Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 17
- merkt framleiðsla
Sveigjanlegar lausnir og fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga.
IÐNAÐAR- OG BÍLSKÚRSHURÐIR
idex.is - sími: 412 1700
Byggðu til framtíðar
með hurðum frá Idex
yfir 30 ára reynsla á Íslandi •
hurðir úr áli — engin ryðmyndun•
hámarks einangrun •
styrkur, gæði og ending — langur líftími •
háþróuð tækni og meira öryggi•
möguleiki á ryðfríri útfærslu •
lægri kostnaður þegar fram líða stundir•
Iðnaðar- og bílskúrshurðir úr áli
Lengri útgáfa af greininni er
aðgengileg á dv.is
EYJAN 17DV 12. JÚNÍ 2020
Björn Jón Bragason birtir í DV þann 6. júní grein undir fyrirsögninni;
„Ómögulegt að skattleggja sig
út úr kreppu“. Þá skoðun má
hann hafa í friði fyrir mér en,
það eru hins vegar tilteknar
fullyrðingar Björns Jóns í áð-
urnefndri grein um hagstjórn-
armistök og slakan árangur
þáverandi ríkisstjórnar í glím-
unni við afleiðingar hrunsins á
árunum 2009–2013 sem ganga
svo þvert á tölulegar og skjal-
festar staðreyndir, eru svo
hrein öfugmæli, að kalla mætti
hirðuleysi að láta þeim ómót-
mælt.
Pólitísk söguskýring
Ætla mætti af sumum sem
reyna að umskrifa söguna
á pólitískum forsendum að
ríkisstjórn áranna 2009–2013
hafi eingöngu beitt skatta-
hækkunum í glímunni við að
bjarga ríkissjóði frá þroti. Það
er öðru nær. Strax vorið 2009
var sú stefna mótuð að fara
blandaða leið tekjuöflunar og
sparnaðar og um leið tekin sú
mikilvæga ákvörðun að hefj-
ast strax handa. Í júní flutti ég
sem fjármálaráðherra frum-
varp um fyrsta stóra aðgerða-
pakkann í ríkisfjármálum sem
fól í sér aðgerðir til að draga
úr geigvænlegum hallarekstri
ríkissjóðs upp á á þriðja tug
milljarða samtals á seinni
helmingi ársins. Sem sagt,
um 50 milljarðar á ársgrund-
velli og síðan fylgdu umfangs-
miklir, en þó smátt og smátt
léttari aðgerðapakkar í næstu
þrennum, fernum fjárlögum.
Í flestum þeirra voru hlutföll
milli tekjuöflunar og sparnað-
araðgerða á svipuðum slóðum
nálægt helmingi hvort.
Viðsnúningur í
ríkisfjármálum
Alger viðsnúningur í ríkisfjár-
málum á kjörtímabilinu 2009–
2013, úr stórfelldum halla sem
á fáeinum árum hefði sett rík-
issjóð á hausinn í nær jöfnuð.
ÁRANGURSRÍK BLÖNDUÐ LEIÐ ÚT ÚR KREPPU
SKOÐUN
Steingrímur J.
Sigfússon
forseti Alþingis
Ágætur hagvöxtur þrjú síðari
ár tímabilsins. Atvinnuleysi
nær helmingaðist á tímabilinu
og ný störf urðu til í takti við
það og reyndar rúmlega, því
eftir hina sögulegu fækkun
landsmanna árið 2009 fjölgaði
fólki öll árin. Ágætis gengis-
og verðstöðugleiki, myndar-
legur afgangur af viðskiptum
við útlönd. Skerðing kaupmátt-
ar frá 2008 að fullu gengin til
baka vorið 2013 og hagkerfið
hafði náð fyrri stærð einu og
hálfu ári síðar.
Lygilega góð staða
Tvennt skal svo áréttað. Eng-
inn má nokkru sinni fara að
trúa því að þetta hafi verið
auðvelt og án fórna. Þrátt fyrir
góðan vilja urðu ýmsir illa úti
og bera enn ör eftir þessa tíma.
Til þess er sárt að hugsa af því
það voru mannanna verk sem
leiddu þessar hörmungar yfir
okkur. Hér var ekki á ferðinni
ósýnilegur óvinur úr ríki nátt-
úrunnar.
Hinu ber svo að halda til
haga að árin eftir stjórnar-
skipti 2013 og allt til þess að
byrinn var tekið að lægja á síð-
asta ári (og þó nú blási á móti)
voru okkur skínandi hagfelld,
og við komin í aldeilis lygilega
góða stöðu miðað við svart-
nættið sem við okkur blasti
2008–9. Þetta skulum við og
eigum við svo sannarlega að
þakka fyrir nú þegar við þurf-
um aftur á öllu okkar að halda.
Höf. er um þessar mundir
forseti Alþingis, en var m.a.
fjármálaráðherra árin 2009-2011,
efnahags- og viðskiptaráðherra
og síðan atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra 2012-2013.
Skráð atvinnuleysi á Íslandi
2009 2010 2011 2012 2013
9%
8%
7%
6%
5%
4%
3%
2%
HEIMILD: VINNUMÁLASTOFNUN
8% 8,1%
7,4%
5,8%
4,4%