Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 10
Lúxus rafmagnsbílar frá bandaríska framleiðand-anum Tesla mokseljast hérlendis en almenn bílasala hefur dregist gífurlega saman og ekki síst eftir að kórón- uveiran fór að láta til sín taka. Bílaleigur hafa jafnan verið að endurnýja bílaflota sína um þetta leyti en nú hafa af- bókanir á bílapöntunum verið miklar enda stefnir í mikinn samdrátt í ferðaþjónustu. 3-4 mánaða bið eftir bíl Forsvarsmenn Tesla á Íslandi segja lítið vera um afbókanir hjá þeim og að enn sé biðlisti. „Ég held að ég hafi aldrei séð áður dæmi um að sala á nýju markaðssvæði hafi rokið svo hratt upp í að vera mest selda vörumerkið,“ segir Even Sandvold Rolans, samskipta- stjóri hjá Tesla. Það sem af er ári, hafa 403 Tesla-bifreiðar verið nýskráð- ar hérlendis. Tesla opnaði ekki fyrir sölu fyrr en í febrúar. Enn bætist á biðlistann en sá sem pantar sér raffákinn eftirsótta þarf að sætta sig við að bíða fram í júní eða jafnvel júlí eftir að fá hann afhentan. Sérpöntun á almennum bílum frá Evrópu er almennt tveir til þrír mánuðir en jafnvel lengra sé bíllinn frá öðrum heimsálfum. ÍSLENDINGAR TRYLLTIR Í RAFMAGNAÐA TESLU Tesla hérlendis er ekki umboð heldur útibú frá bandaríska fyr- irtækinu Tesla Inc. Lítið sem ekkert eftir af peningum hér- lendis við sölu á bílunum. Ódýrasta útgáfan, Model 3, kostar um 5 milljónir og er sú mest selda hérlendis. MYNDIR/AÐSENDAR Held að ég hafi aldrei séð dæmi um að sala á nýju markaðssvæði hafi rokið svo hratt upp. Til að byrja með voru bíl- arnir dýrir en með nýjum og einfaldari útgáfum er verðið komið niður í rúmlega 5,1 milljón og er ódýrasta týpan sú mest selda hérlendis en sú dýrasta er á 12,2 milljónir. Tesla á Íslandi er alfarið í eigu bandaríska móðurfyrir- tækisins Tesla Inc en ekki er um útibú að ræða í eigu íslenskra aðila líkt og Toyota eða Hekla sem eru sjálfstæð fyrirtæki og innflytjendur vörumerkja hérlendis. Því situr lítið sem ekkert eftir af fjármunum í landinu þegar verslað er við Tesla að frá- dregnum kostnaði við sölu, svo sem vegna starfsmannahalds og húsakynna. Rafmagnsbílar eru án bifreiða- og innflutn- ingsgjalda og bera mun lægri virðisaukaskatt. Erndurgreiða að fullu En hvað er svona merkilegt við þennan bíl? Skyldi það vera að forstjóri fyrirtækis- ins þykir einn mesti hugsuð- ur okkar tíma eða er bíllinn sjálfur svona stórkostlegur? Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur ítrekað komið sér vel fyrir á listum Forbes yfir valdamestu og ríkustu ein- staklinga heims auk þess að vera ötull talsmaður endur- nýjanlegrar orku. Bíllinn sjálfur er nokkuð mínímalískur og einfaldur í útliti. Straumlínulagaður og laglegur en í raun engin glæsi- kerra en þykir ákaflega lipur og auðvitað umhverfisvænn. Hrein samviska í bland við skilafrest er einnig sterkur sölupunktur sem fangar kaup- glaða Íslendinga en viðskipta- vinir mega skila bifreiðinni innan sjö daga að því gefnu að hún hafi ekki verið ekin meira en 1.600 km og fá endurgreitt að fullu. n Ný spennubók eftir Óttar Norðfjörð, aðalhandritshöfund Brots Falleg endurútgáfa fyrir aðdáendur Dalalífs og Guðrúnar frá Lundi Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA TÍMI FYRIR LESTUR 10 PRESSAN 9. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.