Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 12. JÚNÍ 2020 DV svo mikla brjóstaþoku að ég mundi ekki neitt. Ómeðvitað hringdi ég síðan í þær til skiptis þannig að engin þeirra fattaði hvað ég vissi í raun lítið. Allt í einu var ég síðan komin með gríðarlega mikið af skrásettum upplýsingum. Þar sem ég vissi hvað þessar upplýsingar hefðu skipt miklu fyrir mig fannst mér ekki annað koma til greina en að deila þessu áfram. Ein hug­ myndin var að búa til bækling, jafnvel prenta og dreifa sjálf á heilsugæslustöðvar.“ Pabbar fá líka fæðingarþunglyndi Hún fylltist svo eldmóði, leitaði til fjölda sérfræðinga sem allir vildu gjarnan deila upplýsingum, og fékk for­ eldra með ólíka reynslu að baki til að segja frá í bók­ inni. „Reynsla okkar allra er svo misjöfn og þarna birtist gjarnan ólík sýn á sama hlut­ inn. Fyrir mér var það mikil­ vægt til að nýbakaðir for­ eldrar gætu séð að það er ekki endilega nein ein rétt leið. Mér leiðist líka þegar það er verið að fela sannleikann. Þegar ég var ólétt að fyrra barninu mínu las ég bandaríska bók um brjóstagjöf þar sem stóð orðrétt: „Brjóstagjöf getur verið ögn óþægileg.“ Þetta er rétt í huga sumra kvenna, margar konur upplifa brjósta­ gjöfina sem algjöran draum en fyrir öðrum er þetta virki­ lega erfitt og sársaukafullt. Ég trúi því að fólk sé betur í stakk búið til að takast á við erfiðleika ef það hefur fengið viðeigandi upplýsingar. Sæng­ urkvennagrátur er annað atriði sem oft er ekki talað hreinskilnislega um. Ég hafði lesið að á þriðja degi eftir fæð­ ingu gæti ég farið að skæla og orðið meyr fyrir móðurhlut­ verkinu. Staðreyndin er að það verður algjör umpólun á hor­ mónakerfinu hjá nýbökuðum mæðrum og því verða þær oft viðkvæmari en ella. Ég fjalla líka um alls konar atriði sem fólk hugsar oft ekki út í, eins og af hverju naflastrengurinn er einmitt svona langur eða af hverju geirvartan er einmitt eins og hún er. Það eru rök­ réttar skýringar á þessu öllu. Minn draumur var að búa til bók þar sem nýbakaðir for­ eldrar gætu á einfaldan hátt flett upp hverju sem er sem tengist þeirra nýja hlutverki og barninu þeirra.“ Þrátt fyrir að bókin hafi verið uppseld í mörg ár vildi Þóra ekki láta endurprenta hana nema endurbæta hana líka. Nú, tíu árum eftir fyrstu útgáfu, hefur heilmikið bæst við. „Ég komst ekki til þess að sinna þessu verkefni vel fyrr en fyrir um þremur árum. Þá hellti ég mér út í þetta af fullum þunga, ég henti út efni sem mér fannst ekki lengur passa og bætti við nýju efni. Ég fékk líka sérfræðinga til að lesa yfir til að tryggja að ekk­ ert væru úreltar upplýsingar. Pabbar fá líka meira pláss í nýju útgáfunni. Pabbar geta til að mynda fengið fæðingar­ þunglyndi en það hefur ekki verið hávær umræða um það. Auðvitað getur fólk gúgglað en það eru misáreiðanlegar upplýsingar á netinu. Þarna eru allar upplýsingar á einum stað og mjög þægilegt fyrir mæður með brjóstaþoku að fletta upp í einni og sömu bókinni.