Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 19
EYJAN 19DV 12. JÚNÍ 2020 skipaði sömuleiðis nafna sinn Ásgeirsson, þingmann Fram- sóknarflokks, sendiherra í Ósló, árið 1951. Guðmundur Í. Guðmunds- son, utanríkisráðherra og þingmaður Alþýðuflokksins, skipaði Kristin Guðmunds- son, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, í embætti sendiherra í Lundúnum 1956 og tvo fyrrverandi formenn eigin flokks í stöður sendi- herra árið 1957, þá Harald Guðmundsson sem gerður var að sendiherra í Ósló og Stefán Jóhann Stefánsson sem varð sendiherra í Kaupmannahöfn. Emil Jónsson, formaður Al- þýðuflokksins og arftaki Guð- mundar á stóli utanríkisráð- herra, skipaði síðan forvera sinn sendiherra í Bretlandi árið 1965. Sama ár skipaði Emil Gunnar Thoroddsen, ráðherra Sjálfstæðisflokks, sendiherra í Kaupmannahöfn. Fyrrverandi stjórnmála- menn gátu haft það náðugt í starfi sendiherra. Í ævisögu Gunnars Thoroddsen kemst höfundur, Guðni Th. Jóhann- esson, svo að orði að hið dag- lega líf hafi verið „dejligt“ hjá sendiherranum og þar hafði hann næði til að vinna að doktorsritgerð sinni. Guðni birtir í ævisögunni áætlun sem Gunnar hafði samið um það hvernig best væri að skipuleggja daginn sem sendi- herra í Kaupmannahöfn, en þá dagskrá má sjá hér til hliðar. Sjö alþýðuflokksformenn á sendiherrastóli Árið 1970 skipaði Emil Jóns- son Sigurð Bjarnason frá Vigur sendiherra í Kaup- mannahöfn, en Sigurður var þingmaður Sjálfstæðisflokks. Ólafur Jóhannesson skipaði Einar Ágústsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Fram- sóknarflokks, í stöðu sendi- herra í Kaupmannahöfn árið 1980 og tveimur árum síðar skipaði Ólafur Benedikt Grön- dal, fyrrverandi forsætisráð- herra Alþýðuflokksins, sendi- herra í Stokkhólmi. Arftaki Benedikts á stóli formanns Alþýðuflokksins var Kjartan Jóhannsson. Það átti líka fyr- ir honum að liggja að verða sendiherra, en Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra skipaði þennan sam- flokksmann sinn sendiherra árið 1989. Jón Baldvin skipaði einnig Albert Guðmundsson, formann Borgaraflokksins, sendiherra í París sama ár. Sjálfur varð Jón Baldvin síðar sendiherra, en sömuleið- is arftakar hans á formanns- stóli flokksins, þeir Sighvatur Björgvinsson og Guðmundur Árni Stefánsson. Af tólf for- mönnum Alþýðuflokksins urðu alls sjö sendiherrar. Ellefu sendiherrar á einu ári Enginn hefur setið lengur á stóli utanríkisráðherra en Halldór Ásgrímsson. Umsvif ráðuneytisins jukust mikið í hans tíð og þar er stundum talað um utanríkisþjónustuna „fyrir og eftir Halldór“. Í ævisögu Halldórs eftir Guð- jón Friðriksson segir frá því að Halldór hafi meðal annars komið upp verkefnabókhaldi fyrir öll sendiráð þar sem sýnt væri fram á þann tímafjölda sem unnið væri að útflutn- ingi. Þessi nýbreytni mæltist illa fyrir hjá ýmsum gömlum sendiherrum sem vildu um- fram allt hafa það náðugt. Pólitískt skipuðum sendi- herrum stórfjölgaði í tíð Dav- íðs Oddssonar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í eitt ár en skipaði á þeim tíma ellefu sendiherra, þar af voru einungis tveir úr utanríkis- þjónustunni. Eiríkur Berg- mann Einarsson stjórnmála- fræðingur sagði af þessu tilefni í fjölmiðlum að utan- ríkisráðuneytið hefði verið nánast notað „sem rusla kista fyrir stjórnmálamenn sem hafa komist að endanum á sínum ferli“. Geir H. Haarde, arftaki Davíðs, skipaði þrjá sendi- herra, þar af tvo úr utanríkis- þjónustunni. Þegar Valgerður Sverrisdóttir tók við embætti af Geir gaf hún frá sér yfir- lýsingu þess efnis að fara ætti sparlega í pólitískar embættis- veitingar. Össur Skarphéðins- son skipaði sjö sendiherra og Gunnar Bragi Sveinsson tíu, þar vakti mesta athygli þegar hann skipaði Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson í emb- ætti sendiherra í ágúst 2014. Því var síðar haldið fram að Gunnar Bragi hefði sjálfur gert sér vonir um að verða skipaður sendiherra. „... hvernig á ég að bera mig að við Guðlaug Þór?