Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 24
TÍMAVÉLIN E nn eitt æðið hefur grip­ið um sig á höfuðborg­arsvæðinu – svokallað „brúnkuæði“. Það þýðir að landsmenn fara nú að hætta að kaupa sér sólarlandaferð fyrir mörg hundruð þúsund – en fara þess í stað á snyrti­ stofur bæjarins, liggja í ljósa­ lampa í svo sem tíu skipti og eftir það er vart hægt að sjá mun á svertingja og Íslend­ ingi.“ Svo segir í frétt sem birtist í Dagblaðinu þann 19. maí 1980. Þá höfðu ljósabekk­ irnir náð miklum vinsældum hér á landi. Áður höfðu ljósa­ lampar notið töluverðra vin­ sælda, en þarna 1980 var um nokkurs konar byltingu að ræða þar sem nýir ljósa­ bekkir áttu að gera manni kleift að verða kaffibrúnn, án þess að brenna. Sagðir hollari en sólin Bekkirnir voru sagðir holl­ ari en sólin og sólarlampa­ bað var talið vinna bug á vöðvaverkjum, gigt og ýmsum húðvandamálum og mælt var með því að mæta í um tíu skipti til að ná fram sem bestri brúnku og húð­ krabbamein var frekar rakið til sólarlandaferða en ljósa­ bekkjanotkunar. „Það eru útfjólubláir geisl­ ar í þessum lampa en þeir eru jú líka í sólinni suður á Mall­ orca. Ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið húðkrabba af völdum ljóslampa. Þessi lampi er mjög góður t.d. fyrir húðsjúkdóma,“ sagði snyrti­ fræðingur í samtali við Dag­ blaðið. Þar sem sólin ekki skín Í kjölfar umfjöllunar Dag­ blaðsins barst erindi frá lesanda sem lýsti neikvæðri reynslu af ljósabekkjum: „Eftir að ég hafði farið í þrjá tíma án þess að sjá nokkurn mun á mér greip mig þessi hræðilegi kláði um allan líkamann [...] Nú hafa þrjár vinkonur mínar lent í þessu sama og ein fékk „Hann fer í ljós þrisvar í viku, og mætir reglulega í líkamsrækt“, var sungið hér á níunda áratug síðustu aldar enda hafði þá brúnkuæði gripið Íslendinga sem vildu líta út eins og vel elduð lamba- steik árið um kring. Ljósa- bekkirnir höfðu borist til landsins og var lítið vitað um skaðsemi þeirra. Ljós þrisvar í viku Skaðsemi ljósabekkja er á almannavitorði í dag, en fyrir 40 árum gekk fyrsta ljósabekkjaæðið yfir landið og þóttu þeir þá jafnvel heilsusamlegri en sjálf sólin. Þeir voru ófáir sem skelltu sér í ljósabekk á árum áður. MYND/TIMARIT.IS Vinsældir ljósabekkja urðu fljótt gífurlegar. MYND/TIMARIT.IS hrikaleg útbrot um allan lík­ amann.“ Annar lesandi steig þá strax fram, ljósabekkjunum til varnar: „Nú hef ég farið í átta tíma og er orðin dökkbrún. Ég fékk aðeins kláða á þá líkamsparta sem sól hafði aldrei skinið á, en það lagaðist fljótt.“ Hræðilegur sársauki Fjórum árum síðar voru vin­ sældir ljósabekkjanna enn gífurlegar. Lesandi DV lýsti þó hræðilegri reynslu sinni af slíkum bekkjum eftir að hafa farið í ljósatíma með augnlinsur. „Þetta er einn mesti sárs­ auki sem ég hef upplifað. Ég fór í ljós á miðvikudagskvöldi og var með linsurnar og hlífðargleraugu. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem ég fór að finna fyrir sársauka í auganu og vaknaði síðan upp á föstudagsmorgni svo kvalin að ég man varla eftir því að hafa keyrt upp á heilsugæslu­ stöð. [...]. Ég kem aldrei til með að geta notað linsur framar þar sem ég er með ör á himnunni eftir brunann og linsurnar pirra mig.