Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Page 14
veitt öryggi og hlýju. „Ég hef kannski ekki beint gengið Hussain í föðurstað, en við höfum rætt það, og hann hefur sagt að ég sé svolítið eins og pabbi hans núna. Og ég held að ég hafi líka verið einhvers konar „stóri bróðir“, einhvers konar föður ímynd, fyrir þá sem ég hef reynt að aðstoða við að fá hæli á Íslandi. Margir þeirra hafa misst alla fjölskyldu sína og auðvitað er ekki hægt að bæta þeim upp þann missi. En ég get verið til staðar. Ég get veitt þeim öryggi. En veistu, nei, ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi enga þörf fyrir að mín gen gangi áfram. Ég skil auðvitað að fólk vilji eignast börn. En það vantar ekki fleiri börn í þennan heim. Það vantar að veita þeim börnum sem eiga ekki fjölskyldu skjól og ör- yggi. Sumir tala um að það sé tilgangur lífsins að fjölga sér en þá erum við að setja til hliðar þennan hæfileika mannskepnunnar til tjáskipta, að geta beitt skynsemisrök- um.“ Bankaði upp á hjá Davíð Oddssyni Hann er meðvitaður um að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Stunda sína „andlegu sjálfsvörn“ eins og hann orðar það. Hann er meðvitaður um að álag getur virkað eins og olía á eld fyrir þá sem haldnir eru geðsjúk- dómum. Hann hefur undan- farin ár tjáð sig opinskátt um reynslu sína af geðhvörfum, sjúkdómi sem hefur fylgt honum síðan árið 1996, þegar hann var ungur fréttamaður á Stöð 2. Í bókinni Geðveikt með köflum fjallar hann um fjóra geðveika kafla í lífi sínu. Á einum stað segir hann frá því þegar hann hafði misst tengslin við raunveru- leikann og var illa haldinn af vænisýki. Hann mætti á fund Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, og bauðst til að hætta við þáttagerðina um Guðmundar- og Geirfinnsmál- in gegn því að Davíð myndi greiða fyrir hann far úr landi með einkaþotu. Viðbrögð Dav- íðs voru þau að spyrja Sigur- stein hvort hann hefði talað við lækni. Atvik sem er ná- kvæmlega jafn fyndið og það hljómar. „Auðvitað er þetta spaugi- legt þegar maður lítur til baka. Þú verður að geta hlegið að hlutunum. Það var líka heil- andi að skrifa bókina. Það var heilmikil þerapía.“ Hann hefur ekki fundið fyrir einkennum sjúkdómsins í 10 ár. Seinast þegar hann fór í maníu var eldgosið í Eyja- fjallajökli í fullum gangi. „En þegar ég veiktist síðast þá var það við aðstæður þar sem ég var algjörlega „out and about“ í aðstæðum þar sem ég hafði enga stjórn. Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Ég horfi kannski fullmikið á fréttir, en ég vil líka vera meðvitaður um það sem er í gangi. Það er auðvitað eðlilegt að finna fyrir óvissu og ótta við þessar aðstæður. Minn ótti snýst frekar um framhaldið, það sem gerist næst, ekki beint ástandið eins og það er núna. En eins og ég lít á það, þá höfum við í raun meiri stjórn á aðstæðum núna heldur en nokkurn tímann áður. Það er meiri ró yfir öllu. Við erum búin að smækka okkar eigin veröld: við erum inni í íbúð- unum okkar og skjótumst út í búð þegar þarf. Þetta er í raun miklu meiri stjórn en við alla- jafna höfum. Dagsdaglega erum við á útopnu, það þarf að fara hingað og þangað og áreitið er alls staðar. Við höfum engan tíma til að gera neitt. Endalaust stress að ná deginum saman, þannig að allir geti komið í kvöldmat á réttum tíma. En núna eru allir meira og minna heima, og því getum við stjórnað. Þó svo að auðvitað séu aðstæður fólks mismunandi.“ Til staðar fyrir litla manninn Sigursteinn hefur starfað sem formaður Geðhjálpar og Öryrkjabandalagsins, hann hefur unnið ötullega að dýra- verndunarmálum og látið sig varða málefni hælisleitenda og flóttafólks. Hvaðan kemur þessi hvöt, þessi þörf til að hjálpa þeim sem minna mega sín? „Ég byrjaði að starfa með Geð- hjálp í kringum aldamótin. Á þeim tíma var engin umræða um geðsjúkdóma á Íslandi, geðræn veikindi voru tengd við glæpi og fjölmiðlaflutn- ingur tók við af því. Mig rámar í að einhvern tímann á þessum tíma hafi einn maður, meðlimur í Sin- fóníuhljómsveit Íslands, komið í viðtal í blaði þar sem hann sagðist hafa verið með þunglyndi og að það hefði valdið honum erfiðleikum. Við lögðum áherslu á það strax í byrjun að gefa geðsjúkdómum andlit. Þetta er annað í dag,“ segir Sigursteinn og nefnir sem dæmi þegar Högni Egils- son, söngvari Hjaltalín, steig fram í viðtalið við Fréttatím- ann og ræddi reynslu sína af því að vera með