Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15DV 12. JÚNÍ 2020 SÖKUÐ UM STÓRFELLD SVIK Í GARÐ HEILABILAÐRA SYSTRA Í síðustu viku var gefin út ákæra á hendur Rocio Bertu Calvi Lozano og eiginmanni hennar fyrir að féfletta tvær systur á tíræðisaldri sem báðar eru með heilabilun. Er Rocio gefið að sök að hafa dregið að sér fé og numið á brott ýmsar eignir í eigu systranna yfir nokkurra ára tímabil. Hreiðar Gunnlaugsson, eiginmaður Rocio, er ákærður fyrir að hafa tekið við, geymt og nýtt ávinning af brotum konu sinnar. Málið þykir sér- staklega óhuggulegt þegar horft er til veikinda systranna. Í ákærunni kemur fram að yngri systirin hafi búið og starfað í Bandaríkjunum stóran hluta ævi sinnar en flutt aftur til Íslands árið 2006 og verið lögð inn á heilbrigðis- stofnun vegna heilabilunar. Einnig kemur fram að erfitt hafi reynst að taka skýrslu af systurinni árið 2017 þegar fyrst vöknuðu grunsemdir um meintan fjárdrátt. Yngri systirin tapaði fljótt þræðinum svo skýrslu- takan varð að engu. Fyrstu grunsemdir um heila- bilun eldri systurinnar komu fram árið 2011 þegar hún mætti ekki í minnispróf. Árið 2017 kom í ljós að hún var Alzheimer-sjúkdóm á háu stigi. Rannsakendur gerðu tilraun til að taka skýrslu af henni 2017 vegna grunsemda um fjárdrátt en hún gat ekki haldið uppi almennum samræðum, segir enn fremur í ákærunni. Systurnar eiga engin börn svo auðveldara reyndist að halda meintum fjárdrætti leyndum fyrir þeim er tengdust systrunum. Það var því fyrst fyrir þremur árum að grunsemdir vöknuðu hjá ættingjum þeirra. Heildarfjárhæðin sem Rocio er talin hafa stolið nemur nærri átta- tíu milljónum króna. Saksóknari gerir meðal annars kröfu um að húseign hjónanna, Audi Q7-jeppi og listmunir eftir Ásmund Sveinsson, Jóhannes Kjarval og Einar Jónsson verði gerðir upptækir. BAKVARÐARMÁLIÐ Anna Aurora Waage Óskarsdóttir er grunuð um að hafa svindlað sér inn í bakvarðasveit Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða með því að framvísa fölsuðum gögnum um menntun sem sjúkraliði. Anna Au- rora skráði sig í bakvarðasveit heil- brigðisþjónustunnar í tengslum við COVID-19 og var send til Bolungar- víkur til að starfa á Hjúkrunar- heimilinu Bergi. Eftir stutta dvöl á Bergi var Anna fjarlægð af lög- reglu. Mál Önnu Auroru liggur hjá héraðssaksóknara þar sem tekin verður ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Listi yfir starfsheiti sem Anna hefur tekið sér samkvæmt heimild- um DV er langur. Anna Aurora virð- ist hafa verið og/eða sagst vera eftirfarandi og ótal margt fleira til: Sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur, læknir, rét tarmeinafræðingur, afbrotafræðingur, framkvæmda- stjóri, vörubílstjóri, lögfræðingur, ökutækjasali, ráðgjafi í skatta- málum og rekstrarráðgjöf, ferða- sali og ferðaskipuleggjandi. BJÁLKAMÁL ÁRNA JOHNSEN Árni Johnsen, fyrrverandi al- þingismaður, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi, mútuþægni og rangar skýrslur til yfirvalda. Árið 2001 kom í ljós að Árni, sem þá var nefndarmaður í byggingarnefnd Þjóðleikhússins, hafði notað varning sem keyptur var fyrir Þjóðleikhúsið til bygg- ingar á bjálkahúsi sínu í Vest- mannaeyjum. Árni hlaut uppreist æru árið 2006. MARINÓ SKIPSTJÓRI Svikarinn Marinó Einarsson átti sér margar hliðar. Á hestamótum er- lendis kynnti hann sig iðulega sem Marinó Bárðarson, bróður Sigur- bjarnar Bárðarsonar, margverð- launaðs knapa. Þannig stóðu honum allar dyr opnar. Marinó átti það til að villa á sér heimildir til að ganga í augun á konum. Hann kynnti sig um tíma með nafni skipstjóra á einum aflamesta togara landsins. Hann bætti því við að hann væri sonur lát- ins skipstjóra úr Vestmannaeyjum. Þá sagði hann að konan hans hefði látist eftir að hafa ekið í höfnina í Vestmannaeyjum þar sem naum- lega náðist að bjarga ungu barni þeirra. Hann náði að heilla konu og kynntist foreldrum hennar sem ráku þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveg. Hann fékk þau til að framleiða fyrir sig dýra hluti. Svo komu þau upp um svikin, Marinó flúði af heimilinu og sagðist vera að fara í kvöldverð með sjávarútvegsráðherra. Hann flúði þá upp á Skaga þar sem hann hélt áfram að kynna sig sem skip- stjóra á aflaskipi frá Vestmanna- eyjum. Skagamenn komust fljótt að svikum Marinós. Flúði hann vestur á firði þar sem hann var orðinn skip- stjóri á öðru aflaskipi og