“ Í frægum umræðum Mið- flokksmanna á barnum Klaustri 20. nóvember 2018 sagði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður flokksins, meðal annars um mögulega sendiherraskipun Gunnars Braga sjálfs: „Niðurstaðan var sú að Bjarni [Benedikts- son] bara sagði við Gulla: Þú leysir þetta. Og þú talar við Sigmund og svo kemurðu á fundi með Gunnari Braga. Gott og vel, þannig var niður- staðan. En. Vitandi það … hvernig á maður að bera sig að við að fylgja málinu eftir? Guðlaugur Þór hefur engan áhuga á því að klára málið. En formaður Miðflokks er búinn að segja honum að hann eigi að klára það. Þannig að hvern- ig á ég að bera mig að við Guð- laug Þór til að …“ Bjarni Benediktson vísaði því á bug að Sjálfstæðis- flokkurinn skuldaði Gunn- ari Braga sendiherrastöðu vegna skipunar Geirs H. Haarde. Rétt er að taka fram að Gunnar Bragi sagði í kjöl- far þess að upptökurnar af Klaustri voru birtar að þetta hefði verið lygi sem hann hefði spunnið upp á staðnum. Hann gerði enga kröfu um sendiherrastöðu en bætti því við að hann teldi sig ágætan kandidat í slíkt embætti. Hvað sem þeim vangaveltum líður kann svo að fara að pólitískar sendiherrastöður heyri brátt sögunni til líkt og bankastjórastólar stjórn- málaflokkanna. n Frá því að Gunnar Bragi Sveinsson lét af embætti utanríkisráðherra hefur enginn sendiherra verið skipaður. Sjálfur þvertekur Gunnar fyrir að hafa sóst eftir embætti sendiherra. MYND/STEFÁN Alþýðuflokkur Haraldur Guðmundsson 1957 Stefán Jóhann Stefánsson 1957 Guðmundur Í. Guðmundsson 1965 Benedikt Gröndal 1982 Kjartan Jóhannsson 1989 Eiður S. Guðnason 1993 Jón Baldvin Hannibalsson 1998 Sighvatur Björgvinsson 2004 Guðmundur Árni Stefánsson 2005 Framsóknarflokkur Bjarni Ásgeirsson 1951 Kristinn Guðmundsson 1956 Einar Ágústsson 1980 Aðrir flokkar Albert Guðmundsson 1989 Svavar Gestsson 1999 Sigríður Dúna Kristmundsd. 2006 Árni Þór Sigurðsson 2014 Sjálfstæðisflokkur Thor Thors 1941 Jakob Möller 1945 Gísli Sveinsson 1947 Gunnar Thoroddsen 1965 Sigurður Bjarnason 1970 Þorsteinn Pálsson 1999 Björn Dagbjartsson 2001 Tómas Ingi Olrich 2004 Júlíus Hafstein 2005 Markús Örn Antonsson 2005 Sigríður Anna Þórðardóttir 2008 Geir H. Haarde 2014 Stjórnmálamenn sem urðu sendiherrar Ýmsir fleiri sendiherrar voru þó pólitískt skipaðir. HVAÐ FENGUST STJÓRNMÁLAMENN Á SENDIHERRASTÓLI VIÐ? Áætlun Gunnars Thoroddsen um hvernig verja skyldi deginum sem sendiherra í Höfn 7.00 Vakna 7.30–8.30 Vinna heima, píanó 10–20 mín., málanám í frönsku 8.30 Morgunverður 8.45 Af stað 9.02 Lest til Østerport 9.10–10.00 Ganga: Østre Anlæg o.fl., eða Grønningen, Kastellet 10.00 Skrifstofa 12.30 Borða á skrifstofu 13.00–15.00 Konunglega bókhlaðan 15.00 Í bíl heim 15.30–16.30 Leggja sig að jafnaði 16.30–18.00 Vinna heima, píanó 10–20 mín., ganga með Völu, málanám 18.00 Kvöldverður 19.00–23.00 Útvarp, sjónvarp, lestur. MYND/GVA HEIMILD: GUNNAR THORODDSEN - ÆVISAGA EFTIR GUÐNA TH. JÓHANNESSON.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.