Íþróttablaðið - 01.05.1967, Page 9
KR, Víkingur, Valur og Ármann, en
í B-riðli Fram, Þróttur, lR og Hauk-
ar. Varð röðin í riðlunum, eins og hér
var talið, en í úrslitaleik vann Fram
FH auðveldlega með 15:9.
1. 2. flokki karla voru einnig 9 lið.
Þar voru í A-riðli Fram, lR, KR,
FH og lA, og varð keppni nokkuð
jöfn, eins og sjá má af leikjatöflunni,
en í B-riðli léku Valur, Víkingur,
Haukar og Þróttur. Er það eftir-
tektarvert og góðs viti um framtíð
íslenzks handknattleiks, að báðir
riðlarnir skyldu vinnast með eins
marks mun, sem réði úrslitum í
leikjum efstu og næstefstu liða, og
sama varð svo uppi á teningnum,
þegar efstu liðin úr hvorum riðli
léku saman til úrslita. Þá sigraði
Valur Fram með 8 mörkum gegn 7
í mjög spennandi leik.
1 3. flokki kepptu 12 lið í 2 riðl-
um. 1 A-riðli vann Víkingur FH með
1 marki, en þau 2 lið svo alla sína
leiki við lA, Hauka, UBK og KR.
1 B-riðli sigraði Fram með nokkrum
yfirburðum Val, Ármann, iBK, Þrótt
og iR, og í úrslitaleik vann Fram
Víking með 12:7.
Meistaraflokkur kvenna lék í
tveimur deildum, 1. deild, skipaðri
Reykjavíkurfélögunum og FH, og 2.
deild, sem í léku UBK, IBK, Grinda-
vík og lA. ,
Eins og vænta mátti, sigraði Val-
ur í 1. deildinni með yfirburðum.
Valsstúlkurnar gerðu að vísu eitt
jafntefli, við Fram, en hefðu þolað
að tapa leiknum og orðið meistarar
samt. Var þetta í fjórða skipti í röð,
sem þær urðu Islandsmeistarar, en
fimmta skipti í allt. Fram hefur jafn
oft hlotið titilinn, en Ármann oftast,
12 sinnum.
Ekki verður sagt, að hátt hafi
verið risið á þeim handknattleik,
sem stúlkurnar léku á þessu móti,
æfingin virtist lítil og á engan hátt
nægileg, til þess að þær þyldu að
leika á velli af fullri stærð. Er
athugandi fyrir HSÍ, hvort ekki sé
rétt að taka upp tvöfalda umferð í
Meistaraflokki kvenna til þess að
skapa stúlkunum aukið verkefni.
Níu leikir allan veturinn virðast
engan veginn nægja til að halda
uppi áhuga þeirra til nægilegrar æf-
ingar né til að skapa þeim þá keppn-
isreynslu, sem nauðsynleg er til þess,
að þær megi teljast hlutgengar til
Sigríður Sigurðardóttir skorar hjá FH í úrslitaleiknum.
2. flokkur kvenna: A-riðill: Valur Þór Vík. UBK FH Mörk Stig
Valur ... . X 5:5 4:3 5:3 11:6 25:17 7
Þór . 5:5 X 6:6 9:1 11:6 31:18 6
Víkingur . 3:4 6:6 X 12:1 11:3 32:25 5
UBK . . . . . 3:5 1:9 1:12 X 8:7 13:33 2
FH . 6:11 6:11 3:11 7:8 X 22:41 0
B-riðill: KR Árm. Fram ÍBK Mörk Stig
KR . X 9:3 4:3 9:1 22:7 6
Ármann . . 3:9 X 5:5 6:2 14:16 3
Fram ... . 3:4 5:5 X 6:6 14:15 2
IBK . 1:9 2:6 6:6 X 9:21 1
Úrslitaleikur: KR-Valur 5:4
Það var leikið fast í úrslitaleik Vals og Fram í 2. flokki.
165