Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 36
36 STJÖRNUFRÉTTIR 12. JÚNÍ 2020 DV OF STÓR JAKKAFÖT Stór jakkaföt forsetans hafa ítrekað fangað athyglina og er hann jafn- vel talinn hafa haft áhrif á tískustrauma með þessu sérlega dálæti sínu á of stórum jakkafötum. Slík föt rötuðu ítrekað á tískupalla eftir að Donald Trump fór að ganga í þeim. Ein þeirra sem hafa skartað slíkum klæðnaði er Kim Kardashian en hún er stórvinkona forsetans umdeilda. Á meðfylgjandi mynd má sjá að skálmarnar á buxum forsetans eru víðari en gengur og gerist á jakkafatabuxum. BINDIN Eitt af einkennum Trumps eru bindin hans. Hann er iðulega með rautt bindi en skiptir því stundum út fyrir blátt. Það sem vekur gjarnan athygli við bindin er hvað þau eru síð. Þumalputtaregla við notkun á hálsbindi er að það á ekki að ná niður fyrir buxnastreng. Það hefur gleymst að láta for- setann vita. HOLA Í HÖGGI Trump í einhverju öðru en jakka- fötum er sjaldséð sjón. Hann stundar einstaka sinnum golf og skellir sér þá í golffötin. Hann virðist halda sig við frekar stórar stærðir, sama hverju hann klæð- ist. MYNDIR/GETTY MYND/ALLURE MYND/ALLURE APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN Brúnkuslys er eit thvað sem maður hefur ekki tengt beint við forseta Bandaríkjanna. Donald Trump breytti því rækilega og hefur tekist að klúðra notkun á brúnkukremi – ítrekað. Hann myndi líklega kalla það falsfréttir en við leyfum okkur að benda á að hann ætti að þiggja aðstoð förð- unarfræðings næst þegar hann hyggst fríska upp á útlitið. HÁRIÐ Á TRUMP HEFUR NÍU LÍF Trump hefur skartað ótalmörgum hárgreiðslum í gegnum tíðina. Þunnt hárið hefur ýmist verið greitt aftur á bak eða verið gult. Myndir segja meira en þúsund orð. M YND/GETTY NÝTT ÚTLIT Nýjasta hárgreiðsla Donalds Trump er líklega sú besta fyrir hann. Glöggir áhorfendur sem horfðu á blaðamannafundi forsetans í sambandi við CO- VID-19 tóku eftir því einn daginn að hann var kominn með nýja hárgreiðslu enn eina ferðina. Gula andlitið og háraliturinn fengu loks að víkja fyrir náttúrulegu útliti sem átti að ljá forsetanum valdsmannslegra yfirbragð. MYND/AP MYND/WIREIMAGEMYND/AP TRYLLT TÍSKA TRUMPS VEKUR TÖLUVERÐA ATHYGLI Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, hefur vakið athygli fyrir margt annað en störf sín sem forseti síðustu ár. Hann hefur oft komist í fréttirnar fyrir útlit sitt, þar sem hárgreiðslan, fatastíll- inn og dálæti hans á brúnkukremi hefur gjarnan stolið senunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.