Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 32
32 FÓKUS 12. JÚNÍ 2020 DV Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf- sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði. Fjölskylduhornið Sérfræðingur svarar Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar hún spurningu lesanda um mismunandi áherslur í uppeldi barna. ÓSAMMÁLA UM UPPELDIÐ S æl, Kristín. Okkur hjón-unum greinir mjög á í tengslum við uppeldi barnanna okkar. Við eigum tvö börn, annað (stelpa) er mjög orkumikið, krefst mikillar athygli og fer sér stundum að voða með smá áhættuhegðun. Hitt barnið (strákur) er mjög mikið inn í sig og getur haldið til inni í herberginu sínu svo tímum skiptir, sækir lítið í athygli okkar og hvorki okkar félags- skap né annarra. Maðurinn minn vill sífellt skamma orkumikla barnið en ég vil nálgast hana með hlýju og reyna frekar að leiðbeina. Varðandi strákinn okkar, sem fílar að vera í tölvu- leikjum inni í herbergi, reyni ég að vera hvetjandi en mað- urinn minn á það til að vera skipandi. Hvort er betra? Algengur vandi foreldrapara Vó, pínu pressa á mér. Á ég bara að skera úr um hvort ykkar hefur rétt fyrir sér? Það væri nú ekki vænlegt til ár- angurs, enda þekki ég hvorki ykkur né börnin ykkar og veit sömuleiðis að þær leiðir sem ég myndi ráðleggja ykkur eru ekki endilega lausnirnar sem henta ykkur best. Aftur á móti get ég fullviss- að þig um að þetta er algengur vandi foreldrapara. Fólk hefur ólíka sýn á það hvað er börn- um fyrir bestu og hvernig best sé að beina þeim rétta leið. Þessi ólíka sýn stafar að því að fólk hefur fengið ólíkt uppeldi og hefur mismunandi viðmið þegar kemur að upp- eldislegum gildum. Samtalið skiptir hér miklu máli og í stað þess að rífast um „bestu“ leiðina, reyna heldur að finna samkomulag sem þið hafið bæði trú á. Get- ur verið að það henti stundum að skamma aðeins og stundum að fara meira varlega að orku- miklu stelpunni ykkar? Svo getur það verið afar misjafnt hvaða merkingu þú leggur í orðið skammir. Er maðurinn þinn að setja skýr mörk eða er hann með ósanngjarnar skammir? Engin hvolpanámskeið Þegar fólk sækir kennslu í hvolpaskóla þá lærir það leiðir til þess að stýra hegðun hvolpsins. Í raun felst uppeldi líka í því að reyna að stýra hegðun barnanna okkar, þ.e. minnka ákveðna hegðun, t.d. tölvuleikjanotkun eða auka aðra hegðun, t.d. til- tekt. Það er því ótrúlegt að við séum ekki öll skikkuð á uppeldisnámskeið beint af fæðingardeildinni. En grunn- hugmyndin á bak við þessi hegðunarfræði er sú að börn þurfa skýr mörk og einföld skilaboð (þetta á líka við um unglinga). Ef við tökum dæmi af barni sem suðar alltaf um sleikjó þegar það fer í búðina, þá gefur þú barninu óskýr skilaboð með því að gefa því stundum sleikjó og stundum ekki. Þannig geturðu treyst því að barnið lærir að suð virkar. Ef þú vilt minnka suð- ið þá getur verið ráð að gefa því aldrei sleikjó þegar það suðar í búðinni. Þannig lærir barnið að suð virkar ekki og það hættir fyrr eða síðar. Þetta hljómar mjög einfalt en getur reynst erfitt í fram- kvæmd. Við erum ekki alltaf í einföldum aðstæðum eins og að versla í matinn og hegð- unin getur verið flóknari en að suða um sleikjó. En grund- vallarpælingin er sú sama, ef þú vilt viðhalda hegðun þá er upplagt að hrósa stundum þegar hún birtist. Ef þú vilt slökkva hegðun þá væri best að láta sem þú sjáir ekki hegðunina og bregðast helst ekki við henni. Við gerum öll mistök Ef við yfirfærum þetta á ykkar aðstæður þá er dóttir ykkar að krefjast mjög mik- illar athygli. Gæti hún ein- mitt þurft að æfa sig í að fá ekki alltaf athygli þegar henni hentar? Að sjálfsögðu gefið þið henni sinn tíma, en það þarf að vera skýrt hvernig og hvenær. Er hægt að umbuna stráknum ykkar í hvert sinn sem hann kemur fram og sýnir meiri virkni? Þá læra börn og unglingar mest af því sem fyrir þeim er haft. Þau muna betur það sem gert er, frekar en það sem sagt er. Nú veit ég ekki hvernig einstaklingar þið for- eldrarnir eruð en gott er að minna sig á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd. Eins og þú lýsir þessu þá eru þið nokkurn veginn á sömu blaðsíðunni með hvert þið stefnið hjónin. Þið viljið hafa meiri hemil á stelpunni ykkar og þið viljið að strák- urinn sé virkari. Leiðirnar að þessu markmiði geta verið ólíkar en það sem betra er, þið getið vegið hvort annað upp. Pabbi getur lært að vera hlýr þegar hann er skýr og mamma getur lært að vera ákveðin þegar hún er hlý. Að sama skapi getur pabbi gefið hvetjandi fyrirmæli og mamma verið örlítið meira skipandi þótt hún hún sé að leiðbeina. Ef þið hjónin setjist niður og ræðið það besta sem hvort ykkar um sig leggur til uppeldisins þá gæti það orðið lausnamiðaðra sam- tal en ef þið færið rök fyrir mistökum hvort annars. Við gerum öll mistök og það er enginn 100% í foreldrahlut- verkinu. Það er ekki hægt, en langflest viljum við þessum krakkarössum það allra besta og það er mikil- vægt að líta í það hjá hvort öðru. Pabbi vill þeim vel og mamma vill þeim vel, þið þurfið bara að samstilla ykkur á þeirri vegferð. n MYND/GETTY Pabbi getur lært að vera hlýr þegar hann er skýr og mamma getur lært að vera ákveðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.