Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 38
38 SPORT 433 12. JÚNÍ 2020 DV
VALGEIR LUNDDAL FRIÐRIKSSON
Valgeir hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu
með Val í vetur, ólst upp hjá Fjölni en Valur fékk hann til
félagsins fyrir rúmu ári. Valgeir er stór og stæðilegur,
getur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður. Heimir
Guðjónsson virðist hrifinn af Valgeiri og hefur sýnt
honum mikið traust í aðdraganda mótsins, var frábær
í æfingaleik gegn Breiðablik á dögunum. Þrátt fyrir
talsverða hæð og styrk er Valgeir tæknilega góður og
er með talsverðan hraða.
HÁKON RAFN VALDIMARSSON
Aðeins 19 ára gamall en kominn með góða reynslu
úr meistaraflokki með Gróttu í neðri deildum, stóra
prófið hans er í sumar. Fær sénsinn í deild þeirra
bestu og ef vel gengur gæti Hákon Rafn náð að stíga
skrefið út í atvinnumennsku. Stór og stæðilegur
markvörður sem er góður í löppunum og frábær í að
verja boltann. Efnilegasti markvörður deildarinnar
og þarf að eiga frábært sumar til að Grótta geti
haldið sér í deildinni.
BRYNJÓLFUR ANDERSEN WILLUMSSON
Stór, sterkur og kvikur framherji. Það er beðið
eftir því að Brynjólfur springi út en miklar
væntingar eru gerðar til hans í Kópavogi þetta
sumarið. Tvítugur og hefur spilað 31 leik í efstu
deild og skorað fjögur mörk, lítið miðað við
hvaða væntingar eru gerðar til Brynjólfs.
Fær traustið í upphafi móts og þarf að sanna
sig, er skapstór og sagður dýfa sér helst til of
mikið. Þarf að ná að stilla hausinn rétt til að
ná langt.
JÓHANNES KRISTINN BJARNASON
Þetta er nafnið sem flestir eru hvað spennt-
astir fyrir í íslenska boltanum í sumar. Fékk
tækifæri með KR í aðdraganda mótsins en er
aðeins 15 ára gamall.
Stórlið hafa fylgst með framgöngu Jóhann-
esar um nokkurt skeið þrátt fyrir ungan aldur
og í vetur fór hann í heimsókn til Rangers í
Skotlandi. Hann æfði einnig með FCK í Dan-
mörku og Genk í Belgíu. Faðir hans, Bjarni
Guðjónsson, átti frábæran feril og lék lengi
vel erlendis auk þess að verða Íslandsmeistari
með KR og ÍA og koma nokkuð við sögu með
íslenska landsliðinu.
Jóhannes er klókur miðjumaður en mikið
hefur verið látið með kauða frá unga aldri og
verður fróðlegt að sjá hvort hann fái tækifæri
með KR í sumar.
MYND/AÐSEND
MYND/GRÓTTA
MYND/HELGI VIÐAR
MYND/AÐSEND
Gæti orðið hinn íslenski
Marc-André ter Stegen
Gæti orðið hinn íslenski
Mario Balotelli
VALGEIR VALGEIRSSON
Lítill og lúsiðinn er ágætis lýsing á Valgeiri sem er
efnilegasti leikmaðurinn sem HK hefur séð í mörg ár.
Erlend lið höfðu áhuga á Valgeiri í vetur en hann tekur
slaginn með HK í eitt ár til viðbótar. Gerir mótherja
sína hálf geðveika þegar hann byrjar að hlaupa og
anda ofan í hálsmálið á þeim. Getur spilað bæði sem
bakvörður og kantmaður, ef hann ætlar að ná langt í
atvinnumennsku er líklega best fyrir hann að gerast
hægri bakvörður.
MYND/ANTON BRINK
Gæti orðið hinn íslenski
Park Ji-sung
Gæti orðið hinn íslenski
Thomas Meunier
Gæti orðið hinn íslenski
Steven Gerrard
RÓBERT ORRI ÞORKELSSON
Úr neðri deildum í næstbesta lið Íslands ef miðað er við síðustu tvö tímabil,
Róbert Orri er örvfættur varnar- og miðjumaður. Líklegast er að Róbert
Orri spili vinstra megin í þriggja manna varnarlínu Breiðabliks eða sem
vinstri bakvörður.
Vel spilandi, en Róbert ólst upp í Aftureldingu og hefur spilað fyrir yngri
landslið Íslands. Flest stærri lið Íslands höfðu áhuga á Róberti en Óskar
Hrafn Þorvaldsson náði að sannfæra Róbert um að rétta skrefið væri í
Kópavoginn.
MYND/BREIÐABLIK
Gæti orðið hinn íslenski
Aymeric Laporte
Næsta kynslóð af
stjörnum Íslands
Íslenska fótboltasumarið er að fara á fullt en á
krepputímum eru tækifærin fleiri fyrir unga fót-
boltamenn sökum þess að minna er um að keyptir séu
menn að utan. Næsta kynslóð er öflug og getur vel tekið
við keflinu af þeim sem eldri eru. Eins og áður eru efni-
legustu leikmennirnir á Íslandi líklegir til þess að fara út í
atvinnumennsku, haldi þeir rétt á spöðunum. Pepsi Max-
deild karla fer af stað um helgina þar sem þessir ungu
drengir fá vonandi tækifæri til að springa út.