Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 21
foreldra sinna sé mjög gott. „Ég og mamma erum mjög nánar og erum bestu vinkon- ur,“ segir Sif. „Ég er núna búin að vera heima hjá foreldrum mínum í Boston undanfarna tvo mán- uði. Ég man ekki hvenær ég var síðast svona lengi heima,“ segir Sif, sem talar íslensku þrátt fyrir að hafa aldrei dval- ið lengi á Íslandi í einu. Uppgötvuð af vinkonu sinni Sif hefur getið sér gott orð sem fyrirsæta og byrjaði að sitja fyrir sextán ára. Hún hefur farið víða um heim vegna vinnunnar. Hún hefur margsinnis farið í verkefni til Suður-Ameríku og búið tímabundið í Sydney, París og Miami. „Ég byrjaði þegar ég var sextán ára. Bróðir bestu vin- konu minnar á umboðsskrif- stofu og vinkona mín var alltaf að biðja mig um að hitta hann. Ég hafði aldrei hugsað mér að verða fyrirsæta og hafði satt að segja lítinn áhuga á því. Ég var með önnur plön í huga en ákvað að hitta bróður hennar. Í kjölfarið fórum við mamma til bróður hennar og eiginkonu hans í Flórída. Þar fór ég í fyrstu myndatökuna og hef ekki litið til baka síð- an. Ég fann það strax að þetta væri eitthvað fyrir mig,“ segir hún. Sif hefur verið á forsíðum Elle og Harper’s Bazaar, L’Officiel, Trend Prive og Numero, og auk þess setið fyr- ir í tískuþáttum í tímaritum á borð við Maire Claire, Hola, og Miami Couture. Mismunandi týpur af fyrirsætum Ævintýrið byrjaði í Miami. Þar var hún í þrjá mánuði að læra að vera fyrirsæta. Sif þurfti að tileinka sér færni í að fara í prufur (e. castings) og vinna fyrir hönnuði. „Það gekk ekkert mjög vel ef ég á að vera hreinskilin. Það var ekki fyrr en ég flutti til LA og fékk betri umboðsskrifstofu að ég fékk fleiri verkefni.“ Sif segir að þetta snúist að miklu leyti um gott vinnusið- ferði. Hún segir að það séu gjarnan þrjár týpur af fyrir- sætum. Fyrsti hópurinn, sem hún tilheyrir, eru fyrirsætur sem hafa virkilegan áhuga á starfinu og leggja sig allar fram. Annar hópurinn eru þær sem hafa átt erfitt uppdráttar og sjá þetta sem leið til að koma sér úr slæmum aðstæð- um. Svo er það þriðji hópurinn. „Það eru sumar fyrirsætur sem vilja bara láta punta sig og vera fínar. Alltaf seinar í vinnuna og ókurteisar,“ segir hún og bætir við að það skipti máli að koma vel fram við alla. „Allir sem koma að tökunni eru liðsheild,“ segir hún. Áreitt af eldri karlmanni Tískuheimurinn er framandi og ógnvekjandi fyrir mörg- um. Heyrst hafa margar sög- ur af ungum fyrirsætum sem hafa orðið fyrir ofbeldi, þróað með sér átröskun eða leiðst út í fíkniefnaneyslu. Sif segir að fyrirsætur séu viðkvæmastar þegar þær eru að stíga sín fyrstu skref í bransanum og það sé þá sem fólk reyni að misnota þær. Hún rifjar upp atvik þegar hún var 17 ára. „Þetta var í kvöldverði á vegum umboðsskrif- stofunnar. Það var fullt af karlmönnum sem komu og nokkrar stelpur. Mennirnir sem mættu voru háttsettir á umboðsskrifstofunni. Ég man að ég hugsaði með mér hvaða rugl þetta væri. Það var einn eldri maður, um fimm- tugt, sem stóð við hliðina á mér og kleip í rassinn á mér, fyrir framan alla. Ég fraus. Eftir kvöldverðinn fóru allir út og þessi maður var ofan í mér allt kvöldið. Svona hlutir gætu farið í vitlausa átt ef maður er viðkvæmur eða ekki með góðan stuðning. Ég er mjög heppin og get alltaf hringt í foreldra mína ef eitt- hvað bjátar á. En fyrir marg- ar stelpur er það ekki í boði,“ segir Sif. „Af einhverjum ástæðum fékk maðurinn símanúmerið mitt og var alltaf að hringja í mig, bjóða mér í sund og mat. Ég vissi ekki hvernig hann fékk númerið mitt og þetta var allt mjög skrýtið. Ég hringdi í umboðsmanninn minn og sagði að einhver eldri maður, sem væri tengdur umboðsskrifstof- unni, væri að hringja í mig og að hann ætti ekki að vera með númerið mitt. Ég sagði að ég vildi ekki að hann hagaði sér svona og ég vildi aldrei vinna með honum. Ég heyrði ekki frá honum eftir það.