Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 12. JÚNÍ 2020 DV
„Ég hafði ekki
áttað mig á
því að ást
gæti breyst
og stækkað
og orðið svo
miklu meira,“
segir Þóra
um samband
sitt við
eiginmanninn,
Völla Snæ.
MYND/ERNIR
FÖRÐUN/ELÍN
REYNISDÓTTIR
É g saknaði þess alltaf að eiga ekki hund þegar við fluttum aftur heim
til Íslands. Þegar við bjuggum
á Bahamaeyjum áttum við
sex hunda þegar mest var,
fjóra Labradorhunda og tvo
blendinga. Að eiga hund er
mikil skuldbinding og það var
einhvern veginn aldrei rétti
tíminn. Síðan kom eitt stykki
heimsfaraldur og ég held að
það hafi verið á degi tvö í inni-
lokuninni sem ég lagði til við
Völla að við fengjum okkur
hund,“ segir Þóra Kolbrá
Sigurðardóttir og á þar við
eiginmann sinn, Völund Snæ
Völundarson, einn þekktasta
matreiðslumann landsins.
Saman eiga þau börnin
Baldvin Snæ, 12 ára og Mó-
eyju Mjöll, 10 ára. Nýjasti fjöl-
skyldumeðlimurinn er síðan
Labradorhvolpurinn Morgan
Kane. „Saman valdi fjölskyld-
an nafnið Morgan en við bætt-
um síðan við nafninu Kane
og heitir hann þá eftir uppá-
haldssögupersónu tengda-
föður míns, sem hefur lesið
allar bækurnar um Morgan
Kane, hetju villta vestursins.
Ég er nú orðin hvolpamóðir á
ný. Góður hundur er eins og
framlenging af manni sjálf-
um,“ segir Þóra. Morgan Kane
er nývaknaður þegar viðtalið
hefst en litlir hvolpar þurfa að
leggja sig yfir daginn rétt eins
og ungbörnin.
Kynntust á Bahamaeyjum
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan Þóra komst fyrst
í kastljósið sem annar um-
sjónarmanna Stundarinnar
okkar. Hún og leikarinn Jó-
hann G. Jóhannsson stýrðu
þættinum með miklum sóma á
árunum 2002–2007 og brugðu
sér gjarnan í hlutverk þeirra
Birtu og Bárðar.
Lengi vel ráku Þóra og Völli
veitingastaði við góðan orð-
stír. Þegar þau kynntust rak
Völli veitingastað á Bahama-
eyjum. „Við kynntumst meðan
hann bjó úti. Við hittumst á
Bahamas 5. maí 2005. Ég fór
heim til Íslands tveimur vik-
um seinna en hann kom heim
um sumarið og þá byrjuðum
við saman. Ég var úti hjá hon-
um í nóvember og þá ákvað
hann að biðja mín, reyndar
eftir að ég var búin að segja
honum að ég hefði fullan hug
á að giftast honum. Við giftum
okkur sumarið 2006 en höfð-
um þá aldrei búið saman.“
Þegar þau fluttu aftur til
Íslands tók við rekstur á Pall-
inum á Húsavík, Borginni res-
taurant á Hótel Borg og Nora
Magasin. Spurð hvort þau sjái
fyrir sér að snúa aftur í veit-
ingahúsarekstur segir hún:
„Okkur finnst gott að fara út
að borða og styðjum við brans-
ann þannig. Við fáum reglu-
lega tilboð um að hella okkur
út í veitingareksturinn á ný
en sá kafli er búinn og annar
kafli hafinn.“ Völli sinnir þó
áfram matreiðsluástríðunni
þótt hann reki ekki veitinga-
stað og Þóra stýrir matarvef
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
Mbl.is þar sem hún birtir upp-
skriftir, ráð og hvaðeina sem
tengist mat.
Veitingageirinn
erfiður bransi
„Á matarvefnum hef ég reynt
að vera rödd þessa reksturs
frekar en að standa á kant-
inum og gagnrýna. Þegar öllu
var lokað vegna COVID-19
stofnuðum við á matarvefnum
hóp á Facebook þar sem við
bjuggum til vettvang fyrir
veitingastaði til að koma sér
á framfæri, til dæmis með
heimsendingum. Ég held rosa-
lega mikið með veitingabrans-
anum á Íslandi. Áður en við
Völli helltum okkur saman í
veitingabransann hér hafði ég
bara reynslu af rekstrinum á
Bahamas þar sem rekstrar-
umhverfið er mun einfaldara.
Hér unnum við allan sólar-
hringinn og bara kláruðum
okkur alveg. Þetta er brútal
bransi hér. Fólk heldur oft að
veitingamenn séu að okra á
því og veitingafólk hafi það
upp til hópa svakalega fínt.
Þetta er hins vegar hörku-
púl og fáir endast lengi. Ég
bendi fólki á að þegar það sér
reikninginn þá sé gott að hafa
í huga að um 50% er launa-
kostnaður, þar af stór hluti
opinber gjöld, og nánast allur
afgangurinn hráefniskostn-
aður og leiga. Hér er formúlan
þannig að ef þú átt 10% eftir,
fyrir skatta og gjöld, þá ertu
í toppmálum. Rekstrarum-
hverfið er alls ekki hliðhollt
minni og meðalstórum fyrir-
tækjum. Ég hef mikla samúð
með veitingamönnum, dáist
að þeim og reyni að styðja við
þá eins og ég get. Nú er ég á
vettvangi sem hentar mér
betur, að miðla. Það er einhver
rómantísk mýta að það sé svo
frábært að öll fjölskyldan sé
saman í veitingarekstri. Ég
þekki slíkar fjölskyldur og
þær eru ofboðslega þreyttar.
Fólk velur auðvitað fyrir sjálft
sig og við ákváðum að kúpla
okkur út úr þessu.“
Hún segir það hafa haft sín
áhrif þegar ákveðið var að
byggja við Hótel Borg þar sem
þau ráku veitingastað. Borg
restaurant var opnað í árs-
byrjun 2013 og um haustið var
ákveðið að byggja við en til að
það væri hægt þurfti í raun
að loka veitingarekstrinum á
meðan. „Við reyndum mikið að
halda þessu gangandi. Þegar
maður er á hamstrahjólinu
sér maður oft ekki almenni-
Við biðum
algjört
skipbrot
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir neyddist til að
endurskoða líf sitt eftir að hafa ofkeyrt
sig í vinnu. Hún var með sífellt samvisku-
bit gagnvart börnunum en nýtir nú hverja
stund til að vera með þeim.