Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 20
Fyrstu viðbrögð Gunn-ars þegar blaðamaður falaðist eftir viðtali voru að afþakka pent. Hann er nefnilega ekki mikið fyrir opinbera umræðu, þrátt fyrir að annað mætti ætla. Vinur vina sinna, að eigin sögn, en „svolítið prívat sinnaður“. En eftir örlítið tiltal varð sérann viljugur, enda finnst honum mikilvægt að vera í tengslum við fólk á þessum skrítnu tím- um sem nú eru í samfélaginu. Gunnar er þessa dagana í svokallaðri varnarsóttkví. „Ekki samt skrifa það. Ég vil ekki að fólk líti á mig sem einhvern aumingja,“ tekur hann fram. Hann situr þó ekki aðgerðalaus í sóttkvínni nema síður sé, dyttir að hjól- inu og fornbílnum og sinnir ýmsum vorverkum, og er reglulega með „live“ útsend- ingar á Face book til að halda sambandi við fólk. Hann hefur verið prestur í 32 ár og árið 1995 gerðist hann sóknarprestur í Digra- neskirkju. Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík, sonur Sigurjóns Ara Sigurjóns- sonar birgðastjóra og Þóru Gunnarsdóttur, sem starfað hefur hjá Styrktarfélagi van- gefinna. Systkini Gunnars, Einar Þór og Helga Ágústa, leituðu á önnur mið, Einar er flugmaður og Helga er lækn- ir. Hann er giftur Þóru Mar- gréti Þórarinsdóttur, sem er framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags, og eiga þau tvö uppkomin börn. Gunn- ar ólst upp í kristni og segir föður sinn til að mynda afar trúrækinn mann. Rafmagnsverkfræðin heill- aði á sínum tíma, hann lærði að verða sýningarstjóri í kvikmyndahúsi, enda mikill kvikmyndaáhugamaður og hann er löggiltur vigtar- maður. Guðfræðin varð loks ofan á. Gunnar er kominn af sjómönnum og skipstjórum. „Þegar afi frétti af því á sínum tíma að ég væri bú- inn að skrá mig í guðfræði- deildina þá sagði hann: „Það eru engir prestar í þessari fjölskyldu, bara verkstjórar og formenn.“ Afi var sjálfur vélstjóri. „Viltu ekki fá þér almennilega vinnu?“ spurði hann mig síðan. Þegar ég útskrifaðist sat karlinn á fremsta bekk, ógurlega stolt- ur.“ Bænabeiðnum rignir inn Þetta verða skrítnir páskar nú í ár þar sem helgihald er ekki í boði vegna samkomub- annsins. Í Digraneskirkju er messuhaldið tekið upp á myndband nokkrum dögum áður og síðan streymt á net- inu á skírdag, föstudaginn langa og páskadag. Áður en sam komu bann var sett gat fólk allajafna gengið inn af götunni og fengið viðtal við prest. Þessa dagana sinnir Gunnar fólki í gegnum Face- time. „Það blasir við okkur í þessu ástandi hvað það er mikilvægt fyrir fólk að fá samband við prestinn sinn. Það rignir yfir mig vina- beiðnum á Facebook þessa dagana, en ég samþykki ekki alla heldur sendi ég viðkom- andi skilaboð og spyr hvort við þekkjumst eitthvað. Fólk hefur sagt við mig að það sakni þess að geta ekki hitt mig, fólk saknar þess ofboðs- lega. En sömuleiðis hefur fólk sagt við mig að það sé gott að fá að heyra röddina í mér og sjá mig á skjánum.“ Er trú mikilvæg á tímum eins og þessum? Að hafa einhvers konar haldreipi í tilverunni? „Ég get allavega sagt það að þessa dagana rignir inn bænabeiðnum, fólk er að leita til okkar með óskir um fyrirbænir. Bænir fyrir heilbrigðisstarfsfólk og fyrir veika einstaklinga, ekki bara þá sem eru smitaðir af kórónu veirunni heldur líka þá sem eru að glíma við aðra sjúkdóma eins og krabba- mein, hjartasjúkdóma og sykursýki. Þessir sjúkdómar hafa ekki farið neitt. Ég hef orðið var við að fólk sé hikandi við að leita á heilsugæslu út af öðru en þessari veiru, það er eins og fólk sé í einhverri vörn gagn- vart eigin ástandi. Þó að það sé óvissa og heilbrigðiskerfið undir þessu gríðarlega álagi, þá eigum við ekki að fórna því sem þykir eðlilegt undir venjulegum kringumstæðum. Við þurfum að halda áfram að lifa. Og trúin er samein- ingartákn okkar Íslendinga.“ Ég er umdeildur maður Gunnar Sigurjónsson er án efa einn svalasti prestur landsins. Hann gengur um í Harely-Davidson leðurjakka og ekur um á mótorhjóli á milli þess sem hann þjónar sóknarbörnum sínum í Digraneskirkju. Séra Gunnar liggur ekki á skoðunum sínum og er þekktur fyrir orðheppni og húmor. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is 20 FÓKUS 9. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.