Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2020, Blaðsíða 21
fólk saman uppi á Langjökli eða eitthvað. Ég er ekki til í að vera að gifta fólk úti um hvippinn og hvappinn, ég er ekki pitsusendill. Einhvers staðar þarf maður að draga mörkin. Ég væri ekki að sinna kirkjunni minni ef ég væri í aukaverkefnum úti um allan bæ,“ segir Gunn- ar og rifjar upp dæmi þar sem verðandi hjón vildu fá hann til að gefa sig saman. Þetta var sjöunda hjónaband mannsins og áttunda hjóna- band konunnar. Meðaltími þeirra í hverju hjónabandi var eitt ár. „Ég sagði við þau að ég tæki ekki þátt í slíku nema þau myndu fara á tjá- skiptanámskeið. Sumir láta eins og þeir viti allt um það hvernig þeir eigi að gifta sig, en hafa enga hugmynd um hvað það er að vera í hjóna- bandi.“ Árið 2010 var gefinn út listi yfir þá sem sögðust styðja ein hjúskaparlög en nafnið þitt var ekki á listanum. Ertu á móti því? „Nei, það hefur ekkert með það að gera, ég neitaði einfaldlega að taka þátt í þessu. Það var augljóst að það átti að setja í gang ein- hvers konar nornaveiðar. Ég tek ekki þátt í slíku. Ég veit ekki um neinn prest sem er á móti þessu. Ég var nú spurð- ur um það þegar ég sótti um embætti biskups á sínum tíma hvort ég ætlaði að gefa saman samkynhneigða. Ég sagði: „Nei, ég ætla ekkert að fara að gera það, það eru prestarnir sem sjá um það!“ Hvað með fermingar? „Ég hef nú aldrei neitað að ferma. En ég hef sagt við krakkana að ef þau mæta ekki í 10 messur fyrir ferminguna, þá fermi ég þau ekki rassgat. Þau geta þá fermt sig á næsta ári eða þarnæsta, það skiptir mig engu máli.“ Gunnar segir það fallegt þegar hjón ákveða að endur- nýja heitin eftir að hafa verið gift í langan tíma. „Það er raunhæft í nútíma sam- félagi. Af því að manneskjan sem þú ert gift í dag verður ekki sama manneskjan eftir tíu ár. Við þurfum að læra inn á hvort annað alla ævi. Við segjum ekki upp börn- unum, við þurfum að læra inn á þau, og það sama gildir um makann. Strangt til tekið á maður að reyna við konuna sína alla ævi!“ Nú er skilnaðartíðni hlut- fallslega há á Íslandi, sem og annars staðar á Vestur- löndum. Gunnar segir að í flestum tilfellum tali fólk einfaldlega ekki saman. „Þetta er eins og með flest allt annað í þessu lífi. Það verður ekki meira en það sem til þess er lagt. Hjónabandið verður aldrei meira en það sem þú leggur sjálfur í það. Í langflestum tilfellum þegar fólk skilur er þetta tjáningar- vandi. Ef tjáskiptin eru ekki í lagi þá eiga menn í erfið- leikum með allt annað. Sjó- maðurinn kemur í land eftir margra mánaða fjarveru og konan hans fattar að hann er í raun hundleiðinlegur. Þetta sést á því að skilnaðartíðni er há á meðal foreldra lang- veikra og fatlaðra barna. Það reynir á allt í samskiptunum. Lífið gengur út á að skipta á vöktum og gefa rapport. Svo kannski nær barnið heilsu, eða það deyr. Foreldrarnir horfa framan í hvort annað og þekkjast ekki.“ Eitt að lokum. Hvað ráð- leggur þú fólki að hafa í huga á þessum óvissutímum? „Um daginn ávarpaði Eng- landsdrottning þegna sína, eitthvað sem hún hefur ekki gert í marga áratugi. Hún vakti hjá þeim von með því að vitna í lagatexta sem varð til í seinni heimsstyrjöldinni: „We’ll meet again, don’t know where, don’t know when.“ Horfum handan við hornið og sitjum ekki föst í því sem við getum ekki. Horfum frekar á það sem við getum. Lykilorðið í þessu öllu er þakklæti. Þakklæti fyrir það sem við höfum. Við höfum heilbrigðiskerfið okkar, heil- brigðisstarfsfólkið okkar, sjó- menn, löggæslu, svo ekki sé minnst á allt verkafólkið, þau sem þrífa í kringum okkur og passa að veiran berist ekki. Þetta fólk er að sinna gríðar- lega mikilvægu starfi.“ FÓKUS 21DV 9. APRÍL 2020 Vopnin lögð niður um stund Gunnar sést ætíð koma til kirkju á mótorhjólinu sínu. „Hjólið er mitt farartæki, hvort sem ég er að fara í kistulagnir í Fossvogi eða að gifta fólk. Til að byrja með fannst mönnum þetta óvið- eigandi. En flest af því sem ég hef gert hefur nú orkað tvímælis. Ég er umdeildur. Ég er nú ekki svo aumur að ég sé ekki umdeildur. Ég ætla ekki að reyna að þykj- ast vera eitthvað sem ég er ekki, annaðhvort fílar fólk mig eða ekki. Það er nóg til af prestum fyrir þá sem gera það ekki. Ég er svo lélegur leikari að ég get ekki sýnt annað en það sem ég er. Mitt prívatlíf er óhefðbundið og ég geri mér nú grein fyrir að ég er ekki eins og fólk er flest. En er það einhver? Fyrir nokkrum árum var ég að fara að gefa saman hjón í kirkjunni og brúðurin var mætt vel á undan öllum öðrum. Við erum þarna að bíða, hún og ég, þegar hún segir mér að hana hafi allt- af langað að sitja aftan á mótorhjóli; það var eitthvað sem hún hafði aldrei prófað áður. Ég svaraði að ég myndi sko redda því og þegar allir gestirnir voru komnir þá komum við tvö á hjólinu upp að kirkjunni og þaðan labb- aði hún inn. Hún sagði við mig: „Ég hefði verið sátt þó ég hefði ekki gert neitt annað í dag… en ég þarf eiginlega að fara að gifta mig núna!