Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 18
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt N ú á tímum COVID-19 faraldursins eru marg-ir að sinna vinnu sinni heiman frá. Í slíkri fjarvinnu reka margir sig á þann vegg að það virðist erfitt að koma sér að verki og/eða aðskilja heimilislífið frá vinnunni. Hér eru því nokkur ráð sem er gott að hafa í huga í fjarvinnunni. Vinnutími Að vinna heima getur skapað þá freistingu að dreifa vinnu- deginum yfir lengri tíma, reyndu af fremsta megni að sleppa því. Haltu áætlun og sinntu vinnuskyldu þinni á hefðbundnum tíma. Þá, að venju, hefur þú tíma fyrir sjálfan þig og þinn áhugamál að vinnudeginum loknum. Morgunrútína Haltu sömu rútínunni þegar þú mætir í vinnuna, þó svo að vinnan sé núna á borðstofu- borðinu heima. Vaknaðu, farðu í sturtu, klæddu þig, fáðu þér kaffi og allt það sem þú gerir vanalega áður en þú heldur í vinnuna. Rútínan get- ur hjálpað þér að halda dampi og koma þér í vinnugírinn. Slepptu náttfötunum Klæddu þig í föt. Þetta getur bæði hjálpað þér að koma þér í gang í vinnunni og líka hjálpað þér að mynda sál- rænan aðskilnað milli vinnu og heimilislífs. Þetta getur líka hreinlega verið gott og nauðsynlegt fyrir sálina, að líða eins og manneskju en ekki eins og haug. Þá gætir þú líka haft kveikt á vefmyndavélinni á næsta fjarfundi. Mörk gagnvart sambýlingum Settu sambýlisfólki mörk. Hvort sem það eru meðleigj- endur, foreldrar, maki eða börn sem eru heima á sama tíma og þarf það að vera á hreinu að þú sért í vinnunni en ekki heima í afslöppun. Það getur verið erfitt að setja börnunum mörk en þá getur verið sérstaklega mikilvægt að finna leið til að fá þau til að virða það þegar þú ert á fjarfundum eða í símanum. Reyndu eftir fremsta megni að skýra út að þegar þú ert í vinnunni þá gangi það fyrir, aðrir hlutir geta beðið, alveg eins og áður, þangað til eftir að vinnudegi lýkur. Þú átt enn rétt á veikindadögum Ef þú veikist á meðan þú sinnir fjarvinnunni áttu rétt á að taka þér veikindadag. Það á ekki að vera eðlileg krafa vinnuveitanda að þú harkir af þér og sinnir vinnu að vanda, hefðir þú ekki getað það í eðli- legum aðstæðum. Mundu eftir vinnufélögunum Það getur verið einmanalegt að vinna heima og fyrir marga er mikilvægur þáttur vinn- unnar að hafa samskipti við kollegana. Víða leysir tæknin úr þessu þar sem þú getur átt í samskiptum við vinnufélag- ana heiman frá þér, eða með því að brúka tölvupóst, sam- skiptamiðla og símann til að henda línu á vinnufélagana, svona í stað þess að hitta þá við kaffivélina. Vinnustöð Sennilega grípa margir tæki- færið í fjarvinnunni og djöfl- ast með fartölvuna um allt hús. Fjarfundur á meðan þú sýður egg í eldhúsinu, horfir á þátt með öðru auganu, eða dúllar þér í heimilisstörfum. Þetta er ekkert endilega ráð- legt og getur komið niður á framleiðni og lengt þann tíma sem þú þarft að taka þér í að leysa verkefni. Betra er að koma sér upp vinnustöð, jafn- vel þótt hún sé bara við borð- stofuborðið. Þá getur þú staðið upp til að taka þér pásur, rétt eins og frá skrifborðinu í vinnunni, og þannig gefst líka tækifæri til að skilja á milli heimilislífs og vinnutíma. Athyglin Heima eru engir vinnufélagar eða yfirmenn sem sjá hvað þú ert að gera. Það getur verið freistandi að sogast að sam- félagsmiðlum, fréttavefjum og skemmtiefni á netinu. Eins getur verið freistandi að hoppa strax inn í verkefni fyrir heimilið, í stað þess að bíða til loka vinnudags. En reyndu að muna að þrátt fyrir allt ertu í vinnunni og getur ráðstafað kaffi- og matar- hléum að vild, en þegar þú ert að vinna, þá ættir þú að sinna því. Raunhæfar væntingar Ekki búast við því að fjar- vinnan gangi frábærlega frá fyrsta degi. Þetta er mikil breyting og það tekur tíma að finna taktinn. Eins getur verið að fyrsti dagurinn, jafn- vel dagarnir, gangi vel en svo fari truflanir og heimilislífið að gera vart við sig. Ekki ör- vænta. Þá má hafa ráðin hér að ofan í huga og reyna að koma sér aftur af stað. Reyndu að finna út hvað það er helst sem er að gera þér erfitt fyrir og hvað er hægt að gera í því. Einnig getur verið gott að spyrja vinnufélaga sem eru að vinna heima hvernig þeir fari að. Eru þeir kannski að glíma við sama vanda? Þá er hægt að ræða það og deila ráðum og mistökum. Lok vinnudags Þegar vinnudegi er lokið, vertu búinn að vinna. Ef það er klukkan 16.00, gerðu þá það sem þú gerir vanalega eftir vinnu. Farðu í þægilegri föt, farðu að dóla þér í heimilisverkum, hringdu í ástvini og láttu vinnuna eiga sig þar til vinnu- dagur hefst að nýju. Alveg eins og áður þarf líkami þinn og hugur frítímann til að end- urhlaða sig. n TÆKLAÐU FJARVINNUNA EINS OG SANNUR FAGMAÐUR MYNDI GERA Stór hluti fólks vinnur nú heima að dag- legum verkefn- um sínum. Það getur mörgum reynst áskorun. Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is Tækin við höndina í vinnu heima eru oftar en ekki, fartölva, farsími og kaffibollinn. MYND/GETTY 18 PRESSAN 9. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.