Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7DV 12. JÚNÍ 2020
DRÁTTARBEISLI
Hágæða beisli, föst eða
losanleg, fyrir flestar gerðir
fólksbíla og jeppa. Upplýsingar
um verð og afgreiðslutíma hjá
Bílanaust.
www.bilanaust.is
STÓRVERSLUN
DVERGSHÖFÐA 2
Dalshrauni 17
220 Hafnarfirði
110 Reykjavík
S. 535 9000
S. 555 4800
Vatnagörðum 12
104 Reykjavík
S. 535 9000
Furuvöllum 15
600 Akureyri
Hafnargötu 52
260 Reykjanesbæ
Hrísmýri 7
800 Selfossi
Sólvangi 5
700 Egilsstöðum
S. 421 7510 S. 482 4200 S. 535 9085 S. 471 1244
þeirri mynd að einhver emb-
ætti sinna til dæmis þrifum
eftir sjálfsvíg og skutla ölv-
uðum ökumönnum langar
vegalengdir heim. „Það er
bæði bölvun og blessun að
þekkja nær alla í umdæminu
að þeirra sögn,“ segir Þórunn.
Einn viðmælenda, Katla,
lýsir þessu vel. „Það er enginn
greinarmunur gerður á lög-
reglugallanum og síðan galla-
buxunum þínum.“ Samfélags-
þegnar í dreifbýli virðast
halda að aðgengi að lögreglu-
mönnum sé mikið því sam-
félagsþegnarnir vita gjarnan
hvar þeir eiga heima eða hafa
símanúmerin þeirra og hafa
þá samband beint við þá í stað
þess að hringja í neyðarlín-
una. „Þú færð símhringingar,
sms, messenger og bara hvað
sem er allan sólarhringinn
sko.“
Dreifbýlislögreglumenn
lenda frekar í því að vera einir
á vakt heldur en lögreglumenn
sem starfa í borginni. Einn
kvenkyns viðmælendanna
nefndi það sem einn helsta
streituvaldinn í sínu starfi og
lýsir því svona í samtali við
Þórunni:
„Við erum náttúrlega fá og
ég hef þurft að standa margar
vaktir ein. Við unnum á tíma-
bili ein hérna. Það er streita
í því. Maður var með allt í
gangi í hausnum, já maður var
að byggja sig upp ef eitthvað
mundi gerast og þá vildi mað-
ur ekki klúðra neinu sko. Svo
hefur maður bara lent í því að
vera kallaður út og vera einn
og það er engin bakvakt eða
neitt og fara í [hik] já fara ein
og slást. Kannski líkamsárás
eða ölvunarakstur og kannski
fjórir á móti mér einni.“
Hrækti blóði í auga
lögreglumanns
8 af 10 viðmælendum segj-
ast hafa orðið fyrir ofbeldi
í starfi. Einn þeirra, ungur
lögreglumaður sem kallaður
er Jónas í ritgerðinni, segist
ítrekað hafa orðið fyrir of-
beldi. Það alvarlegasta varð
til þess að hann glímdi við
áfallastreituröskun en þá var
ráðist á hann á vaktaskiptum
og hann stunginn með notaðri
sprautunál. Í öllum þeim at-
vikum sem hann hafði lent
í var kært, í stungumálinu
þurfti hann að kæra sjálfur
vegna þess að hann var á
vaktaskiptum.
Annað dæmi er tekið þar
sem viðmælandi fékk spark í
andlitið. „Já, það var sparkað í
andlitið á mér við handtöku og
ég fékk eymsli í kjálkann sem
ég er enn að eiga við. Þetta
var árið 2003. Þetta er enn að
plaga mig af og til, sérstak-
lega ef ég er þreyttur en þá
þarf ég að smella kjálkanum
aftur í lið svo að hann stoppi.“
Dæmin eru mun fleiri. Vil-
hjálmur hafði lent í hnoði í
vinnunni en nefnir engin al-
varleg ofbeldisverk. Þó hefur
hann lent í þremur stungu-
óhöppum. Stunguóhapp er
þegar lögreglumaður fær á
sig líkamsvessa úr einstakl-
ingi og þarf að fara í ýmisleg
próf til að útiloka að hann hafi
smitast af einhverjum sjúk-
dómum. „Já, ég hef þrisvar
sinnum lent í þannig scenario,
þar sem maður þarf að undir-
gangast ferli til að athuga
hvort maður sé með smit eða
þó svo að líkurnar séu nánast
engar þá er þetta svona.“ Í
einu tilfellanna var þetta skil-
greint sem árás á lögreglu-
mann vegna þess að það var
ásetningur einstaklings þar
sem hann hrækti blóði í augun
á Vilhjálmi.
