Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 2
Ógeðslega pínlegt
B wahahahaha“, svo hló Svarthöfði og svelgdist á morgunkaffinu þegar
það kom á daginn að fjár-
málaráðuneytið hafi komið í
veg fyrir að Þorvaldur Gylfa-
son hagfræðiprófessor fengi
starf sem ritstjóri einhvers
drepleiðinlegs norræns blað-
snepils. Hann var víst of pól-
itískur, eða að minnsta kosti
samkvæmt Wikipedia-síðu
hans. Vat ðe fokk?
Þetta er svo dásamlegt mál
í alla staði. Svarthöfði skal út-
skýra hvers vegna. Fyrst og
fremst fær Wikipedia þarna
uppreisn æru. En það er eitt
af því fyrsta sem sveittir há-
skólaprófessorar predika yfir
taugaveikluðum nemendum
sínum, að Wikipedia sé ekki
samþykkt sem heimild. Í
menntaskóla komst maður upp
með það, og greinilega kemst
maður upp með það í fjár-
málaráðuneytinu líka. LOL.
Í öðru lagi þá er greinilega
hægt að vera of pólitískur
til að geta verið ritstjóri yfir
tímariti sem heitir Nordic
Economic Policy Review, en
hins vegar mega ritstjórar
eins og segjum yfir Morgun-
blaðinu vera rammpólitískir.
En ekki þegar skrifað er um
hagfræði á samnorrænum
vettvangi. – Nei, það væri allt-
of langt gengið.
Í þriðja lagi þá kom á dag-
inn, ótrúlegt en satt, að Wiki-
pedia var ekki áreiðanlegasta
heimildin og greyið Þorvaldur
bara alls ekki eins pólitískur
og hann var sakaður um,
þó svo að fyrir tæpum ára-
tug hafi hann haft einhvern
metnað á því sviði, en hætti
svo snarlega við, líklega því
það var ekki hagkvæmt fyrir
hagfræðinginn.
Í fjórða lagi þá kannast fjár-
málaráðherra ekki við að hafa
sett sig á móti því, en segist á
sama tíma styðja það alla leið.
Þorvaldur hafi sett sig upp á
móti Sjálfstæðisflokknum á
þeim tíma sem Bjarni Ben.
var við stjórn. Ófyrirgefan-
legt. Auk þess gæti Þorvaldur
ekki stýrt svona blaði því
hann væri ekki með sömu
stefnu og fjármálaráðuneytið.
Því samnorrænt blað verður
að sjálfsögðu að fara eftir vilja
xD. Annað væri fráleitt. Allt
þetta uppþot út af hagfræði-
riti. Talandi um leiðindamál.
Svo að lokum má ekki
gleyma því að þetta blessaða
blaðsnifsi hljóp á sig og réði
Þorvald, áður en fjármála-
ráðuneytið sagði nei. Kannski
erfitt að álasa þeim þar sem
þeim sýndist Þorvaldur full-
hæfur og kom neitun ráðu-
neytisins töluvert á óvart. En
vandró engu að síður.
Skipti máli að Þorvaldur var
pólitískur, eða að hann var
ekki nægilega mikið í Sjálf-
stæðisflokknum eða skipti
það eitt máli að hann er á
móti Sjálfstæðisflokknum?
Frekar vildi ráðuneytið Frið-
rik Má Baldursson, sem var
efnahagsráðgjafi GAMMA
og var skipaður prófessor
við Háskóla Íslands með full-
tingi Kaupþings korter í hrun.
Hann hefur grunsamlega oft
fengið mikið af góðum djobb-
um í gegnum ríkisvaldið.
Og nú þarf fjármálaráð-
herra sjálfur að mæta fyrir
eftirlitsnefnd og svara fyrir
málið. Hann sem gerði ekki
neitt, greyið. Svona reyndar
fyrir utan það að bera ábyrgð
á ráðuneytinu sem beitti sér
gegn Þorvaldi. Karlanginn. n
SVART HÖFÐI
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Hatrið má ekki sigra
N
ú þegar kórónaveirufaraldurinn er
á undanhaldi blossar upp nýr far-
aldur sem engin andlitsgríma heldur í
skefjum.
Hatursfaraldur.
Það er skrítin tilhugsun að geta hatað
einhvern vegna útlits, nú eða vegna skoðana eða
treyjunnar sem viðkomandi klæðist.
Ég hef séð fullorðna karlmenn slást, beita viðbjóðs-
legum fúkyrðum og alblóðugum hnefum vegna þess
að maðurinn sem liggur undir heldur með öðru fót-
boltaliði.