hélt hann áfram að heilla konurnar. Eftir að Vestfirðingar komust að svikum hans breytti hann um stíl á svikum sínum. Hann hætti að vera skipstjóri frá Vestmannaeyjum og sneri sér að hrossaviðskiptum á Suðurlandi. Eitt haustið réð hann sig sem dönsku- kennara í grunnskóla á Suðurlandi. Hann sagðist vera danskur og bar danskt nafn. Hann kunni þó lítið meira í dönsku heldur en börnin sem hann kenndi. Athygli vakti hversu góðum tökum hann hafði náð á ís- lensku þrátt fyrir að hafa búið á landinu í stuttan tíma. Marinó bjó um tíma í Noregi. Þar bar hann nafnið Guðmundur Ólafsson og sagðist vera heila- og taugaskurð- læknir. Hann flutti svo til Filippseyja þar sem hann lést árið 2011. BRASK OG BRALL-SVIKARINN Jón Birkir Jónsson sveik árið 2018 pening út úr fjölda manns í gegnum Facebook-hópinn Brask og brall og í gegnum vefsíðuna bland.is. Aug- lýsti hann þar alls kyns varning til sölu. Hann fékk kaupendur til að millifæra peninga inn á sinn reikn- ing en afhenti aldrei varninginn. Meðal þess sem Jón auglýsti til sölu var iPod Nano, miðar á tónleika með hljómsveitinni Dimmu, dekk, gírkassi, rúm og bifreið. Jón Birkir var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir brot sín og til að greiða sakar- kostnað upp á tæpa milljón. Sakaferil hans má rekja allt til ársins 2006 en árið 2009 var hann dæmdur fyrir skjalafals, ránstil- raun, brot gegn valdstjórninni, hótanir og umferðarlagabrot. MAGNÚS „SILICON“ Magnús Ólafur Garðarsson er fyrrverandi forstjóri kísilverk- smiðjunnar United Silicon. Stjórn félagsins kærði Magnús vegna gruns um stórfelld auðgunar- brot og skjalafals. Hlaupa upp- hæðirnar sem rannsóknin snýst um á hund ruðum milljóna. Magnúsi Ólafi er gefið að sök að hafa stofnað erlent gerviverk- tökufélag til að draga sér fé, fals- að reikninga til að dylja brot sín, brotið gegn lögum um bókhald og ársreikninga og gert tilraun til að villa um fyrir skiptastjóra. Í bland við auðgunarbrotin, sem enn eru til meðferðar innan dómskerfis- ins, hefur Magnús verið dæmdur fyrir ofsaakstur á Teslu-bifreið sinni með þeim afleiðingum að annar bíll endaði utanvegar og ökumaður slasaðist. SÚKKULAÐISVINDLARINN Karl Olgeirsson, starfsmaður hjá Nóa-Síríus, laug til um hörmungar innan fjölskyldunnar árið 2000. Söfnun var set t af stað til að hjálpa manninum í gegnum hörm- ungarnar. Svikin byrjuðu á því að súkkulaðisvindlarinn laug því að vinnufélögum að dóttir hans hefði slasast alvarlega í bílslysi og berð- ist fyrir lífi sínu á spítala í Svíþjóð. Viku síðar kom hann til vinnu og tilkynnti að móðir hans hefði fallið skyndilega frá. Stuttu síðar átti dóttir hans að hafa látist eftir bíl- slysið í Svíþjóð. Í öllum hörmung- unum ákvað súkkulaðisvindlarinn að segja frá því að hann saknaði síðari eiginkonu sinnar sem lést úr krabbameini eftir átta mánaða hjónaband þeirra. Starfsfólki Nóa- Síríus fannst nóg komið og ákvað að efna til söfnunar fyrir manninn. Mörg hundruð þúsundum var safn- að. Það fóru að renna tvær grímur á samstarfsfólk hans þegar móðir hans var jörðuð í skyndingu. Farið var að grennslast fyrir um meinta jarðarför. Kannaðist enginn við um- rædda konu og ekki var á dagskrá að jarða einhverja með nafni henn- ar. DV hafði samband við súkku- laðisvindlarann á sínum tíma og viðurkenndi hann brot sín. „Ég verð að leita mér hjálpar. Þetta er eitt- hvað sjúklegt sem ég ræð ekki við. Mig vantaði peninga og því spann ég söguna upp,“ sagði súkkulaði- svindlarinn, sem leitaði sér í kjöl- farið meðferðar við lygasýki. IPHONE OG LÍFVARÐARSVINDLIÐ Árið 2013 fékk Halldór Viðar Sanne fjölda fólks til að kaupa iPhone á raðgreiðslum í Danmörku sem hann ætlaði svo að selja fyrir hærra verð. Halldór hirti alla símana, seldi þá og hirti peninginn. Hann fékk um 110 milljónir króna fyrir söluna. Flest fórnarlömbin voru íslenskir náms- menn í Danmörku. Halldór auglýsti einnig lífvarða- námskeið sem fara átti fram í Kaup- mannahöfn. Fjölmargir skráðu sig á námskeiðið og greiddu fyrir það 400.000 krónur. Námskeiðinu var sífellt frestað og að lokum varð ekkert úr því. Árið 2017 var Halldór settur í gæsluvarðhald, grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði. Halldór hefur einnig notast við nafnið Aldo Viðar Bae. MYND/EYÞÓR MYND/ANTON MYND/VALLI MYND/TIMARIT.IS MYND/TIMARIT.IS MYND/TIMARIT.IS MYND/TIMARIT.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.