Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Síða 25

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Síða 25
„Á eftir Gísla, Eiríki og Helga í þremur röðum áfram gakk“. Hljómur hinnar björtu, mjúku raddar Jóns íþrótta- kennara Þorsteinssonar ómaði yfir okkur í fyrsta sinn í fim- leikasal Menntaskólans í Reykjavík, sem þá var bezti fimleikasalur höfuðborgarinn- ar. Þessir alnafnar Bakka- bræðra lögðu þegar í stað upp í gönguna hring um salinn hlið við hlið með halarófu ungra manna á eftir sér, sem allir voru mættir með þann eina ásetning að lyfta merki íþrótt- anna til meira vegs í landinu. 1. nóvember 1926, og klukk- an er 5,30. Iþróttanámskeið l.S.Í. og U.M.F.I. er að hefjast. greinar og að aðalstjórnandi og aðalkennari við námskeiðið yrði Jón Þorsteinsson íþróttakenn- ari. Okkur var tilkynnt, hvers okkur væri þörf í búnaði og hvar hann fengist. Allir höfð- um við einhvers staðar fengið inni og komizt í mötuneyti. Við gengum frá þessari athöfn til kaupa á búnaði, og sem fyrr segir, vorum við mættir kl. 5,30 í fimleikasalnum í fyrstu stund námskeiðsins. Námsgreinarnar voru þessar: Fimleikar, þjálfun og kennsluæfingar, íslenzk glíma, frjálsíþróttir, knatt- spyrna, handknattleikur, Mull- ersæfingar og vikivakadans, sund og leikreglur allar, sem I.S.l. hafði gefið út. en heilsugæzlustjóri var sjálfur landlæknirinn, Guðmundur Björnsson. Fyrirlestrar voru haldnir, og önnuðust þá aðallega: Benedikt G. Waage, Gunnlaugur Björns- son kennari og Guðmundur Mosdal, en Davíð Scheving Thorsteinsson og Axel Tulinius fræddu okkur um Skátahreyf- inguna. Iþróttanámskeið þetta var aðallega til húsa í Goodtempl- arahúsinu. Auk þess var kennt í Sundlaugunum, í fimleikasal Menntaskólans og úti á Mela- vellinum, sem þá var nýlega kominn í gagnið. Það yrði of lengt mál að kynna hvern og einn nemand- >• 40 ára minning frá íþróttanámskeiði I.S.I. og U.M.F.Í. 1926-1927 eftir Gísla Sigurðsson Öðru slíku námskeiði hafði verið hrundið af stokkunum 1924, og gefizt svo vel, að sjálf- sagt þótti að efna til annars slíks. Um sumarið hafði birzt í blöðum landsins auglýsing um námskeið þetta, og umsóknirn- ar tóku þegar að streyma að. Laust eftir hádegi þennan umrædda dag var íþróttanám- skeiðið sett í húsi Goodtempl- ara af forseta I.S.I. að viðstödd- um stjórnarmeðlimum öllrnn og stjórn U.M.F.l. Þarna voru einnig mættir flestir kennarar, er starfa skyldu við námskeið- ið. Forsetinn, Benedikt G. Waage, setti samkomuna með ræðu. Kynnti kennara, náms- Það er ekki ofsögum sagt, að í kennaraliði þessa námskeiðs var valinn maður í hverju rúmi. Námskeiðsstjórinn Jón Þor- steinsson kenndi fimleika, glím- ur og Mullersæfingar og kennsluæfingar allar, ásamt líf- færafræði. Benedikt G. Waage kenndi knattspyrnu og reglur, Steindór Björnsson íþróttaregl- ur og lög. Bræðurnir Ólafur og Jón Pálssynir kenndu sund, Ólafur Sveinsson frjálsíþróttir, aðallega köst. Jón Kaldal kenndi hlaup, Reidar Sörensen stökk. Valdimar Sveinbjörns- son kenndi handknattleik, Helgi Valtýsson vikivakadans. Sveinn læknir Gunnarsson heilsufræði, ann, enda voru þeir víðast af landinu og úr kaupstöðum landsins, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Reykjavík. Hvernig var svo deginum var- ið á þessu íþróttanámskeiði ? Kl. 8 að morgni vorum við allir mættir til sundnáms í Sundlaug- unum. Kl. 10 vormn við mættir í Goodtemplarahúsinu, vorum þar við glímuæfingar, fimleika- æfingar og Mullersæf ingar fram til kl. 12. Kl. 1 fór fram bókleg kennsla til kl. 2,30. Þá var far- ið út á Melavöll til æfinga í frjálsíþróttum og knattspyrnu. Kl. 5,30 var svo fimleikakennsl- an og stóð til kl. 7. Handknatt- leik iðkuðum við í leikfimissal 181

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.