Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 11
lega hvað er í gangi. Eftir á blasir við mér kristaltært að við hefðum átt að fara út úr þessum rekstri miklu fyrr. Við vorum einhvern veginn heltekin af því að bjarga ein- hverju sem ekki var hægt að bjarga.“ Nýr taktur hjá fjölskyldunni Þóra segir þau í raun hafa hugsað lífið upp á nýtt. „Við biðum algjört skipbrot. Það tók langan tíma og mikla vinnu í að tjasla okkur saman og það er vinna sem tekur á og krefst mikillar sjálfskoð- unar. Að standa frammi fyrir því fertug að þurfa að endur- hugsa allt lífið kostar mikil átök en það er jafnframt eitt það dýrmætasta sem ég hef gert. Við endurhugsuðum allt og skoðuðum vel fortíð okkar og hvernig líf okkar hafði þróast yfir í það sem það var í dag. Við settum fjölskylduna í fyrsta sæti og börnin okkar. Í dag lít ég til baka og er stolt af þessari vegferð og þeirri manneskju sem ég er í dag. Mér finnst ég hokin af reynslu og loksins búin að læra hvað skiptir mestu máli. Að vera í þeirri stöðu að þurfa að vinna á aðfangadagskvöldi ár eftir ár er galið. Sérstaklega þar sem ég var ekki að bjarga mannslífum. Ég var bara að þjóna til borðs, brosa og taka við skömmum frá fólki sem vildi fá matinn strax en þurfti að bíða aðeins lengur því eld- húsið var undirmannað. Á meðan biðu börnin heima í sparifötunum. Það var frekar glatað. Ég tók nokkur ár þar sem ég bókstaflega vann yfir mig og brann upp eins og eld- spýta. Ég var líka alltaf að farast úr samviskubiti yfir því hvað ég var lítið með börn- unum mínum og fannst ég oft versta móðir í heimi,“ segir hún. Takturinn hjá fjölskyldunni allri hefur því breyst mikið á síðustu árum. „Núna nýti ég hvert tækifæri til að vera með börnunum mínum. Mér finnst það óhemju skemmti- legt og þau eru alveg frábær. Þó ég sé móðir þeirra þá ætla ég að halda því fram að þau séu óvenju vel gerðar mann- eskjur,“ segir hún og brosir. „Ég er orðin mjög meðvituð um hvað tíminn með þeim er stuttur. Við erum enn á þeim stað núna að þeim finnst ég enn skemmtileg og finnst gaman að vera með mér.“ Þóra situr með blaðamanni í eldhúsinu heima en skyndi- lega heyrist dularfullt hljóð og hún ákveður að athuga hvort það sé ekki í lagi með Morgan Kane. Hún kemur fljótt aftur, segir hann hafa verið að naga stígvélið sitt en það sé nú komið á öruggan stað. Fékk nett maníukast Foreldrahlutverkið er Þóru hugleikið, svo hugleikið að hún skrifaði bókina Foreldrahand- bókina eftir að hún eignaðist eldra barnið sitt. Bókin kom fyrst út árið 2010, var uppseld í fjölda ára en var gefin út að nýju í fyrra eftir að Þóra bætti við heilmiklu efni. Nýja út- gáfan er um 440 blaðsíður og þetta er því sannkölluð biblía nýbakaðra foreldra. „Ég skrifaði þessa bók í nettu maníukasti sem stóð yfir í tvö ár. Þremur dögum eftir að strákurinn minn fædd- ist uppgötvaði ég að ég vissi hreinlega ekkert hvað ég var að gera og upplifði svakalegan vanmátt. Ég hélt að ég yrði bara mjög flink í móðurhlut- verkinu en fann þarna fyrir miklu óöryggi yfir því hvað ég vissi lítið. Mér fannst allt flókið, þetta óx mér gríðarlega í augum og mér fannst allir kunna miklu betur en ég að vera foreldri. Þetta tímabil er því ekki gott í minningunni.“ Þóra er alin upp af kenn- urum og telur það hafa sitt að segja þegar hún fór markvisst að viða að sér upplýsingum um foreldrahlutverkið. „Ég fór að hringja í vinkonur mín- ar og biðja um ráð og skrifaði allt hjá mér því ég var með FRÉTTIR 11DV 12. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.