Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 18
Pólitískir bitlingar hafa verið hluti af sam-tryggingarkerfi stjórn-
málanna frá því áður en
flokkarnir urðu til. Eftirsótt-
ustu stöðurnar voru löngum
með hæstlaunuðu störfum í
stjórnkerfinu. Lengst af þóttu
bankastjórastólarnir eftir-
sóknarverðastir, en í Seðla-
bankanum og ríkisbönkunum
þremur, Landsbanka, Útvegs-
banka og Búnaðarbanka, voru
þeir eyrnamerktir flokkunum,
þrír í hverjum banka.
Eftir að bankastjórarstöð-
ur hættu að vera pólitískar
hefur tækifærum til „virðu-
legrar útgöngu“ af vettvangi
stjórnmálanna fækkað. Þeim
mun enn fækka á næstu árum
samþykki Alþingi frumvarp
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
utanríkisráðherra um sendi-
herraskipanir.
Sendiherrar voru orðnir 40
Eins og nú háttar til hefur ut-
anríkisráðherra að mestu leyti
frjálsar hendur við skipan
sendiherra. Engar sérstakar
hæfniskröfur eru gerðar til
þeirra og þess dæmi að þeir
hafi ekki lokið stúdentsprófi.
Þá er ekki skylt að auglýsa
embætti sendiherra.
Sendiherrum hefur fjölgað
mikið á síðustu árum og Guð-
laugur Þór segir fjölda þeirra
samræmast „illa umfangi og
verkefnum utanríkisþjónust-
unnar“. Hann segir þetta hafa
leitt til þess að framgangur
yngri starfsmanna hafi reynst
hægari en ella „enda er þröngt
á fleti fyrir þegar fjórðungur
starfsmanna utanríkisþjón-
ustunnar gegnir stjórnenda-
stöðu“.
Þegar Guðlaugur Þór tók
við embætti utanríkisráð-
herra 11. janúar 2017 voru
sendiherrar 40 talsins. Síðan
þá hefur sendiherrum fækkað
um fjóra en Guðlaugur hefur
ekki skipað neinn sendiherra.
Forveri hans í embætti, Lilja
Alfreðsdóttir, skipaði heldur
engan sendiherra og fara þarf
aftur til áranna 1961–1964 til
að finna þriggja ára tímabil
þar sem enginn hefur verið
skipaður sendiherra.
Stöðurnar verði auglýstar
Meðal nýmæla í frumvarpi
Guðlaugs Þórs má nefna að
sett verði þak á fjölda sendi-
herra á hverjum tíma en
nú eru engin takmörk fyrir
fjölda þeirra. Þeir verði því
ekki fleiri en sendiskrif-
stofur utanríkisþjónustunnar
að fimmtungi viðbættum.
Miðað við núverandi fjölda
sendiskrifstofa mættu sendi-
herrar að hámarki vera 30 en
þeir eru nú 36. Verði frum-
varpið samþykkt blasir við
að enginn sendiherra verður
skipaður næstu árin – eða þar
til talan nær 30 sendiherrum
eða færri.
Frumvarpið hefur mætt
nokkurri andstöðu á Alþingi
þó svo að hún fari ekki mjög
hátt. Heimildir herma að
ýmsir þingmenn telji að með
frumvarpinu sé gert út um
vonir þeirra sjálfra um sendi-
herrastöðu í framtíðinni.
Í frumvarpinu er enn frem-
ur gert að skyldu að embætti
sendiherra verði auglýst og
að umsækjendur skuli upp-
fylla lágmarks hæfisskilyrði.
Þeir þurfi að hafa lokið há-
skólaprófi og hafa reynslu af
alþjóða- og utanríkismálum.
Guðlaugur Þór hefur ekki
farið dult með að hann sjái
fyrir sér að sendiherrar verði
eftirleiðis einkum skipaðir
úr hópi hæfustu starfsmanna
utanríkisþjónustunnar enda
megi helst ætla að þar sé til
staðar þekking, reynsla og
færni til að takast á við þau
verkefni sem sendiherrar inna
af hendi.
Því hafa óhjákvæmilega
fylgt ýmsir ókostir að nota
sendiherrastöður sem sigur-
laun til stjórnmálamanna
enda hætt við að vanþekking
þeirra á störfum utanríkis-
þjónustunnar leiði til sóunar
og óskilvirkni. Þess eru þó
dæmi að fyrrverandi stjórn-
málamenn á stóli sendiherra
hafi reynst afburðahæfir til
að sinna starfinu.
Náðugt í starfi
Pólitískar stöðuveitingar eru
jafngamlar íslensku utanrík-
isþjónustunni, en árið 1940
skipaði Stefán Jóhann Stefáns-
son utanríkisráðherra Thor
Thors aðalræðismann Íslands
í New York og ári síðar var
hann skipaður sendiherra Ís-
lands í Bandaríkjunum. Thor
hafði frá árinu 1933 verið al-
þingismaður Snæfellsnes- og
hnappadalssýslu.
Ólafur Thors, bróðir Thors,
skipaði Jakob Möller, flokks-
bróður sinn, í embætti sendi-
herra í Kaupmannahöfn árið
1945 og tveimur árum síðar
skipaði Bjarni Benediktsson
utanríkisráðherra flokks-
bróður sinn Gísla Sveinsson
sendiherra í Ósló. Bjarni
FEITUSTU BITLINGARNIR
BRÁTT ÚR SÖGUNNI
Enginn sendiherra hefur verið skipaður frá því að Gunnar Bragi
yfirgaf utanríkisráðuneytið. Sendiherrar voru þá orðnir 40 talsins.
Guðmundur Árni Stefánsson afhendir Maithripala Sirisena, þáverandi forseta Srí Lanka, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í febrúar í
fyrra í forsetahöllinni í höfuðborginni, Colombo. Guðmundur Árni er einn sjö formanna Alþýðuflokksins sem urðu sendiherrar. MYND/AÐSEND
Eins og nú háttar til hefur
utanríkisráðherra að mestu
leyti frjálsar hendur við
skipan sendiherra. Engar
sérstakar hæfniskröfur eru
gerðar til þeirra.
Á ÞINGPÖLLUM
Björn Jón
Bragason
eyjan@eyjan.is
SKOÐUN
18 EYJAN 12. JÚNÍ 2020 DV