Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 12. JÚNÍ 2020 DV
H ann fékk ekki mikinn stuðning í kjölfarið og það tók ekkert fastmót-
að við. Það er ýmislegt í boði
en að koma upplýsingunum
um hvað er í boði til lögreglu-
manna er mjög ábótavant.
Eftirfylgnin er einnig mjög
lítil.“ Eiginmaður hennar er
enn lögreglumaður og segir
Þórunn það hafa verið erfitt
í kjölfar atviksins. „Ef ég sé
eitthvað í fjölmiðlum um erfið
útköll hugsa ég oft: Ætli hann
hafi verið í þessu útkalli?“
segir Þórunn. Hún segir maka
lögreglumanna leita í stuðning
hver hjá öðrum en starfið hafi
mikil áhrif á heimilislífið.
Hún segir menninguna innan
lögreglunnar hérlendis vera
einstaka. „Ég upplifi hana já-
kvæða því innan lögreglunnar
ríkir samheldni sem ég hef
hvergi séð áður.“
Við vinnslu lokaverkefnis
síns tók hún viðtal við 10 lög-
reglumenn og -konur um upp-
lifun þeirra af starfi sínu með
tilliti til streitu. Nöfnin sem
gefin eru upp eru ekki rétt
nöfn viðmælenda.
Samkvæmt lögreglulögum
nr. 90/1996 eru lögreglumenn
bundnir þagnarskyldu í starfi
og hafa því ekki frelsi til að
tjá sig eða verja sig fyrir um-
fjölluninni sem skapast í sam-
félaginu eða í fjölmiðlum. Við-
mælendur Þórunnar lýstu því
þannig að á meðan lögreglan
er raddlaus þá geta allir aðrir
látið gamminn geisa og þar
af leiðandi haft áhrif á ímynd
lögreglumanna. Í skrifum
Þórunnar kemur einnig fram
að lögreglumenn eiga það til
að notast við svartan húmor
sem sjálfsvarnarviðbrögð við
andlegri vanlíðan. Ákveðin
menning getur skapast innan
lögreglunnar þar sem ein-
staklingum finnst þeir ekki
geta rætt opinskátt um tilfinn-
ingar sínar og upplifun í starfi
og grípi til þessara varnarvið-
bragða.
Við tóku sjö
manns með vopn
Sex viðmælendur nefndu
einhvers konar óöryggi sem
streituvald en undir streitu
flokkast meðal annars; óör-
yggi við að vita ekki hvað á
að gera þegar komið er á vett-
vang, óskýrt verklag, hræðsla
eftir útkall þar sem útkallið
var mun stærra og veigameira
en tilkynningin gaf til kynna
og lögreglumenn eru stöðugt
undir ámæli almennings. Ing-
ólfur lýsti fyrir Þórunni út-
kalli sem hann lenti í þar sem
aðstæður voru mun verri en
mat var lagt á þegar tilkynn-
ingin barst: „Þegar maður
rýnir í hlutina eftir á. Eins og
í sumar, þá fórum við í eftir-
lit í eina íbúð og það var bara
eitt. Þegar við ruddumst inn
var þar haglabyssa. Þá hugsar
maður já okei, við vitum aldr-
ei hvað maður er að fara inn í.
Við fórum þarna þrjú saman
en inni í íbúðinni voru þau sjö
með vopn og fleiri vopn á efri
hæðinni. Ég var aldrei örugg-
ur í þessum aðstæðum en ég
upplifði ekki óöryggi þegar ég
var á staðnum.“
Í samtölum Þórunnar við
viðmælendur sína kemur fram
að ekki eru allir lögreglumenn
og -konur sátt við aðbúnað lög-
reglunnar og var það einnig
nefnt sem streituvaldur. Ing-
ólfur lýsir því svo:
„Öryggið er ekki neitt og
mér finnst þarna verið að
svína á lögreglumenn og það
verður ekkert gert í þessu
og við höfum bara séð það í
okkar nágrannalöndum sko.
