Íþróttablaðið - 01.05.1967, Qupperneq 27
Fréttir af félögum og samböndum
Frá Laganefnd FKl:
Stjórn FRl hefur fengið Laga-
nefnd FRÍ til umsagnar og úrvinnslu
umburðarbréf I.A.A.F. með breyt-
ingum á leikreglum þess, sem taka
eiga gildi 1. maí 1967. 1 plaggi IAAF
er þess getið, að handbókin með
nýju breytingunum innfelldum sé í
prentun og ennfremur að ýmsar
skýringarteikningar, sem í eldri hand-
bók eru, komi nýjar og skýrari í
þeirri nýju. Með tilliti til þess og svo
einnig hins, að þýðing alþjóðaregln-
anna á íslenzku stendur nú yfir, töldu
laganefndarmenn ekki ástæðu til að
þýða allar þær reglubreytingar og
orðalagsbreytingar, sem samþykktar
voru á þingi IAAF 1966, heldur
létu nægja að þýða og staðfæra þær
breytingar, sem skipta nokkru máli
fyrir íslenzkar frjálsíþróttir, og lögðu
til, að stjórn FRl gæfi þær út sem
bráðabirgðaákvæði. Það hefur stjórn
FRl gert, og fara þessi nýju ákvæði
hér á eftir:
1. gr.
Ræsir skal hafa aðstoðarmann,
einn eða fleiri, sem fylgjast skulu
með þvi, að ekki sé brugðið við of
fljótt, og hefur sá aðstoðarmaður
sömu skyldu og ræsir til að kveðja
hlaupara til vlðbragðs að nýju, telji
hann einn eða fleiri hlaupara hafa
brugið við of snemma.
2. gr.
1 hástökki, langstökki og þrí-
stökki skal enginn keppandi eyða
meiri tíma til tilraunar sinnar en 2
mínútum. 1 stangarstökki skal eng-
inn keppandi eyða meiri tíma en 3
mínútum til tilraunar sinnar. Stökk-
dómari skal gefa hverjum kepanda
merki, þegar hefst sá tími, sem hon-
um er ætlaður til tilraunar.
3. gr.
1 tugþraut og fimmtarþraut
kvenna skal þannig raðað í riðla í
síðustu grein (1500 m hlaupi og 200
m hlaupi), að þeir hlaupi saman í
riðli, sem hæstir eru að stigum, áður
en sú grein hefst.
4. gr.
1 4x400 m boðhlaupi og 4x200 m
boðhlaupi skal hlaupa 500 m á að-
skildum brautum.
5. gr.
1 spjótkasti er bannað að setja
nokkur merki á atrennubrautina
sjálfa, en keppendur mega setja
merki, sem leikstjórn leggur þeim
til, til hliðar við atrennubrautina.
6. gr.
Hljóti tveir keppendur sömu stiga-
tölu í tugþrautarkeppni skal sá telj-
ast sigurvegari, sem hærri stigatölu
hefur hlotið i fleiri einstökum grein-
um. Séu þeir þá enn jafnir, skal sá
teljast sigurvegari, sem hæsta stiga-
tölu hefur hlotið fyrir eina einstaka
grein. Þessi regla gildir jafnt, hvort
sem úrskurða þarf um röð fyrstu
manna eða annarra keppenda.
7. gr.
I stangarstökki má ráin vera mest
4,30 m að lengd og 2,15 kg að þyngd.
Mesta fjarlægð milli súlna má vera
4,32 m. Lengd stangarstökksstokks
skal vera 1 m, mælt í botni innan-
verðum. Stokkar, sem eru metri að
lengd, mælt við efri brún, skulu þó
enn halda gildi sínu sem löglegir.
8. gr.
Stangarstökksstöng má vefja neð-
anverða á 30 sm bili til að verja
hana hnjaski í stokknum.
9. gr.
Sleggjukast og kringlukast skal
framkvæmt úr búri, til þess að
tryggt sé öryggi áhorfenda, starfs-
manna og keppenda. Búrið skal vera
C-laga, 7 m í þvermál, hliðið, sem
kastað er úr, um 5 m breitt. Hæðin
ætti ekki að vera undir 3,35 m, en
er æskileg 4 m.
Hvað geta andstæðingarnir ?
ísland er í riðli með Belgíu og Ir-
landi í Evrópubikarkeppni í frjáls-
íþróttum, en undankeppni í riðlin-
um fer fram í Dublin 24. og 25.
júní n. k.
Belgíumenn standa framarlega I
þessari grein íþrótta, svo sem sjá
má af þessum lista yfir beztu af-
rek þeirra 1966:
100 m hlaup: 10,4 sek Pazl Poels
(landsmet),
200 m hlaup: 21,4 sek. sami,
400 m hlaup: 47,5 sek. Jacques
Pennewaert,
800 m hlaup: 1:47,7 mín. Paul
Roekaerts,
1500 m hlaup: 3:40,7 mín. André De
Hertoghe (landsmet),
5000 m hlaup: 13:46,4 mln. Gaston
Roelants,
10000 m hlaup: 28:20,8 mín. sami,
110 m grhl.: 13,9 sek. Wilfried
Geeroms (landsmet),
400 m grhl.: 50,8 sek. sami (lands-
met),
3000 m. hindr.hl.: 8:27,2 mín. Gaston
Roelants,
Hástökk: 2,00 m Yves Theisen,
Stangarstökk: 4,73 m Paul Coppejans
(landsmet),
Langstökk: 7,46 m Yves Theisen
Þristökk: 14,13 m Jacques Septon,
Kúluvarp: 16,35 m Beretrand De
Decker,
Kringlukast: 51,70 m sami (lands-
met),
Sleggjukast: 58,80 m Marcel Hertogs
(landsmet),
Spjótkast: 71,76 m Guy Van Zeune.
Miðað við árangur íslenzkra
frjálsíþróttamanna sl. ár, er aðeins
sigurvon í 3 greinum af 20, sem
keppt er I í landskeppni.
Um árangur Ira sl. ár erum við
fáfróðari. En 1965 hljóp Noel Carroll
800 m á 1:47,5 mín og Basil Clifford
1500 m á 3:45,3 mín, og voru það
einu greinar frjálsíþrótta, sem Irar
komust á heimsafrekaskrá í það ár.
183