“ Tvítugi töffarinn Auðbjörn Ljósaæðið magnaðist frá 1980 og sólbaðsstofur spruttu upp eins og gorkúlur úti um allt land. Fólk auglýsti eftir „félögum“ til að geta í sam­ einingu keypt ljósabekki til einkanota og sólbaðsstofur þóttu álitleg fjárfesting. Sól­ baðsstofur voru stundum reknar í heimahúsum og reyndist erfitt að hafa eftirlit með þeim. Ljósaæðið skilaði sér svo eftirminnilega inn í dægurlagaflóru landsins þegar Bítlavinafélagið söng um hann Auðbjörn, tvítugan töffara sem fer í ljós þrisvar í viku og mætir reglulega í líkamsrækt, árið 1986. Þrálátur orðrómur um flatlús Sólbaðsstofur á landinu urðu svo margar að talið var að Íslendingar ættu met í fjölda slíkra stofa, miðað við höfða­ tölu. Yfirvöld reyndu að grípa inn í æðið og reglubinda rekstur sólbaðsstofa og tryggja hreinlæti á slíkum stofum og gæði bekkjanna og peranna sem í þá voru notaðar. Oft bárust fréttir af ólöglegum perum sem sólbaðsstofur stærðu sig af sem voru taldar gefa frá sér skaðlega geislun og sögur um að stofum væri lokað þar sem skortur var á hreinlæti. Þekking starfsmanna var takmörkuð og í einhverjum tilvikum var viðskiptavinum ráðlagt að fara ekki í sturtu eftir ljósatíma, „til að skola ekki sólbrúnkuna af“. Snemma fór líka af stað þrálátur orðrómur um að flatlús smitaðist með ljósa­ bekkjum sem erfitt reyndist að kveða niður. Aukin tíðni húðkrabbameins Strax 1984 voru læknar farn­ ir að lýsa áhyggjum sínum af mikilli aukningu á húð­ krabbameini, en flestir sjúkl­ inganna áttu það sameigin­ legt að hafa notað ljósalampa. Var talað um að fjölgun væri allt að fimmföld miðað við árin þar á undan. „Í flestum tilfellum er um að ræða ungar konur, sem hafa notað sóllampa, fer ekki hjá því að mann gruni að þarna á milli sé orsakasam­ band [...] Það hlýtur að vera svo, enda veit ég ekki hvort þessi mikla sóllampanotkun hér á landi á sér nokkurs staðar hliðstæðu,“ sagði Árni Björnsson læknir í samtali við Morgunblaðið árið 1984. Eigendur sólbaðsstofa æfir Eigendur og rekstrarað­ ilar sólbaðsstofa urðu æfir eftir fréttaflutning um hættur ljósabekkjanna, enda minnkaði aðsókn í bekkina umtalsvert, og héldu þeir fjölmennan fund þar sem talað var um „órökstuddan áróður fjölmiðla gegn sól­ baðsstofum“. Einn eigandi sólbaðsstofu sagði í samtali við Morgunblaðið eftir áður­ nefndan fund: „Ljósin eru eitt af því sem gerir líf fólks hér á landi þægilegra, heilbrigðara og skemmtilegra, líkt og sund­ laugar, gufuböð og fleira sem okkur Íslendingum veitir ekki af til að láta okkur líða betur í skammdeginu. Það væri áfall fyrir fólk ef það yrði svo hrætt við að fara í ljós að það hætti því og missti fyrir vikið af þeirri hollustu og slökun, sem ljósaböð veita, séu þau stunduð í hófi.“ Enn fara menn í ljós Hættur ljósabekkja eru okk­ ur vel kunnar í dag. Engu að síður eru margir sem enn fara í ljós, en gæta þá von­ andi að öryggi sínu og nota sólarvörn og leggja stund á þetta í hófi. Vinsældirnar eru þó ekki nærri því eins miklar og þær voru á níunda áratugnum. Auðbjörn fer lík­ lega ekki lengur í ljós þrisvar í viku og mætir alveg örugg­ lega ekki lengur í Hollywood um helgar. n 24 FÓKUS 12. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.