Í Danmörku voru tveir lög-
reglumenn skotnir og þá var
gert eitthvað í því.“
Tveir viðmælenda töluðu
um að vilja bera frekari vopn
eftir að hafa lent í útköllum
þar sem gengið var inn í vopn-
aðar aðstæður. „Almennir lög-
reglumenn í dag eru í vesti
með kylfu og piparúða. Það
hefur komið upp sú umræða
að vera með meiri vopn en
ekki endilega skotvopn. Það
vantar eitthvað þarna á milli.
Það hafa verið nefndar raf-
byssur,“ segir Þórunn.
Með tvo hnífa á lofti
Lilja nefndi það einnig að hún
lenti í alvarlegu útkalli sem
virtist ekki alvarlegt þegar
það var kallað upp til lög-
reglu. En þegar hún mætti á
svæðið mætti henni maður
vopnaður tveimur hnífum og
hljóp í áttina til hennar og fé-
laga hennar.
„Það var lukka að það gerð-
ist ekkert meira í því máli. Það
var ekkert annað en heppni.
Þetta var á tímabili þar sem
sérsveitin var vopnuð út af
hryðjuverkaógn og við vorum
send í þetta útkall sem var
mjög óskýrt og það var fyrir
þess sakir að metnaðarfullir
sérsveitarmenn á vakt kalla
og spyrja hvort við viljum fá
þá með. Það var ekkert sem
benti til þess að við þyrftum
að fá þá með. Svarið okkar var
hikandi en við þáðum aðstoð-
ina. Og við lendum í þessu,
fáum mann hlaupandi til
okkar með tvo hnífa á lofti. Og
maður spyr sig alveg, hvað ef
þeir hefðu ekki komið? Hvað
ef þeir hefðu ekki verið betur
búnir en við?“
Níu af tíu viðmælendum
í verkefninu vilja að emb-
ættin kæri þegar lögreglu-
menn verða fyrir ofbeldi svo
einstaklingarnir þurfi ekki
að eiga við afleiðingar vinn-
unnar sinnar í einkalífi sínu.
Þar af var einn viðmælandi
sem slasaðist það alvarlega að
hann varð óstarfhæfur í kjöl-
far atburðarins og annar sem
er enn verkjaður eftir atburð
sem átti sér stað fyrir tæpum
20 árum.
Dreifbýlislöggur
oft einar á vakt
Í verkefninu kemur Þórunn
einnig inn á mismunandi
vinnustíl og menningu lög-
reglufólks sem starfar úti á
landi. „Þeir lögreglumenn
sem vinna í dreifbýli segja
að það eitt að starfa á stóru
landsvæði og í litlum bæjum
þar sem allir þekkja alla
valdi þeim streitu. Í dreif-
býli viðgengst svokallaður
sveitalöggu stíll þar sem þeir
þurfa að temja sér auðmjúkan
vinnustíl og þar kemur meðal
annars inn í að nota orð sín
sem vopn ásamt því að þjón-
ustuhlutverk dreifbýlislög-
reglunnar virðist vera meira
en annars staðar,“ segir Þór-
unn.
Á Íslandi birtist þetta í
ALGENGT AÐ LÖGREGLU-
MENN VERÐI ÍTREKAÐ
FYRIR GRÓFU OFBELDI
Þórunn Kristjánsdóttir er gift lögreglumanni sem varð fyrir mjög
grófu ofbeldi í einu útkalli. Lokaverkefni hennar til MA-gráðu í fé-
lagsvísindum fjallar um upplifun lögreglumanna á streitu og ofbeldi.
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
8 af 10 lögreglumönnum sem rætt var við höfðu lent í ofbeldi. MYND/EYÞÓR
Þórunn
Kristjáns-
dóttir
meistaranemi
í félagsfræði