Íþróttablaðið - 01.05.1967, Side 13
ana, að þeir gætu sýnt skipu-
lagshæfni sína og tilfinningu
fyrir því leikræna, ekki nú, þeg-
ar svo mikið var að vinna og svo
miklu að tapa. Það var nægur
tími til að skipuleggja og sýna
það leikræna, þegar hlaupið
hófst klukkan átján mínútur
yfir fjögur.
Hann var mættur rétt nógu
tímanlega til þess að fara úr
svarta búningnum og liðka sig
aðeins fyrir innan hlaupabraut-
ina. Hann varð þess lauslega
var, að allir hinir voru órólegir
og spenntir á taugum. Hann fór
ekki út á hlaupabrautina eins
og hinir, hann vildi finna hana
ferska og æsandi undir fótum,
þegar hann loks tæki sér stöðu
á rásmarki. Nú þegar, þarna á
grasinu, dönsuðu fæturnir undir
honum. Það var kallað á þá til
rásmarks, út á gráa, þurra
brautina, sem nú virtist skyndi-
lega hörð og ógnvekjandi, rétt
eins og sundlaugin stundum á
köldum vetrarmorgni. Hann
var næstyztur, og rásmarkið
var ekki bogadregið til sam-
ræmis við f jarlægðina frá innstu
braut, en hann hafði ekki á-
hyggjur af því. Þá voru þeir
allt í einu reknir til baka, en
mannfjöldinn stóð á fætur og
heilsaði nazistakveðju, því Hitl-
er birtist skyndilega í þjóðhöfð-
ingjastúkunni. Allir voru óþol-
inmóðir og spenntir. Aftur
gengu þeir að rásmarki... Auf
die Plátze! .... Fertig! .... og
skotið reið af.
Þeir sópuðust í einni bylgju
út úr beygjunni og inn á lang-
hliðina. Og hann hljóp án þess
að vita af því, hann varð var
eins hlaupara utan á sér og alls
hópsins streðandi sér til vinstri
handar og framan við. Það var
gagnslaust að reyna að fara í
kringum hópinn þarna á lang-
hliðinni, eins og Goix og Ed-
wards voru að reyna. Þeir, sem
næstir voru sarginu, hlupu hrað-
an, og hann lét sogast í kjölfar
þeirra, inn í miðjan hópinn og
fann sér stöðu rétt fyrir innan
Cunningham. Kannski var hann
genginn í gildru, með Cunning-
ham utan á sér og tvo menn
fram undan, en hann kærði sig
kollóttan. Hópur hlaupara í
þessum gæðaflokki mundi ekki
fara strax að dreifast, en gerði
hann það, voru þeir flestir fær-
ir um að krækja út fyrir.
Hann slappaði af, lét fæturna
vinna af sjálfum sér, fastákveð-
inn að fylgja Cunningham eða
hvaða mikilvægri breytingu,
sem á hópnum yrði. Forystu
hafði Jerry Cornes, eldri skóla-
bróðir Lovelocks frá Oxford,
tekið og hljóp með jöfnum
hraða, það mátti reiða sig á, að
hann veldi réttan hraða, til að
fyrstu 400 m yrðu hlaupnir á 60
-61 sek. ítalinn Beccali var á
hælum Jerrys, og við hlið hans
rembdist Þjóðverjinn Böttcher
— en það mundi engin áhrif
hafa á Jerry, sem var þess full-
viss, að hann væri dottinn úr
beztu þjálfun og þess vegna
ánægður að geta hjálpað ein-
hverjum öðrum að skipuleggja
hlaupið.
Hvað lengi Jerry mundi halda
út, vissi Lovelock ekki, sjálfsagt
ekki lengra en 800 m. En þegar
þeir fóru yfir rásmarkið á ný,
og hlaupnir voru 400 m, sá
hann, að Jerry lét armana síga
. .. . Nú hlaut eitthvað að fara
Þessi mynd er tekin, þegar hlaupinn er rúmlega hringur af hlaupinu.
Cunningham fyrstur, en á hæla honum koma Ny (á ytri braut), Schaumburg,
Þýzkalandi, Lovelock og Beccali.
169