Harðræði lögreglu
Mikið hefur verið rætt um
harðræði lögreglu við hand-
tökur á síðastliðnum árum.
Viðmælendur voru flestallir
sammála um að samtal sé
besta vopnið sem lögreglan á í
vopnabúrinu. Flóki lýsti þessu
svona: „Nei, ég hef ekki lent
í því sko. Ég er svona frekar
hlynntur því að maður reyni
frekar að eyða 20 mínútum
eða hálftíma í að tala við-
komandi til ef maður hefur
tíma til, sem er oft hérna í
embættinu mínu, heldur en
að vera að standa í einhverju
valdbeitingardæmi sko. Hún á
bara að vera seinni kosturinn
þú veist, sem vægust sko.“
Viðmælendur voru spurðir
út í hvort þeir hefðu einhvern
tímann upplifað sig beita
harðræði við valdbeitingu í
starfi. Ekkert þeirra sagðist
hafa upplifað það, en átta
sögðust hafa orðið vitni að
því að félagi eða annar lög-
reglumaður á vettvangi hafi
gengið of langt eftir mikil
átök. Flestir lýstu því þannig
að þeir hafi skilið heiftina sem
var í gangi, en Lilja lýsti því
svona: „Ég held að viðkomandi
hafi alveg áttað sig á að hann
hafi orðið of reiður. Ég þurfti
ekki að segja neitt. Stundum
dugar bara að segja: heyrðu,
ég er með hann.“
Inga hafði þó orðið vitni að
harðræði sem hún lýsti svona:
„Það var þannig að það var
handtaka og hann var búinn
að setja hann í jörðina og var
búinn að setja á hann hand-
járn og festa hann en hann
heldur áfram að berja hann
með kylfunni. Mér fannst
þetta ekki viðeigandi.“ Þeir
sem höfðu orðið vitni að því að
annar lögreglumaður gengi of
langt við valdbeitingu sögðust
hafa nefnt það við einstakling-
ana eftir á. Flestir taka vel í
það þegar þeim er bent á að
þeir hefðu getað slakað á ör-
lítið fyrr, en þegar Gunnhild-
ur var spurð hvað hún gerði í
kjölfar svona atvika svaraði
hún:
„Ef þér finnst einhver fara
yfir strikið, þá fer líka eftir
því hver það er. Ef þetta er
einhver sem er eldri en þú
þá er ekki að ræða það en ef
að þetta er einhver nemi eða
einhver undir þér finnst mér
meiri líkur á að það sé rætt við
viðkomandi eftir á. Ef það er
einhver með meiri reynslu en
þú þá er það mjög viðkvæmt.“
Þolendarannsóknir lög-
reglustjórans á höfuðborgar-
svæðinu sýna að ofbeldi í garð
lögreglumanna eykst með ár-
unum og verður eflaust seint
útrýmt því það hefur viðgeng-
ist frá upphafi. Harðræði lög-
reglumanna verður líklega
ekki útrýmt heldur, en Jónas
lagði þetta til málanna þegar
rætt var um harðræði lög-
reglumanna: „Sko, menn gera
mistök og það eru til menn
sem ganga of langt. Það eru
svartir sauðir í öllum stéttum
en ég held að heilt yfir séum
við ekkert vondir sko. Ég held
það.“ n
Íslenskir lögreglumenn lýsa grófu ofbeldi í verkefninu. MYND/STEFÁN