Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 14
12. JÚNÍ 2020 DV SVAKALEGUSTU SVIKAMÁL ÍSLANDS ÞEGAR SIÐFERÐI OG SJÁLFSTJÓRN VÍKJA Svik og prettir virðast ekki vera á undanhaldi nema síður sé. Hér gefur að líta nokkur um­ deildustu svikamál síðustu ára hérlendis. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Sóley Guðmundsdóttir soley@dv.is Tvö alvarleg mál hafa komið upp síðastliðnar vikur þar sem konum er gefið að sök að hafa ann- ars vegar villt á sér heimildir með háskalegum hætti, í svo- kölluðu bakvarðarmáli, og hins vegar stolið umtalsverð- um eigum og tugum milljóna af heilabiluðum systrum. Þegar rifjuð eru upp nokk- ur af þeim svikamálum sem komið hafa upp síðastliðin ár kemur orðið siðblinda upp í hugann. Algengt er að brotið sé á eldra fólki, veikum eða þeim sem lítið þekkja til í til- teknum geira sem svikarinn gerir sér upp sérfræðikunn- áttu í. „Gerendur vita að þeir eru að brjóta af sér en rétt- læta það fyrir sjálfum sér á margvíslegan hátt,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófess- or í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur. Jarðvegur fyrir svik og pretti „Fjársvik, prettir eða fals- anir sýna okkur að afbrot eru ekki bara bundin við fátækt, erfiða æsku eða misnotkun áfengis- og vímuefna. Brot af þessu tagi koma upp í öllum þjóðfélagshópum, bæði hjá konum og körlum, ríkum og fátækum. Mestu máli skiptir hvort tækifæri eða aðstaða til auðgunarbrota sé fyrir hendi, hvort aðgæsla eða eftirlit sé nægjanlegt og brotavilji ger- enda til staðar. Ef allir þessir þrír þættir koma saman skap- ast jarðvegur fyrir svik og aðra pretti. Margir eru í aðstöðu til að svíkja eða stela en gera það ekki jafnvel þótt freistingin geti verið mikil. Siðferði við- komandi eða sjálfstjórn er klárlega hindrun sem dregur úr brotavilja margra. Ef brota- vilji er til staðar eru óvarðar eignir alltaf í hættu. Ófull- nægjandi eftirlit og verðmæti á glámbekk bjóða því hættunni heim.“ Helgi segir brýnt fyrir sam- félagið að efla aðgæslu með verðmætum til að loka á tæki- færi til auðgunarbrota og annarra svika. „Hver og einn borgari verður að gæta að sínu og hið opinbera þarf að tryggja eftirlit með starfsemi sinni og eignum. Áreiðanlegt réttar- vörslukerfi við uppljóstrun brota, skilvirk málsmeðferð og viðurlög við hæfi einkenna traust réttarríki. Ef litlar líkur eru á að upp um brotin komist skipta harðar refsingar í raun litlu. Á sama hátt þarf oft ekki þungar refs- ingar ef miklar líkur eru á að brotin upplýsist út af skömm og fordæmingu sem brotin ein- att valda gerendum. Ef málin bíða lengi í kerfinu er einnig hætta á að dragi úr fælingar- mætti refsinga. Öll fjársvika- mál sem upp koma bera svip- mót af þessum einkennum eða skorti á þeim með einum eða öðrum hætti.“ n STÓRA IKEA-MÁLIÐ Stóra Ikeamálið komst fyrst í fréttir árið 2013 en talið er að svikin hafi getað staðið frá árinu 2007. Svikarar skiptu um strikamerki á vörum þannig að strikamerki af ódýrari vörum voru sett yfir strika- merki á vörum sem voru dýrari. Greiddu svikararnir fyrir ódýrari vörurnar, skiluðu síðan vörunum með upprunalega strikamerkinu á og fengu endurgreitt í peningum. Á þessum tíma þurfti ekki að sýna kassakvittun þegar vörum var skilað til Ikea. Nú hefur skilareglum verið breytt svo framvísa þarf kassakvitt- un við vöruskil þrátt fyrir að aðeins ein Ikea-verslun sé á landinu. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Ikea, Þórarinn Ævarsson, sagðist halda að kostnaður fyrirtækisins vegna svikanna hafi verið um 10 milljónir króna. Sá sem braut oftast af sér með þessum hætti gerði það 43 sinnum en dæmi eru um að slík svik hafi átt sér stað þrisvar sama daginn. FAGURGALI SIGURÐAR Svik Sigurðar Kárasonar ná aftur til ársins 1986 þegar hann rak tívolíið í Hveragerði. Í september 1989 var Sigurður dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjár- svik og fyrir að hafa haldið eftir vörslufé af launum starfsmanna tívolísins og Hótel Borgar sem hann átti hlut í. Árið 1998 sveik hann 30 milljónir út úr Alzheimerssjúkri konu á ní- ræðisaldri. Árið 2014 var Sigurður sakaður um að hafa svikið á annað hundrað milljónir króna út úr sex- tán einstaklingum á árunum 2006 til 2010. Sigurður fékk fólkið til að leggja inn á sig pening sem hann sagðist ætla að ávaxta fyrir það. Talið er að Sigurður hafi notað peningana til að greiða eldri skuldir og til eigin framfærslu. Sigurður hlaut ekki dóm í því máli en saksóknari málsins sagði við aðalmálsmeðferð að mun fleiri hefðu verið undir í rannsókninni þó að ekki hefðu allir viljað kæra. Hann sagði einnig að í mörgum tilvikum hefði Sigurður sótt að fólki sem átti ekki peninga. En með einhverjum hætti tókst honum að fá það til að skuldsetja sig upp í rjáfur hjá banka sínum og færa honum peningana. Sigurði er almennt lýst sem miklum fagurgala og hann hafi með ótrú- legum hætti náð að tala fólk til til að láta allt sitt af hendi, og gott betur. MYND/GETTY MYND/ERNIR 14 FRÉTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.