Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 25
MATUR 25DV 9. APRÍL 2020 M atgæðingurinn og sma r theitakona n Una Guðmundsdóttir heldur úti síðunni unabakst- ur.is. Una er 34 ára Seltirn- ingur og tveggja barna móðir sem starfar á leikskólanum á Seltjarnarnesi auk þess að reka vefverslunina UMU.is Una er nýr matgæðingur DV og mun hún trylla lesendur með ærandi uppskriftum sem lofa syndsamlegri sæluvímu næstu misseri. Hér hefur hún tekið saman hugmyndir fyrir hinn fullkomna páska-bröns. Páskagott 500 g döðlur, saxaðar smátt 250 g smjör 5-6 bollar Rice crispies 400 g hvítt súkkulaði 100 g popp 80 g Cadbury Mini egg Döðlur og smjör brætt saman í potti og hitað þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið Rice crispies og poppi saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir Rice crispies blönduna, setjið Cadbury-eggin yfir og frystið í um það bil 30 mínútur. Skerið í bita og njótið. Dúndur djöflaterta með hnausþykku kremi 200 ml soðið vatn 6 msk. kakó, passið að sigta kakóið 100 g púðursykur 130 g smjör, mjúkt 100 g sykur 3 egg 220 g hveiti ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi 3 tsk. vanilludropar Ofn hitaður í 180 gráður og tvö 20- 25 cm bökunarform húðuð vel að innan með annaðhvort Pam-spreyi eða smjörlíki. Kakó og púðursykri er blandað saman við vatnið. Gætið þess að það sé ekki meira en fingurvolgt. Setjið til hliðar. Smjör og sykri er hrært saman þar til blandan verður ljós og létt í sér. Þá er eggjunum bætt saman við blönduna og allt hrært vel saman. Því næst er restinni af þurrefn- unum bætt saman við. Að lokum er vatninu sem búið var að blanda með sykri og kakó bætt út í og deiginu blandað vel saman. Deiginu er svo skipt jafnt í tvö bökunarform og bakað í um 25-35 mínútur. Passið að botnarnir kólni alveg áður en kreminu er smurt á. Súkkulaðikrem: 500 g smjörlíki við stofuhita 500 g flórsykur 3 msk. vanillu- dropar Öllu blandað saman og látið hrærast sam- an í nokkrar mínútur. Þá má leggja kremið á milli botnanna og utan um alla kökuna. Fallegt er að skreyta kökuna með lifandi blómum eða fallegu páska- skrauti. Mér finnst betra að nota smjörlíki í kremið, það verður léttara í sér og fær minna smjörbragð. Avókadó-toast Klassískur og einfaldur bröns- réttur sem fer aldrei úr tísku. Einnig má nota linsoðið egg eða „poached“ egg fyrir lengra komna. Gott brauð, helst súrdeigsbrauð 3-4 avókadó 3-4 egg Salt og pipar Ferskt kóríander Byrjið á því að skera utan af avókadóinu og stappið það í gróft mauk. Steikið egg á pönnu. Saltið og piprið eftir smekk. Ristið brauðið, smyrjið avókadó- maukinu á, setjið eggið ofan á og toppið með kóríander. Páskaborð Unu er stórglæsilegt. Diskarnir eru úr Bitz-stellinu vinsæla og blómvöndinn keypti hún í Blómagalleríi. MYND/ERNIR Una í eldhúsinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.