Íþróttablaðið - 01.05.1967, Qupperneq 4
Svíar voru fastir fyrir í vörninni, svo sem sjá má á þessari mynd, en Stefán
Jónsson lét það ekki á sig fá. (Ljósm. með þessari g-rein: Sveinn Þormóðsson).
komust ekki einu sinni í 8 liða
úrslitin, en loforð er loforð, og
hingað sendu þeir landsliðið,
eins og áður er sagt.
Liðið, sem keppti í heims-
meistarakeppninni kom reyndar
ekki allt, aðeins 7 menn úr lið-
inu þáðu boðið.
I fyrri leiknum byrjuðu bæði
liðin með því að þreifa fyrir sér,
þannig að aðeins voru skoruð 2
mörk fyrstu 10 mínúturnar.
Eftir það virtist sænska liðið
vera búið að finna leiðina, upp
vinstri kantinn gátu þeir siglt
frían sjó, því að þar var algjört
gat í íslenzku vörnina, og eins
áttu Svíarnir auðvelt með að
skjóta yfir íslenzku vörnina
fyrir miðju marki, þar var öll-
um lágvöxnustu Islendingunum
stillt til varnar. Þeir komust þó
ekki mörg mörk yfir í hálfleikn-
um, í leikhléi stóð markatalan
11:9 á ljósatöflunni.
I seinni hálfleik tók heldur
en ekki að syrta í álinn fyrir
okkar mönnum. Svíarnir not-
færðu sér út í yztu æsar þá
veiku punkta, sem þeir höfðu
fundið, og komust í 15:9 eftir
fáar mínútur. Það bil hélzt svo
nokkurn veginn, þangað til 10
mínútur voru eftir af leiknum,
þá var staðan 21:15, og leikur-
inn virtist gjörsamlega tapaður.
Þá loksins komst íslenzka
liðið í gang. Sigurður Einarsson
var settur til höfuðs bezta leik-
manni Svía, Jan Hodin, sem
setti alls 23 mörk í HM 1967,
en hafði reyndar ekki skorað í
þessum leik nema 2 mörk. Hann
var samt potturinn og pannan í
sænska spilinu og ruglaði ís-
lenzku vörnina algjörlega með
hraða sínum og leikbrellum.
Og það var eins og við mann-
inn mælt, þegar hann var tek-
inn úr umferð, féll sænska liðið
saman eins og blaðra, sem
stungið er á með prjóni. Það
skoraði ekki mark, það sem eft-
ir lifði leiktímans, en það ís-
lenzka efldist því meir, unz
jafnteflismarkið var skorað úr
vítakasti, þegar 20 sek. voru
eftir af leiknum. Gunnlaugur
Hjálmarsson, fyrirliði íslenzka
liðsins, átti þarna stóran hlut
að máli, lék glæsilega þennan
síðasta kafla leiksins. Sama er
að segja um Geir Hallsteinsson,
að ógleymdum Stefáni Sand-
holt, sem skoraði 5 mörk af lín-
unni í leiknum. En er nokkur
goðgá, þótt við spyrjum: Er
ekki fullseint að fara að sýna
snilld sína, þegar ekki eru nema
10 mínútur til stefnu?
Þetta sænska lið var langt í
frá eins gott og sum önnur, sem
orðið hafa að láta í minni pok-
ann fyrir íslenzka landsliðinu.
Seinni leikurinn byrjaði með
forskoti Svía, þeir komust í 5:2
á fyrstu 10 mínútunum, en
skoruðu síðan ekki, fyrr en rétt
fyrir leikhlé, en á þeim tíma
skoraði íslenzka liðið 6 mörk.
Var nú beitt sömu aðferð og
(Sjá bls. 191).
Hér skorar Geir Hallsteinsson eitt af 13 mörkum, sem hann setti í lands-
leikjunum við Svía.
160