Íþróttablaðið - 01.05.1967, Qupperneq 19
manna. Er þar keppt t svigi og
stórsvigi, rifjnð upp gömul
kynni og skemmt sér í glöðum
hóp.
Annars er það eftirtektar-
vert, að mikill Kluti sktðafólks-
ins eru byrjendur, eða þeir,
sem lítið hafa iðkað sktðaferð-
ir áður. (Mynd 3)
I sktðakennslunni er skipt t
hópa eftir getu, og eru 6—12
nemendur að jafnaði hjá hverj-
um kennara. Er t fyrstu æft á
jafnsléttu, en stðan fljótlega
byrjað á plóg og stemmusveifl-
um. Þeir, sem kunna þessi und-
irstöðuatriði, æfa sig t sam-
hliða sveiflum og notfæra sér
skiðalyftuna við það. Þegar
öryggi t meðferð skiðanna er
fengið, eru oft farnar fjallgöng-
ur með skiðin og rennt sér á
þeim aftur niður.
Aðstaða öll til skiðaiðkunar
er þarna mjög hentug. Brekkur
við állra hæfi og snjórinn gróf-
kornóttur og fastur fyrir. Geta
byrjendur auðvéldlega lært
undirstöðuatriði skíðamennsku
á námskeiði, sem aðeins stend-
ur eina viku.
Aðálhús skíðaskólans (Mynd
lf) og í báksýn hœstu tindar
Kerlingarfjalla, Snækollur 1)78
m og Fannborg 1)60 m. 1 hlið-
um þessara fjálla eru aðal
skiðabrekkurnar. 1 skólahúsinu
er matsálur og baðstofuloft,
sem tekur 30 gesti. 1 öðrum
skála rétt hjá eru böð og snyrti-
herbergi og auk þess svefnpláss
fyrir 16 manns.
Fœði, ferðir, gisting ásamt
skiðakennslu, skíðályftu og
leiðsögumanni í gönguferðum
er innifálið í þátttökugjáldi. Þá
eru og kvöldvökur háldnar fyr-
ir gesti. Er þar sungið, brugð-
ið á leik og dansað, og leggja
állir sinn skerf af mörkum til
skemmtunarinnar.
Veðrið þarna uppfrá er
breytilegt eins og gengur hér á
landi, og verður því að nokkru
að fara eftir því með útivistar-
tímann. Þó er oftast hœgt að
vera á skíðum einhvern tíma á
hverjum degi. Venjulega er far-
ið á skíði um kl. 11 og verið
tvo tíma í einu. Þá er eins til
tveggja tima hvild, meðan nesti
er snœtt. Síðan aftur tekið til
við skiðin í 2—3 tíma.
Þá er farið heim og snæddur
kvöldverður. Að því loknu leggj-
ast menn fyrir og hvílast, og
nefnist sá þáttur dorm.
175