geðhvörf. Fólk hefur sent Sigursteini skilaboð og komið að máli við hann til að þakka honum fyrir einlægnina, hún hafi veitt því hugrekki. Það kann hann að meta. „Þetta á við um alla, við eigum öll sögu, við búum öll yfir einhverri reynslu sem við getum deilt, öðrum til góðs,“ segir hann. „Þegar ég var fyrst greind- ur með geðhvörf olli það straumhvörfum í minni til- veru. Ég var þarna á einhverri framabraut, yngsti frétta- maðurinn á Íslandi og það var partí sem fylgdi því. En eftir að ég veiktist breyttist allt, ég þurfti nýjan tilgang og ný markmið. Þegar ég kynnt- ist Geðhjálp áttaði ég mig á stöðu fólks sem ég vissi ekki af áður. Fólk sem sumt glímir við sárafátækt, einmanaleika og hefur orðið fyrir hroðalegu ofbeldi. Þarna var ég kominn með ábyrgðarstöðu og ég þurfti að endurmeta mitt hlut- verk og minn tilgang. Þegar ég fór inn í ÖBÍ átt- aði ég mig á því hversu mikil spilling þreifst innan sam- takanna. Hversu hörmulega illa var staðið að húsnæðis- málum og hvernig komið var fram við fatlað fólk á niðrandi hátt. Ég hafði ekki áttað mig á hvernig ástandið var í blokk- unum í Hátúni. Aðgreiningin og gettómyndunin sem sam- tök fatlaðra höfðu staðið fyrir árum saman.“ Málunum lýkur aldrei Í yfir tvo áratugi hafa Guð- mundar- og Geirfinnsmálin og umfjöllunin þar í kring verið stór partur af lífi Sigursteins. Í heimildarmyndinni Aðför að lögum voru málin krufin til mergjar eftir áralanga þöggun. Hæstiréttur sýknaði á sínum tíma fimm sakborn- inganna af öllum ákæruliðum í endurupptökumáli Guð- mundar- og Geirfinnsmála en endurupptökubeiðni Erlu Bolladóttur var hafnað. Þegar málin berast í tal verður Sigursteini mikið niðri fyrir. „Réttlætið náði ekki fram, nema að hluta til. Í mínum augum er þetta mál ekki af- greitt. Enda stóð það ekki til, og hefur aldrei staðið til, að klára málin almennilega. Ljótleikinn í þessu máli er svo hrikalegur og það er raun- veruleg hætta á að þessu máli verður aldrei lokið. Aðalatriðið í þessu öllu saman, það sem má aldr- ei endurtaka sig, er að lög- regla og rannsóknaraðilar bjuggu til, eða fabrikeruðu, tvö sakamál. Flæktu inn í það einstaklinga sem þeim þóttu tilvaldir vegna þess að þeir einstaklingar gátu ekki varið sig og voru lengst af útilokaðir frá verjendum sínum. Sökin í þessum málum liggur ekki þar sem hún á að liggja: hjá ríkinu og rannsóknaraðilum. Ég get skilið að fólk vilji fá skaðabætur. Þessa hugsun að ríkið þurfi að blæða á ein- hvern hátt. En ég tel að engir peningar geti bætt upp það sem átti sér stað.“ Í gegnum árin hefur hann hitt aðstandendur málsins við ólík tækifæri. Hefur þú sjálfur einhverjar kenningar um það sem raun- verulega gerðist, hver af- drif þessara tveggja manna voru? „Nei, ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á hvað varð um þessa menn. Bæði málin benda jú vissulega til að hvarfið hafi ekki verið með eðlilegum hætti, hvarf Geir- finns þá frekar. Ef menn hefðu raunverulega viljað upplýsa málið, þá hefðu þeir gert það. En í staðinn var spunninn þessi vefur og allt fór út um þúfur. Ef það eru einhverjir þarna úti sem bera ábyrgð á hvarfi þessara tveggja manna, þá eru þeir aðilar löngu búnir að taka út sína refsingu. Þeir hafa ekki fengið frið fyrir allri þeirri umfjöllun sem málið hefur fengið, sem ég á vissulega ákveðna sök á. Það er þyngri refsing en nokkur fangelsisdómur. Ég get ómögulega sætt mig við að eftir allan þennan tíma eigi enn einu sinni að sópa öllu undir teppið. Þetta er svo ótrúlega lítilmannlegt, lélegt og rotið.“ Verður alltaf viðloðandi fjölmiðla Eitt að lokum. Hefur þú velt því fyrir þér að snúa aftur í fjölmiðla? „Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég er spurður að þessu. Ég er opinn fyrir öllu og ég útiloka ekkert. Það er svo margt spennandi sem er hægt að gera í fjöl- miðlum. Ég held að ég verði alltaf viðloðandi fjölmiðla á einhvern hátt. Ég er opinn fyrir öllu sem hefur eitthvað að gera með þetta samfélag sem við búum í. Svo er bara spurning um að finna rétta vettvanginn.“ Þessi veira, sem fólk er að agnúast út í, hún er í raun birtingarmynd á mistökum okkar mannanna. Sigursteinn segist halda að hann hafi verið einhvers konar föðurímynd fyrir þá sem hann hefur reynt að aðstoða við að fá hæli hér á landi. „Ég hef enga þörf fyrir að mín gen gangi áfram.” MYND/SIGTRYGGUR ARI 14 FRÉTTIR 9. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.