Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2020, Blaðsíða 4
1Kona rekin eftir atvik í starfs-mannasamkvæmi í Lands-
bankanum Kona höfðaði mál gegn
Landsbankanum vegna meintrar
ólögmætrar uppsagnar. Landsbank-
inn hafði þó betur fyrir dómi.
2Helgi segir að Lína hafi borgað fyrir plássið í Vogue – Lína
svarar Helgi Seljan telur Línu hafa
stært sig af umfjöllun í tískutímaritinu
Vogue, sem hún hafi þó borgað sjálf
fyrir.
3Nágranninn gerði hryllilega uppgötvun heima hjá þeim
grunaða í máli Madeleine McCann
Nágranni fann ruslapoka með hár-
kollum og framandi fatnaði heima hjá
meintum barnamorðingja.
4Reynir Bergmann og Sólveig Ýr eru hætt saman Samfélags-
miðlastjarnan Reynir Bergmann og
Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir eru hætt
saman.
5Meintur fjársvikari í einu grófasta fjársvikamáli Íslands
neitar sök Kona er grunuð um að
hafa svikið tugi milljóna frá heilabil-
uðum systrum á tíræðisaldri.
6Líf Didda breyttist þegar hann fór í Hörðuvallaskóla Móðir ein-
hverfs drengs, sem lauk grunnskóla á
dögunum, þakkar skólafélögum hans
og kennurum fyrir að gera reynslu
drengsins af skólanum frábæra.
7Draugalegustu staðir Íslands – „Mér fannst alltaf eins og ein-
hver væri að koma upp tröppurnar.“
Helgarblað DV tók saman drauga-
legustu staði landsins
8Yfirgaf Votta Jehóva – „Var 10 ára þegar mér var sagt að ég
væri of kynþokkafull“ Ung kona sem
ólst upp í Vottum Jehóva í Svíþjóð
lýsir kynferðislegri áreitni sem hún
varð þar fyrir.
9Rússneskur áhrifavaldur ólétt af barni stjúpsonar síns –
Eiginmaðurinn heyrði í þeim stunda
kynlíf Rússneskur áhrifavaldur varð
ástfangin af stjúpsyni sínum og eiga
þau von á sínu fyrsta barni.
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Morðingi Palme nafngreindur
Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint manninn sem þeir telja
að hafi myrt forsætisráðherra landsins, Olof Palme, árið 1986.
Maðurinn heitir Stig Engström, einnig þekktur sem Skandia-
maðurinn. Engström svipti sig lífi árið 2000 og því verður
hann ekki ákærður vegna málsins. Morðrannsóknin er sú um-
fangsmesta í sögu Svíþjóðar en 134 einstaklingar hafa játað á
sig verknaðinn og lögregla hefur yfirheyrt 10 þúsund manns
vegna málsins.
Bjarni Ben. og hagfræðingur í hár saman
Fjármálaráðuneytið kom í veg fyrir að hagfræðingurinn Þor-
valdur Gylfason yrði ráðinn sem ritstjóri fræðiritsins Nordic
Economic Policy Review. Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra telur afskiptin eðlileg í ljósi þess að Þorvaldur hafi lengi
eldað grátt silfur við Sjálfstæðisflokkinn og því ekki líklegur
til að ritstýra fræðiritinu í samræmi við áherslur ráðuneyt-
isins. Þessi afskipti hafa sætt harðri gagnrýni fræðimanna,
embættismanna sem og almennings.
Úlfúð vegna óbreytts opnunartíma
Rekstraraðilar veitingastaða í miðbænum fengu áfall þegar
næstu tilslakanir á samkomubanni voru tilkynntar, en veit-
ingastöðum verður áfram gert skylt að skella í lás klukkan 23
á kvöldin. Samkomubann var rýmkað upp í 500 einstaklinga,
en almannavarnarteymi ríkislögreglustjóra telur ekki vænlegt
að rýmka opnunartíma skemmtistaða, þar sem mikil smit-
hætta geti stafað af fjölmenni þar sem áfengi er við hönd.
Veitingastaðir hafa gagnrýnt þetta og bent á að það geti varla
skipt máli hvort fjölmenni sé á stöðum klukkan 23 á kvöldin,
eða síðar. Engu að síður sé fólk að mæta í miðbæinn til að
skemmta sér, þeir mæti bara fyrr og hópamyndun og eftir-
partí verði algengari.
15,5 milljónir frá ráðuneyti Lilju
Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Hugi Bjarnason hefur fengið
15,5 milljónir króna frá menntamálaráðuneytinu undanfarin
tvö og hálft ár, eða frá því að Lilja Alfreðsdóttir tók við emb-
ætti ráðherra. Lilja skipaði hann formann fjölmiðlanefndar,
þvert á tillögu sérfræðinga og þrátt fyrir að hafa litla sem
enga reynslu af fjölmiðlun. Þá var Einar Hugi formaður hæfis-
nefndarinnar sem mælti með Páli Magnússyni sem ráðuneyt-
isstjóra, en Lilja braut jafnréttislög með skipuninni.
Gagnrýnir rasisma skemmtikrafta
Sema Erla Serdar gagnrýndi
skemmtikraftana Pétur Jó-
hann, Björn Braga og Egil
Einarsson fyrir rasisma og
fordómafulla hegðun í garð
útlendinga og kvenna vegna
myndbands úr afmæli Egils.
Í kjölfarið af gagnrýninni
barst Semu Erlu holskefla af
hótunum og svívirðingum frá
„stuðningsmönnum“ skemmti-
kraftanna sem þótti gagnrýn-
in ómakleg. Sema Erla stendur
við gagnrýnina og segist ekki
hika við að gera slíkt aftur.
Ólga í CrossFit samfélaginu
Greg Glassman, stofnandi og forstjóri CrossFit, hefur látið af
störfum sem forstjóri fyrirtækisins eftir að hann gerði lítið
úr andláti George Floyds, svarts manns sem lést í haldi lög-
reglu, en málið vakti mikla reiði úti um allan heim. Íslensku
CrossFit-stjörnurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður
Sara Sigmundsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir voru meðal
þeirra sem gagnrýndu Glassman harðlega.
G
Ö
N G U K ORT
H
I K I N G M
A
P
GÖNGUM INN Í SUMARIÐ
Göngusérkortin með grænu
röndinni sýna leiðir sem síminn
þinn veit ekki einu sinni um og
koma þér örugglega á áfangastað
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16
4 FRÉTTIR 12. JÚNÍ 2020 DV