Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 7
Fátt er eins mikilvægt og lestur til að örva þroska barna og ungmenna. Lesfærni liggur öllu öðru námi til grundvallar. Námsárangur ræðst að stórum hluta af lesskilningi. Til að ná valdi á lestri er aðeins ein fær leið: lestur. Lestur eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir, eykur skilning á lesmáli og bætir þannig skilning okkar á heiminum öllum. Því meira sem við lesum því betra. HVETJUM BÖRNIN OKKAR TIL DÁÐA HEIMSMET 2020 timitiladlesa.is Foreldrar gegna lykilhlutverki í að örva lesskilning barna sinna. Með því að hvetja þau til lesturs, lesa fyrir þau, ræða það sem lesið er og opna heim bókanna færa foreldrar og forráðamenn börnunum einhverja dýrmætustu gjöf sem hugsast getur. Nú stendur yfir átakið Tími til að lesa. Öll þjóðin sameinast um að setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði. Þetta er kjörið tilefni til að blása börnunum lesanda í brjóst með hjálp keppnisskapsins. VIÐ HVETJUM FORELDRA TIL AÐ HVETJA BÖRNIN SÍN TIL DÁÐA Í LESTRI, NÚNA OG ALLTAF. #timitiladlesa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.