Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 16
12. JÚNÍ 2020 DV16 EYJAN
Flugfélagið Ernir var stofnað árið 1970 og fagnar því 50 ára af
mæli sínu um þessar mundir.
Hefur félagið ávallt verið á
sömu kennitölunni og er elsta
starfandi flugfélag landsins.
Stofnandinn og forstjórinn,
Hörður Guðmundsson, hefur
staðið í ströngu undanfarna
daga vegna flugskýlisins sem
félagið á við Reykjavíkurflug
völl.
Reykjavíkurborg tilkynnti
á fundi þann 30. apríl að til
stæði að rífa flugskýlið án
þess að Ernir fengi neinar
bætur, því koma þyrfti vegi
fyrir á sama stað. Þessi áform
voru hins vegar tekin af dag
skrá í kjölfar fundarins, að
sögn Reykjavíkurborgar,
vegna mótmæla Harðar og
forsvarsmanna Ernis.
Hins vegar láðist að kynna
aðra valkosti fyrir Herði, sem
gerðu ekki ráð fyrir niðurrifi
skýlisins. Einnig láðist að til
kynna Herði og flugfélaginu
um hin breyttu plön. Viður
kenndi Sigurborg Ósk Har
aldsdóttir, formaður skipu
lagsráðs Reykjavíkurborgar,
að mistök hefðu verið gerð í
upplýsingamiðlun og ætlaði að
tala við Hörð um málið.
Hörður sagði í samtali við
Eyjuna í vikunni að honum
hefði enn ekkert verið til
kynnt um að hætt hefði verið
við framkvæmdirnar, hann
hefði hvorki fengið boð um
fund með borgaryfirvöldum,
né fengið afsökunarbeiðni
vegna málsins:
„Þetta eru bara eftirá
skýringar. Á fundinum var
fullyrt að þetta yrði gert, að
flugskýlið yrði rifið. Okkur
var ekki tilkynnt um að búið
væri að hætta við. Ég hef ekk
ert heyrt frá þeim. Þetta fólk
verður auðvitað að eiga þetta
við sig. Við þurfum í sjálfu sér
ekkert að eiga neitt samtal við
þetta fólk. Við förum bara að
lögum.“
Stríðinu ekki lokið
Hörður nefndi að þó svo orr
ustan hefði unnist héldi stríðið
áfram:
„Þetta er ekkert búið. Þeir
ætla sér þarna í gegn. Það er
alveg á hreinu. Vinnan er í
gangi ennþá og malar áfram.
Þeir hrukku bara svolítið
til baka núna því þeir voru
teknir í bólinu. En borgin er
að ráðast inn á svæði sem hún
hefur ekki yfirráð yfir. Það
átti bara ekki að fara eftir
samningum.“
Í kjölfar fréttaflutnings
af málinu fordæmdi sam
gönguráðherra framgöngu
borgarinnar, því virða þyrfti
samkomulag ríkis og borgar
um svæðið. Þar segir að ekki
megi hrófla við neinu meðan
unnið er að nýjum stað fyrir
flugvöllinn.
Skrímsli í ætt
við Valssvæðið
Borgaryfirvöld hyggjast koma
fyrir íbúðahverfi og borgar
línu á svæðinu, en Hörður ótt
ast að svæðið verði eyðilagt
með allt of þéttri byggð, líkt og
Valssvæðið sé gott dæmi um:
„Þetta er svona spægi
pylsuaðferð hjá þeim, þeir
skera alltaf pínulítið af í hvert
skipti og ná sínu fram hægt og
hægt. En stefna borgarinnar
er auðvitað ekki bara að losna
við flugvöllinn, þetta snýst allt
um þessa svokölluðu borgar
línu. Það þarf víst að koma
henni fyrir þarna líka ásamt
þessu íbúðahverfi.
Þetta er alveg eins og
þegar þeir byrjuðu á Vals
reitnum. Þar áttu í fyrstu
að vera um 240 íbúðir, með
syngjandi fuglum á tjörnum
og grænum svæðum með
lækjum og göngustígum. Nú
eru komnar þarna um 600
íbúðir, á litlum bletti, og þetta
er eins og fuglabjarg. Ég ótt
ast að svæðið í Skerjafirðinum
verði svipað skrímsli og Vals
svæðið,“ sagði Hörður.
Skýlið ekki í plönunum
Hörður nefnir að samkvæmt
teikningum af svæðinu sé
ekki gert ráð fyrir flugskýli
Ernis í framtíðarplönum
borgarinnar:
„Vestan við skýlið okkar er
fyrirhugað að gera uppfyll
ingu. Það hefur þó ekki farið í
umhverfismat, þess vegna er
ekki hægt að byrja á því. En
ég hef séð uppdrætti af þessu
svæði þar sem búið er að fjar
lægja skýlið og það eru komn
ir byggingarreitir þarna, ekki
bara vegurinn, heldur er búið
að skipuleggja lóðir á svæðinu
í kringum flugskýlið.“
Samkvæmt Sigurborgu Ósk
hafa þó verið gerðar aðrar
ráðstafanir í samráði við verk
fræðistofu, þar sem veginum
verður komið fyrir annars
staðar og hefur hún fullyrt að
ekki verði hróflað við skýlinu.
Fleiri fá að kenna á borginni
Hörður nefnir að flugfélagið
Ernir sé ekki eini aðilinn sem
fái að kenna á óbilgirni borg
arinnar:
„Ég hef fengið mikil við
brögð við þessu máli og heyri
að ég er ekkert einn um þessa
baráttu. Það er verið að ráð
ast á Landhelgisgæsluna og
Isavia og fleiri. Landhelgis
gæslan er búin að óska eftir
samtali við borgaryfirvöld,
sem virðast ætla að byggja
þarna borgarlínu án þess að
spyrja um leyfi.
Þetta er einhver þráhyggja í
borginni, bara áráttuhegðun,
hvernig þeir hamast á fyrir
tækjum, ekki bara hér heldur
á Laugaveginum og víðar, alls
staðar er fólk í varnarstöðu
gagnvart áformum borgar
innar,“ segir Hörður og ljóst
að hann kann meirihlutanum
litlar þakkir fyrir framgöngu
sína:
„Meirihlutinn fer fram af
óheilindum. Það er ekki sagt
satt og rétt frá. Það hefur ekki
verið hægt að treysta þessu
fólki, því miður. Það er bara
þannig, það ætlar að fara sínu
fram hvað sem það kostar.
Samt eru samningar í gildi
um að láta svæðið í friði. Og
það að hóta því að rífa svona
tugmilljónabyggingar án bóta,
þar sem ríkið er með öll yfir
ráð, það nær bara ekki nokk
urri átt.“ n
ÞETTA ER EKKERT BÚIÐ
Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir stríðinu við
borgina ekki lokið þó svo ein orrusta hafi unnist. Hann gefur lítið fyrir
skýringar formanns skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.
Hörður telur að borgin muni keyra sín mál í gegn, sama hvað tautar og raular. MYND/ERNIR
Trausti Salvar
Kristjánsson
traustisalvar@eyjan.is
Þetta er svona
spægipylsu aðferð
hjá þeim, þeir
skera alltaf pínu-
lítið af í hvert
skipti og ná sínu
fram hægt og
hægt.