Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 37
Í þessari viku erum við með tónlistarþema og þar af leiðandi kom enginn annar til greina en hinn ástsæli og stórfenglegi Páll Óskar Hjálmtýsson, stórsöngvari og Fiskur. Lúna Fírenza, spádíva og tarotgúru DV, lagði spilin fyrir hann. Við fáum ekki leið á því að tala um Fiskinn, en mælt er með því að hafa nokkra slíka í kringum sig. Fiskurinn lifir í flæði og er oftast til í alls konar rugl með manni. Þeir eru því vinmargir og skemmtilegir. Þeirra helsti ókostur er að ofhugsa hlutina og gera úlfalda úr mýflugu. Tunglið Lykilorð: Sjálfskoðun, tilfinningar, lífskraftur Tunglið sést hér speglast í vatninu og táknar ákveðna sjálfskoðun. Í dag minnir þetta spil þig á að huga vel að andlegri vellíðan og jarðtengja þig með því að gefa þér tíma úti í náttúrunni. Ef þér finnst þú hafa beðið eftir ákveðnu svarið þá er tunglið mætt til að segja þér að svarið sé á leiðinni. Ekki láta stress eða kvíða taka yfir heldur mættu þeim tilfinningum með þeirri mýkt og skilningi sem þú myndir gera fyrir aðra, ekkert ástand varir að eilífu. Stjarnan Lykilorð: Von, trú, tilgangur, endurnýjun, andleg málefni Stjarnan er sannkallað lukkuspil og kallar á nýja og bjartari tíma. Þú ferð jafnvel að hugleiða meira, sem mun gefa þér meiri ró í hjartað. Blessanir alheimsins streyma til þín og ég fæ ekki leið á því að segja fólki að óska sér! Þú færð innblástur fyrir ný verkefni með þessari nýju orku sem flæðir til þín. Þú kemst í hærri tíðni og tengist meira andlegum málefnum. Ekki láta gamlar hugsanir eða venjur halda aftur af þér. Bikarás Lykilorð: Skapandi tækifæri, leiðandi skilaboð, for­ vitni, möguleikar, nýjar hugmyndir Það er augljóst að með allri þessari sjálfsvinnu flæðir þú inn í nýja heima þar sem tækifæri, innblástur og nýjar dyr opnast þér. Fögur skáldgyðja birtist hér og boðar fallegt samstarf sem mun verða afar lukkulegt. Við hlökkum öll til að sjá hvað það verður! Þú færð kraft til þess að velja það sem hentar best fyrir sjálfan þig og taka hugrakkar ákvarðanir sem munu leiða til breytinga. Skilaboð frá spákonunni Það er heilagur andi sem umlykur þig – „Oh, happy day“ er þemalagið þitt þessa vikuna. Með þessari orku og aukinni sjálfsvinnu mun allt ganga upp hjá þér. Njóttu þess og mundu að þetta líf er eilíft ferðalag ekki einn áfangastaður (haha, svo gaman að svona orðatiltækjum sem þýða allt og bara alls ekkert). STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Páll Óskar Hjálmtýsson Svona eiga þau saman Hvaða lag lýsir þér best í þessari viku? Hrútur 21.03. – 19.04. Lag vikunar er Let it be með Bítlunum. Ef þú ert ekki að fá þá útkomu sem þú vilt er gott að finna friðinn í millibilsástandinu og treysta því að þetta muni líða hjá. Þú ert þinn harðasti dómari, finndu friðinn, maður, samþykktu sjálfa/n þig! Naut 20.04. – 20.05. Þitt þemalag vikunnar er Ég er slakur að njóta og lifa… Varstu mögulega aðeins of stressuð/aður í síðustu viku með litla þolinmæði sem bitnaði á hinum og þessum? Það er allavega liðið hjá. Kannski er einhver sem á inni afsökunar- beiðni hjá þér? Tvíburar 21.05. – 21.06. Tvíburakrúttið er í stuði þessa vikuna til þess að hjálpa þeim sem þeim þykir vænt um og er óvenju gjafmilt við að búa til rými og tíma fyrir sitt fólk. Þemalagið þitt er I got you babe… Krabbi 22.06. – 22.07. Who are you gonna call? Ghost­ busters! Ef þér finnst málin vera yfirþyrmandi og gamlir draugar koma upp á yfirborðið og/eða slæmar minningar, þá er kannski málið að hringja í stuðningsaðila þinn. Leyfðu fólkinu þínu að vera til staðar. Hver er þinn draugabani? Ljón 23.07. – 22.08. Hækkaðu vel í Don’t worry about a thing með Bob Marley. Þú veist að hann mun