Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 4
MI NOTE 10: Mi Note 10 pakkar fimm myndavélum sem hver og ein hefur sitt fram á að færa - meðal annars 108MP myndflögu. Ekki nóg með það heldur kemur síminn með risa stórri 5.260mAh rafhlöðu sem endist auðveldlega í 2 daga í mikilli notkun. Hvort sem þú ert atvinnu ljósmyndari eða að stíga inn í fullorðins árin, þá viltu ekki láta þetta tryllitæki framhjá þér fara! Xiaomi á Íslandi | Síðumúli 23 bakatil, 108 Reykjavík | 537-1800 | www.mii.is 1Læknar gerðu hræðilega upp-götvun í heila COVID-19 sjúkl- ings Kona í Bandaríkjunum reyndist hafa fengið sjaldgæfa bráðaheila- himnubólgu af völdum veirunnar. 2Aron Einar reif Víði Reynisson niður úr skýjaborgunum Víðir Reynisson þakkaði fótboltamann- inum Aroni Einari fyrir að hjálpa sér að ná jarðtengingu eftir gott gengi landsliðsins í Frakklandi 2016. 3Ester lést af slysförum aðeins 38 ára gömul – Söfnun hafin til styrktar syni hennar Ester Ósk Lilja Óskarsdóttir lést af slysförum 14. febrúar og skilur eftir sig 15 ára son sem á um sárt að binda. 4Faraldursfræðingur segir Íslendinga vera á rangri leið og spálíkönin röng Chris McClure segir spálíkönin sem Ísland styðst við í faraldri COVID-19 röng og muni þau skila rangri niðurstöðu. Íslend- ingar ættu frekar að beita svonefndri bælingaraðferð gegn faraldrinum. 5Mikill hiti var í kringum Guð-mund: „Ætlaði að bíða eftir mér á bílastæðinu og drepa mig“ Tímavél 433 rifjar upp frægt atvik úr efstu deild á Íslandi 2006 þegar Hjörtur Júlíus Hjartarson og Guð- mundur Mate tókust á. 6Íslendur Harvard læknir – „Munum eiga í átökum við veiruna í marga mánuði í viðbót“ – Segir þrjár leiðir í boði Jón Ívar Einarsson, læknir og prófessor, telur í það minnsta ár þar til við losnum undan veirunni. 7Stórstjarna braut reglur um útgöngubann með því að fá tvær vændiskonur heim til sín Kyle Walker, bakvörður Manchester City, hefur beðist afsökunar á því að brjóta gegn útgöngubanni með kaupum á vændi. 8Sjáðu óvænta hlið á Þórólfi sótt-varnalæknir – Spilar og syngur í rokkhljómsveit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er í hljómsveitinni Bítilbræður sem gerir ábreiður af lögum Bítlanna. COVID-19 faraldurinn Samkomubann, vegna COVID-19 faraldursins, verður afnumið í skrefum. Slíkar aðgerðir munu ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi snemma í maí og fer það eftir framgangi farsóttarinnar fram að þeim tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi jafnframt frá því að þjóðin ætti að undirbúa sig undir það að einhverjar takmarkanir vegna veirunnar verði jafnvel í gildi árið á enda. Í vikunni lýsti sóttvarnalæknir yfir ánægju sinni með fram- gang faraldursins hér á landi sem hvað snertir fjölda smitaða hefur farið fram úr björtustu vonum. Öllu meira álag er á gjörgæslu þar sem innlagnir hafa fylgt svörtustu spám en samkvæmt upplýsingum frá landlækni og forstjóra Land- spítala ræður heilbrigðiskerfið við álagið eins og stendur og hefur jafnvel undirbúið sig fyrir það að staðan gæti versnað. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Launahækkanir ráðamanna Undir lok síðasta mánaðar var tilkynnt um að laun æðstu embættismanna ríkisins og kjörinna fulltrúa yrðu fryst til áramóta. Á miðvikudag kom fram að þar var aðeins hálf sagan sögð þar sem laun þeirra höfðu hækkað nokkuð mikið um áramót. Þessar fregnir komu illa við marga landsmenn þar sem samfélagið er að sigla inn í kreppu og hafa marg- ir þurft að sæta skertu starfshlutfalli eða misst vinnuna undanfarið. Þorsteinn Víglundsson segir af sér Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Í tilkynningu segist Þorsteinn ætla að taka að sér spennandi verkefni á vettvangi atvinnu- lífsins og hefja störf síðar í þessum mánuði. Hann sagði sömu- leiðis af sér sem varaformaður Viðreisnar. Ferðumst innanhúss Ferðumst innanhúss er slagorð sem nýtur nú mikilla vinsælda hjá þremenningunum í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, Ölmu D. Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni. Ferðumst innanhúss vísar til þess að sökum COVID-19 faraldursins og samkomu- banns eigi fólk ekki að ferðast um páskana, nema bara innan heimila sinna. Það vakti svo mikla gleði á þriðjudag þegar tón- listarmyndband leit dagsins ljós þar sem einvala lið íslenskra tónlistarmanna, auk þríeykisins, söng lagið „Góða ferð“ með nýjum texta – „Ferðumst innanhúss“. Rannsakar andlát tveggja kvenna Lögregla er nú með til rannsóknar andlát tveggja kvenna. Um aðskilin tilvik er að ræða en í báðum tilvikum hafa fjölskyldu- meðlimir kvennanna verið handteknir og færðir í gæsluvarð- hald og málin eru rannsökuð sem sakamál. Önnur konan lést í Sandgerði og var upphaflega enginn grunur um saknæma háttsemi, ekki fyrr en niðurstaða réttarmeinalæknis lá fyrir en hann taldi sterkar líkur á að sú væri raunin. Í síðara til- vikinu var það sonur konunnar sem var hnepptur í gæsluvarð- hald. Í kjölfar þessara mála hefur heimilisofbeldi á tímum COVID-19 verið til töluverðrar umræðu, en aðstæðurnar þykja auka líkur á heimilisofbeldi gagnvart konum og börnum. Atvinnuleysisbætur til eldri borgara Undanfarið hefur verið greint frá einstaklingum eldri en 67 ára sem neitað var um úrræði stjórnvalda um atvinnuleysis- bætur á móti skertu starfshlutfalli. Um er að ræða einstakl- inga sem hafa verið í fullri vinnu þrátt fyrir að vera komnir á lífeyristökualdur. Nú hefur félags- og barnamálaráðherra, Ás- mundur Einar Daðason, óskað eftir því að Vinnumálastofnun víki frá aldursskilyrðum í úrræðinu. Kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir í ár og var lítið að gerast í kjaraviðræðum fyrr en sjónum samfélags- ins var beint að kjaraskerðingum sem hjúkrunarfræðingar máttu sæta í miðjum faraldri, þegar störf þeirra hafa sjaldan verið jafn nauðsynleg samfélagi okkar. Síðan þá hafa aðilar fundað nokkuð stíft í vikunni, þó svo engin niðurstaða liggi enn fyrir. 4 FRÉTTIR 9. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.