Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 20
Sif Saga Dagbjartsdóttir er 22 ára fyrirsæta og tónlistarkona. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem leikkona og bíður spennt eftir að sjá frumraun sína á hvíta tjaldinu. Sif er fædd og uppal­ in í Boston en foreldrar hennar eru íslenskir og á hún stóra fjölskyldu hér á landi. Undan­ farin tvö ár hefur hún búið í New York en áður bjó hún í Los Angeles. „Mér hefur alltaf fundist að ég ætti að vera á Íslandi og þoldi til dæmis ekki að tala ensku í skólanum. Ég hef alltaf verið mjög stolt af því að vera íslensk. Ég bað oft foreldra mína um að flytja aftur til Ís­ lands, skildi ekkert í þeim að vilja búa í Bandaríkjunum,“ segir Sif og hlær. „Ég fór svo í heimavistar­ skóla þegar ég var tólf ára og hef hálfpartinn verið ein síðan. Ég fæ enn mikinn stuðning frá foreldrum mínum og get allt­ af komið heim. En það mætti segja að ég hafi verið sjálfstæð síðan ég var tólf ára. Það var mjög erfitt en ég er sátt í dag, þar sem ég væri ekki að gera það sem ég er að gera ef ég hefði ekki verið svona mikið ein og lært að redda hlutum sjálf.“ Vildi fara heim Sif fór í heimavistarskóla í New Hampshire. „Mig lang­ aði ekkert endilega að fara en ég hélt að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera. Ég átti við námsörðugleika að stríða og mamma og pabbi útskýrðu fyrir mér að ég þyrfti að læra að læra betur. Ég fór þarna til að gera það sem ég þurfti að gera en næsta árið vildi ég ekki vera þarna. Ég saknaði mömmu og pabba mjög mikið, hringdi oft í mömmu og bað hana um að sækja mig. Það var ekkert auðvelt fyrir hana heldur að heyra mig segja að ég vildi ekki vera þarna,“ segir Sif. Í skólanum voru bæði nem­ endur á heimavist og nemend­ ur sem voru aðeins í skólanum yfir daginn og fóru svo heim. Hóparnir voru mjög aðskildir félagslega og átti Sif oft erfitt með að tengjast öðrum nem­ endum á heimavistinni. „Flestir nemendanna á heimavistinni komu ekki úr sömu aðstæðum og ég. Margir voru frá Kóreu, Kína og Taí­ van. Svo voru líka nemendur frá Harlem og New Jersey sem fengu skólastyrk. En það var mjög jákvætt að fá að kynnast alls konar fólki og öðruvísi menningarheimum. Það hefur aldrei verið auð­ velt fyrir mig að eignast vini og það voru nokkrar stelpur sem voru í skólanum, en ekki á heimavistinni, sem gerðu mér lífið leitt. Það spilaði örugg­ lega mikið inn í hvernig mér leið þarna.“ Sif segir að samband sitt og MÉR VAR SAGT AÐ ÉG FENGI ALDREI VINNU AFTUR Fyrirsætan Sif Saga hefur verið á forsíðum glanstímarita á borð við Elle og Harper’s Bazaar. Hún sat fyrst fyrir sextán ára en sama ár fékk hún flog eftir mjög slæmt kvíðakast. Sif hefur fundið fyrir mikilli pressu frá bransanum um útlit sitt og fékk hörð viðbrögð þegar hún mætti til vinnu með hormónaútbrot. Sif byrjaði að æfa píanó fimm ára gömul og semur eigin tónlist. MYND/AÐSEND Sif hefur verið fjórum sinni á forsíðu á Elle. MYND/AÐSEND Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is 20 FÓKUS 12. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.