Hatrið finnur sér farveg.
Við hin, fólkið sem teljum okkur vera manneskjuleg
og laus við rasisma og hatur, fussum og sveium yfir
því hvað fólk getur verið grimmt.
Hvernig er hægt að sjá manneskju sem er öðruvísi á
litinn en maður sjálfur sem síðri eða æðri?
Þetta er ekki í boði.
En hvernig breytum við þessu sturlaða
ástandi?
Hvernig rjúfum við keðjuna? Að
hatur ali ekki af sér hatur?
Til þess eru margar leiðir og mót-
mæli vissulega mikilvægur hluti af
því.
En svo eru það litlu breytingarnar
sem byrja innra með okkur og dreif-
ast svo eins og þoka yfir heimilið,
vinahópinn og umhverfi okkar
allra.
Hvernig tölum við heima
fyrir? Hvernig tölum við
eftir einn bjór í partíi?
Gætum við jafnræðis og
berum virðingu í almennu
umtali okkar. Höfum kær-
leik að leiðarljósi. Upp-
hefjum með ást.
Ég er blindari en ég hélt
í þessum efnum og þarf að
gera betur. Gleymi mér og
segi eitthvað sem ég hefði betur
sleppt.
Besti vinur minn í Bretlandi
er svartur. Ég gleymi því ekki
þegar við vorum að labba í
gegnum miðbæinn í Derby þar sem við stunduðum
nám. Allt í einu hristir hann niðurdreginn höfuðið.
Ég spurði hann hvað væri að en hann eyddi því.
Hann sagði mér seinna að hann yrði fyrir aðkasti
fyrir að umgangast mig. Hvítt eldra fólk hefði oftar
en einu sinni sagt honum að umgangast „sitt eigið
fólk“.
Sem er galið, því hann var fólkið mitt.
Nokkrum árum seinna sagði hann mér að hann
hefði orðið ástfanginn af pólskri bekkjasystur okkar
en hún endaði á að slíta sambandi við hann, hágrát-
andi, vegna þess að fjölskylda hennar tók ekki í mál
að hún ætti svartan mann.
Ástin var tekin niður af fúlum foreldrum.
Hvar í fjandanum endar þetta? Ætli þessi bekkjar-
systir mín hafi mátt byrja með Liverpool-manni? Eða
asískum manni? Eða konu?
Kæfum þennan hatursfaraldur. Tökum engan séns
á smitum.
Vöndum okkur í orði og á borði.
UPPÁHALDS
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir
RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is
PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
MYND/GETTY
Auður Albertsdóttir, al-
mannatengill hjá Aton JL,
elskar kaffi. Vinnustaðurinn
hennar er í Tryggvagötu
og hefur Auður því þrætt
miðborgina í leit að besta
bollanum. Þessir 5 staðir eru
á toppnum að hennar mati en
hún pantar sér alltaf tvö-
faldan latte.
1 Reykjavík Roasters
Ég geri mér reglulega ferð
í Brautarholtið fyrir kaffið
þarna því það er svo ótrúlega
gott. To go glösin þar eru
líka minni en hjá öðrum sem
gerir þetta einhvern veginn
sérstakara. Ekki spyrja mig
hvernig, less is more og allt
það.
2 Joe and the juice
Það kemur kannski ein-
hverjum á óvart en kaffið á
Joe and the juice er virki-
lega bragðgott. Ljúfur bolli
sem yljar og á einstaklega
góðu verði á morgnana. Ekki
verra að taka með eitt túrm-
erikskot í leiðinni.
3 Te og kaffi
Þarna er gott að vera á
grimmum morgnum. Kaffið
er gott og margt í boði til
þess að grípa með sér ef
maður er svangur. Starfs-
fólkið er líka það ljúfasta á
höfuðborgarsvæðinu, reynið
að benda mér á fúlan starfs-
mann Te og kaffi, sver það,
hann er ekki til.
4 Ida Zimsen
Uppgötvaði þennan stað
nýlega og get svo sannar-
lega mælt með! Gott kaffi og
notaleg stemning, stutt frá
vinnunni minni og eintóm
gleði.
5 Kaffitár
Kaffitárkaffið hefur fylgt
mér í gegnum súrt og sætt
og stendur alltaf fyrir sínu.
Að grípa einn kaffibolla þar
til að taka með í íslenskri
rigningu og bæta jafnvel við
súkkulaðibitaköku gerir alla
daga góða.
KAFFIBOLLARNIR
2 EYJAN 12. JÚNÍ 2020 DV