koma skapinu í lagi og létta í þér lundina, betri tímar eru fram undan. Þér finnst eins og fargi hafi verið af þér létt og nú er tíminn til þess að dilla sér við góðan takt. Ekki ofhugsa hlutina. Meyja 23.08. – 22.09. Cry me a river gæti mögulega lýst þér þessa vikuna. Hristu þessa sjálfsvorkunn burt og skiptu um útvarpsstöð. Þú hefur valdið og getur alveg breytt um stefnu, bara spurning um viðhorf. Já, hættu þessu væli! Þú hefur valdið innra með þér til að breyta. Vog 23.09. – 22.10. Elsku rómantíkus … Torn be­ tween two lovers, feeling like a fool gæti átt við þig þessa vikuna því þú elskar allt og alla og vilt sýna fólki að þú elskir það, en þarft mögulega að velja á milli þess að flytja í kommúnu eða gerast mormóni. Þú ræður. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Vá! Kæri, Sporðdreki. Þetta nýja sjálfsöryggi lítur vel út á þér og með þessu nýja sjálfstrausti koma alls konar skemmtileg tækifæri og fólk laðast að þér. Súperstar er lag vikunnar hjá þér! Bogmaður 22.11. – 21.12. Don’t stop me now I am having such a good time… Já, það er kominn einhver galsi í þig og þú vilt bara skemmta þér og njóta því loks er smá jafnvægi að detta inn í líf þitt og álagið að jafnast. Láttu það eftir þér, skemmtu þér, þú átt það sannarlega skilið. Mundu að allt leitar jafnvægis! Steingeit 22.12. – 19.01. I’d rather be alone than unhappy. Já, hún Whitney Houston okkar kunni þetta, ekki láta neinn vaða yfir þig. Verndaðu sjálfið! Ef fólk er ekki að koma vel fram við þig, skaltu losa þig undan því. Þú ert þinn eigin herra. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Segðu ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski… Það er svo gott og hollt að fara út fyrir þæg- indarammann sinn. Þannig nærðu að brjóta rútínuna og upplifa nýja hluti. Þannig að áður en þú segir nei, segðu þá allavega kannski! Fiskur 19.02. – 20.03. I’m too sexy for my shirt… Úff, hvaðan kemur allur þessi kyn- þokki? Þú ert sjóðandi heit/heitur og það er allt í lagi að finnast það líka sjálfri/um. Með nýju lúkki kemur ný stemming, og ef þú ert með Tinder-prófíl þá máttu bara eyða honum. Þú þarft bara alls ekkert á honum á halda! Vikan 12.06. – 18.06. Það er heilagur andi sem umlykur þig Rómantíkin er allsráðandi MYND/SIGTRYGGUR ARI stjörnurnarSPÁÐ Í N ýlega opnaði fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sig um baráttuna við kvíða. Færsla hans vakti mikla athygli og þökkuðu margir honum fyrir hreinskilnina. Egill er kvæntur Sigurveigu Káradóttur og lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Egill er Sporðdreki og Sigurveig er Meyja. Sporðdrekinn er gjarnan misskilinn en mjög ástríðufullur. Hann elskar lífið og vill lifa því til fullnustu. Meyjan er merki sem þrífst á sam- kennd og sjarma. Rómantíkin er allsráðandi þegar Sporðdrekinn og Meyjan koma saman. Þau eru virk í svefnherberginu því eins og við vitum er Sporðdrekinn mjög ástríðufullur og Meyjan mjög seiðandi í eðli sínu. Það er sjaldan sem pörun tveggja merkja er jafn fullkomin og þeirra. Veikleiki þeirra er hversu ólíkar skapgerðir þeirra geta verið. Bæði merkin eru mjög stjórnsöm og kemur reglulega upp valdabarátta í sambandinu. Til að leysa það þurfa þau að tala saman, sem betur fer er styrkleiki þeirra samskipti. Þeg- ar eitthvað bjátar á þá ræða þau um málin og hlusta á hvort annað. n Sigurveig Káradóttir 21. september 1973 Meyja n Metnaðarfull n Traust n Góð n Vinnuþjarkur n Of gagnrýnin n Feimin Egill Óskar Helgason 9. nóvember 1959 Sporðdreki n Úrræðagóður n Hugrakkur n Ástríðufullur n Þrjóskur n Afbrýðisamur n Dulur MYND/STEFÁN MYND/RÓSA JÓHANNSDÓTTIR STJÖRNUFRÉTTIR 37DV 12. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.