“ rifjar Gunnar upp og skellir upp úr. Á hverju ári stendur Gunn- ar fyrir mótorhjólamessu í kirkjunni en sú fyrsta var haldin árið 2006. Alltaf er húsfyllir og fyrir utan kirkj- una má telja mörg hundruð hjól á meðan messan stendur yfir. Kirkjan fyllist af leðri og goretex og félagar úr Hells Angels og Outlaws sitja hlið við hlið. Tónlistin er rokk og ról og kántrí inni á milli. „Þarna leggja menn niður vopnin um stund. Þetta er grundvallaratriði sem ég hef fylgt frá upphafi. Þú kemur ekki þarna inn sem fulltrúi fyrir einhvern klúbb. Ég segi við fólkið að við séum öll jöfn hérna inni. Menn fá ekki að koma þarna inn til að helga sér einhver svæði, þetta er opinn vettvangur.“ Sterkasti prestur í heimi Guðsþjónusta, bílar og mót- orhjól eru aðeins nokkur af fjölmörgum áhugamálum Gunnars. Hann er líka kraft- lyftingamaður og hefur stundað sportið áratugum saman. Hann er kallaður kraftaklerkurinn af félögum sínum. Á sínum tíma naut hann handleiðslu Jóns Páls Sigmarssonar heitins, en báð- ir ólust þeir upp í Árbænum. Árið 2004 lyfti Gunn- ar samanlagt 510 kílóum í Íþróttahúsi Digraness. Í kjöl- farið hlaut hann nafnbótina sterkasti prestur í heimi. Gunnar varði titi linn árið 2008. Rétt eins og með mótorhjólamenn hefur fólk ákveðna ímynd af kraftlyft- ingamönnum. Gunnar gefur lítið fyrir það, flestir af hans mótherjum séu „boltar“ eins og hann orðar það. Í frétt Morgunblaðsins á sínum tíma sagði meðal ann- ars: „Metið átti bosnískur prestur, Ante Ledic, en hann lyfti 127 kílóum og er því óhætt að fullyrða að séra Gunnar hafi „jarðað það met“, eins og hann orðaði það sjálfur. Gunnar lýsir því sjálfur: „Síðan gerist það árið 2004 að við félagarnir erum uppi í Röskvu, sem HK rekur, en þar getum við æft hnébeygju og réttstöðulyftu. Röskva er svona „molastöð“ með lóðum og þess háttar, þar sem menn geta gengið sjálfala. Þarna voru strákar í réttstöðulyftu sem voru eitthvað að paufast með 100 kílóin og ég hugsaði með mér að ég gæti þetta. Það var farið að láta reyna á sem endaði auðvitað með því að við fórum upp fyrir strákana. Svo fór að skilja á milli mín og allra hinna, þá var spurningin: Hvar endar Gunnar? Þegar ég dró upp 190 kíló var orðið nokkuð víst að ég væri sjálfsagt kominn yfir 200. Þeir létu þetta leka og það hafði samband við mig frétta- maður frá Fréttablaðinu fyrir umfjöllun 1. apríl. Þá vorum við búnir að lesa frétt um það að bosníski presturinn Ante Ledic hefði tekið sér titilinn sterkasti prestur í heimi og skorað á aðra presta að taka hann af sér og nota umfjöll- unina sem tækifæri til þess að draga athygli að prestum og vinna gegn fordómum.“ Ég er ekki pitsusendill Hlutverk sóknarprests er að vera til staðar fyrir fólk þegar á þarf að halda. „Þetta starf er þess eðlis að maður fær tækifæri til að sjá það fallegasta og besta hjá fólki. Svo fær maður hina hliðina, allt það versta og ljótasta sem maður vill ekki sjá eða heyra en kemst ekki undan. Það eru tvær hliðar á þessum peningi. Það er bæði bjart og dökkt.“ Það stendur ekki á svari hjá Gunnari þegar hann er spurður um það erfiðasta við starf prestsins. „Þegar börn deyja. Sjálfs- víg. Ungt fólk sem lætur lífið eftir eiturlyfjaneyslu eða ofbeldi. Eða misnotkun, ég hef alltaf og mun alltaf eiga rosalega erfitt með það. Þetta venst aldrei. Eftir svona langan þjón- ustutíma þá sitja eftir minn- ingabrot sem ég get ekki deilt með nokkurri manneskju, ekki einu sinni konunni minni. Þetta eru minninga- brot sem er ekkert þægilegt að burðast með, en ég mun aldrei losna við þau.“ Er eitthvað til í að þú hafir neitað að gifta fólk? „Ég hef alveg það sagt við fólk ef ég sé ekki færi á að gefa það saman. Það er ekki hægt að panta mig til að fara og gefa Ég er nú ekki svo aumur að ég sé ekki umdeildur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.