“ Flog vegna kvíða Þegar Sif var sextán ára fékk hún svo slæmt kvíðakast að hún fékk flog (e. non-epilep- tic seizure) í kjölfarið. Fyrir þann tíma vissi hún ekki að hún væri haldin kvíða en það útskýrði margt í hennar lífi þegar hún loks fékk grein- ingu. Í dag tekur hún lyf við kvíðanum og vill opna um- ræðuna um andlega heilsu. „Ég var að læra þegar ég lenti í þessu kasti. Vinkona mín fór að gráta af hræðslu þegar ég byrjaði að fá flog og í kjölfarið datt ég út. Ég vaknaði og var þá komin upp á spítala. Það vissi enginn hvað væri að. Eftir margar rannsóknir kom í ljós að ég hefði fengið flog í kjölfar kvíðakasts. Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að ég væri ekki svona manneskja. Ég væri sterk og þyrfti ekki á neinum lyfjum eða hjálp að halda. En líkaminn minn var alveg búinn og ég var gjörsamlega búin að keyra hann út. Ég var send til sálfræðings sem ég vildi alls ekki til að byrja með. Mér fannst það vand- ræðalegt. En ég fór og lærði helling um sjálfa mig,“ segir Sif. „Pressan sem er sett á unglinga er rosaleg. Bæði í námi og utan þess. Eins og á samfélagsmiðlum er sett gríðarleg pressa á ungar stúlkur, sérstaklega í mínum bransa. Maður þarf að líta út á ákveðinn hátt. Þetta getur verið yfirþyrmandi og þetta er ekki heilbrigt,“ segir Sif. „Þess vegna finnst mér mikilvægt að vera eins mikið ég sjálf og ég get á Insta- gram í bland við allar fyrir- sætumyndirnar. Ég er mjög meðvituð um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa á ungt fólk.“ Færð aldrei vinnu aftur „Ég hef fundið fyrir pressu varðandi hvernig ég eigi að klæða mig og hafa hárið, en hef mest fundið fyrir henni þegar kemur að húðinni á mér. Ég fékk hormónaútbrot fyrir tveimur árum og það hafði mikil áhrif á vinnuna. Það var rosalega erfitt, bók- arar hringdu í mig og öskruðu á mig, eins og þetta væri eitt- hvað sem ég hefði gert við sjálfa mig. Ég man að einhver sagði við mig að ég myndi aldrei fá vinnu aftur. Þetta var allt svo dramatískt,“ segir Sif, sem hefur öðlast mikla innri ró í gegnum sjálfsvinnu. „Líka með vigtina. Um tíma var ég á kvíðalyfjum sem ollu því að ég þyngdist, en það var bara vökvi vegna lyfjabjúgs. Ég sjálf tók ekki eftir því en fékk að heyra: „Hvað í fjand- anum kom fyrir þig?“ Ég man að ég skildi ekkert hvað væri í gangi. Ég var spurð um hvað ég væri að borða og hvað ég væri að gera, en það kom í ljós að þetta væru töflurnar. Ég hef síðan þá lært inn á líkamann minn en sem betur fer hefur pressan um að vera grönn minnkað mikið undan- farin ár.“ Semur tónlist Sif er mikill tónlistarunnandi og semur tónlist. Hún byrjaði að spila á píanó þegar hún var fimm ára. Með aldrinum fór hún að njóta þess að spila á píanóið og syngja með. Síð- ustu tvö árin hefur hún verið að semja eigin lög og æfa sig í hljóðblöndun og upptöku- stjórn. „Tónlist er minn griða- staður,“ segir Sif og bætir við að hún vonist til að gefa út nokkur lög á næstunni. Sif er spennt að sjá frum- raun sína á hvíta tjaldinu. Hún fer með hlutverk í kvik- myndinni Feral State sem er ekki komin út. „Ég fór með hlutverk eins konar vændis- konu og lesbíu með allt öðru- vísi skapgerð en ég. Það var mjög gaman að uppgötva karakterinn og ég fílaði þetta alveg í botn. Ekkert nema þetta skipti máli mánuðinn sem tökur stóðu yfir,“ segir Sif en ljóst er að frægðarsól þessarar einlægu ungu konu mun halda áfram að rísa. n Sif er meðvituð um áhrifin sem samfélagsmiðlar hafa á ungt fólk í dag. MYND/AÐSEND Það var rosalega erfitt, bók- arar hringdu í mig og öskr- uðu á mig, eins og þetta væri eitthvað sem ég hefði gert við sjálfa mig. FÓKUS 21DV 12. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.