 21.05. – 21.06. Ef eitthvað virðist óyfirstíganlegt hjá þér um þessar mundir taktu því þá rólega og ekki setja of mikla pressu á þig. Mundu bara að þetta mun líka líða hjá og í millitíðinni máttu njóta þess að vera pínu skrítin/n því á svona skrítnum tímum tekur fólk minna eftir því. Það er ekkert að því að tala við sjálfan sig svo lengi sem það er uppbyggilegt samtal! Krabbi 22.06. – 22.07. Ef þig langar að tríta þig með nýrri flík eða heimsendingu á góðum mat, þá er tíminn núna! Þú átt það skilið. Ekki leggjast í sjálfs- vorkunn, við erum öll á sama báti. Farðu bara vel með þig og gerðu þér dagamun. Nú gæti verið tíminn til að jarðtengja sig. Ljón 23.07. – 22.08. Dagarnir minna helst á „Ground- hog Day“, þeir eru allir eins! Þú er komin í ákveðna rafræna útgáfu af sjálfri þér, kemur þér í gegnum daginn án þess að hugsa mikið út í hvað er um að vera. Gefðu þér tíma til að dreyma og sjá fram- tíðina fyrir þér. Meyja 23.08. – 22.09. Nú er tími til kominn að þú farir út fyrir þægindarammann, sem er ekki venjulega þinn styrkleiki. En ég mana þig! Þú finnur mikla löngun til að breyta til, jafnvel klippa af þér allt hárið eða breyta um fatastíl, stjörnurnar hvetja þig til að láta verða af því! Vog 23.09. – 22.10. Nú reynir á úthaldið og sköpunar- gáfuna. En engar áhyggjur, elsku fagurkeri, þú ert útsjónarsöm/ samur og kannt að finna leiðina á ný! Brostu bara í gegnum tárin eins og sannur meistari og áður en þú veist af verður brosið orðið að alvöru, sönnu brosi. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Gamlar minningar streyma yfir þig og nostalgían er í hámarki. Nýttu tímann til að skoða gamlar myndir, hringdu í gamlan vin og þakkaðu fyrir allar þessar minningar sem þú átt því þakklætið gefur áfram! Hér er líka líklegt að nýr vinur/ástvinur komi til þín (í hæfilegri fjarlægð). Bogmaður 22.11. – 21.12. Þú kemur sjálfri/sjálfum þér og öðrum á sífellt á óvart. Stjörnurnar biðja þig þó að reyna eftir bestu getu að hægja aðeins á og njóta. Finndu kyrrðina einu sinni á dag þó ekki nema í 5 mínútur. Svarið við spurningunni sem þú hefur beðið eftir er já og aftur já, láttu bara vaða! Steingeit 22.12. – 19.01. Engar áhyggjur ef þú ert að upplifa endalok í vinnu eða sambandi. Það bíða eftir þér ný og spennandi tæki- færi. Þú þarft þetta spark til þess að komast á nýja og réttari braut sem hentar mun betur! Skrifaðu niður það sem þú vilt að verði og það mun verða. Nú er tími til að óska sér, kosm ósið er að hlusta! Vatnsberi 20.01. – 18.02. Ef þú ert með langatíma plan sem virðist fjarlægt, ekki fara af út brautinni og ekki láta neinn draga úr þér. Taktu nokkra daga til þess að koma áætlunum þínum á blað og þá munt þú sjá skýrari mynd af því. Nýtt atvinnutækifæri bankar upp á og áður en þú veist af er þú orðin/n þinn eigin herra með sand af seðlum. Fiskur 19.02. – 20.03. Elsku besti Fiskur, þú ert í flæðinu, þú ert töffarakúreki í þinni eigin Tarantino-bíómynd. Nú er tími til að taka lífinu ekki of alvarlega. Leiktu þér, drekktu góða drykki, borðaðu góðan mat og bara njóttu. Svo máttu koma aftur í raunveruleikann í byrjun maí en alls ekki fyrr. Vikan 09.04. – 15.04. Má ekki óttast óvinsældir Ráðherradóttir og viðskiptafræðinemi MYND/SIGTRYGGUR ARI stjörnurnarSPÁÐ Í Margrét Bjarnadótt ir, kokkanemi og dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, og Ísak Ernir Kristinsson viðskiptafræðinemi eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. DV ákvað að lesa í stjörnumerki þeirra og athuga hvernig þau eiga saman. Margrét og Ísak eru bæði Krabbar enda að- eins þrír dagar á milli afmælisdaga þeirra. Krabbar eru trygglyndir og mynda tveir Krabbar mjög traust samband. Þeir eru efni í gott hjónaband þar sem öryggi er í forgangi hjá báðum aðilum. Þegar Krabbarnir hafa stofnað heimili sam- an fara varnarveggirnir niður og öll orkan í að skapa notalegt heimili. Þeir eru báðir menn- ingarsjúkir og gætu þurft sérherbergi fyrir allar bækurnar, plöturnar og myndirnar. Krabbar eru viðkvæmir og hlýir. Skap Krabbans ræðst af tunglinu svo stundum geta sveiflukenndar tilfinningarnar orsakað árekst- ur á heimilinu. Það gæti þýtt að þeir öskra hvor á annan og skella hurðum. Vandamálin byrja þegar þeir taka hlutunum persónulega eða leyfa óörygginu að krauma. Ísak Ernir Kristinsson Fæddur: 22. júlí 1993 Krabbi n Traustur n Uppátækjasamur n Hlýr n Tilfinninganæmur n Skapstór n Óöruggur Margrét Bjarnadóttir Fædd: 19. júlí 1991 Krabbi n Traust n Uppátækjasöm n Hlý n Tilfinninganæm n Skapstór n Óörugg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.