“ Glasabarnið og óvænta barnið Þóra segir að eftir að þau Völli gengu í hjónaband hafi þau ákveðið að hella sér út í barneignir. „Enda fannst mér ég vera orðin rígfullorðin, rétt rúmlega þrítug. Það var því ekki eftir neinu að bíða og ég hugsaði um fátt annað. Eftir margra mánaða tilraunir ákvað ég að láta tékka á mér því ég hugsaði sem svo að ef það væri eitthvað ekki í lagi þá væri eins gott að díla við það strax. Ég var greind með endómetríósu og úr varð að ég fór í glasameðferð. Ég var svo heppin að það gekk strax í fyrstu tilraun sem var algjört kraftaverk. Svo kom Móa tveimur árum seinna – algjör­ lega óplönuð og eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það er lækn­ isfræðileg skýring á því en blæðingarhléið sem verður á meðgöngu og í brjóstagjöfinni gefur líkamanum tækifæri á að vinna á endómetríósunni sem eykur frjósemi á ný og úr varð Móa. Ég er kannski ekki með þetta 100% rétt út­ skýrt en það er svo algengt að fólki sem glímir við ófrjó­ semi sé sagt að fá sér hund eða hætta að hugsa um þetta. Það er algjörlega óþolandi og vissulega fékk ég mér hund en það þurfti töluvert meira til að verða ófrísk.“ Hún segir samband hennar og Völla hafa þróast og styrkst í gegnum árin, það gangi í raun alltaf betur og betur. „Ég hafði ekki áttað mig á því að ást gæti breyst og stækkað og orðið svo miklu meira. For­ eldrar mínir hafa verið giftir í 44 ár. Ég hafði því fyrir­ myndina en var ekki búin að öðlast skilninginn. Það var eitt sinn sagt við mig að til að hjónaband gæti gengið upp þá þyrftu hjónin að vera meistar­ ar hvort annars og bæta hvort annað upp. Ég held að það sé lykillinn að okkar hjónabandi. Við erum bæði afskaplega langt frá því að vera fullkom­ in en höfum náð þessu jafn­ vægi. Ég held líka að börnin okkar séu góður vitnisburður um að okkur var ætlað að vera saman.“ Alein á Jökulsárlóni Í sumarfríinu reiknar Þóra með að fjölskyldan verði á flandri innanlands. „Lang­ þráður draumur minn rættist í byrjun maí þegar við leigð­ um okkur húsbíl. Ég reikna með að við gerum það aftur í sumar. Það má segja að ég sé með húsbílablæti. Eftir á fannst okkur fyndið að eftir níu vikur innilokuð saman að við skyldum þá ákveða að fara í ferðalag öll saman innilokuð í enn minna rými. Þetta var algjörlega dásamlegt og sann­ kölluð minningasköpun. Mér finnst þetta húsbílaferðalag í raun vera eitt það svalasta sem ég hef gert og mig dauð­ langar að við fjölskyldan fáum okkur samstæða jogginggalla. Áður en við ferðuðumst um landið tókum við prufurúnt um Snæfellsnesið. Ég hef ferðast mikið um landið og á mjög góð útivistarföt. Eftir þennan fyrsta rúnt pakkaði ég hins vegar upp á nýtt og fór bara í jogginggalla því þegar maður er húsbílakona þá er maður í þægilegum fötum.“ Þeim fannst þau nánast vera einu ferðalangarnir á Íslandi í vor, og kannski voru þau það. „Síðustu ár hef ég oft ætlað að fara að Seljalandsfossi en aldrei fengið bílastæði. Nú vorum við ein þar og gerð­ um ekki annað en að taka myndir. Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við líka ein og lögðum eins og fautar til að hafa sem best útsýni úr húsbílnum. Þetta var svona „Palli var einn í heiminum á Jökulsárlóni“. Þarna voru bara við og nokkrir selir. Lík­ lega vorum við þar í tvo, þrjá klukkutíma. Þetta var alveg súrrealísk reynsla miðað við stöðuna síðustu ár þar sem allt er krökkt af ferðamönnum. Við reiknum alveg með því að það verði margir Íslendingar á ferðinni um landið í sumar en okkar plan er að ferðast meira um landið okkar. Við ætlum sem fjölskylda að búa til enn fleiri góðar minningar.“ Og nú fær Morgan Kane að fara með. n Að vera í þeirri stöðu að þurfa að vinna á aðfanga- dagskvöldi ár eftir ár er galið. Labradorhvolpurinn Morgan Kane er nýjasti meðlimur fjölskyldunnar. Þegar mest var átti fjölskyldan sex hunda. MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.