Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT
Hvers vegna skyldu læknar yfirleitt ekki reykja.
Og livers vegna skyldu læknar stunda ýmsar íþrótt-
ir og trimm sér til heilsubótar? Við ræddum við
Hjalta Þórarinsson, lækni. — Sjá bls. 5.
Sú mikla fyrirhöfn, þeir mörgu svitadropar, það puð
og peningaútlát, sem það kostar að vera toppíþrótta-
maður, hefur borgað sig fyllilega. Það er álit Bjarna
Stefánssonar, spretthlauparans kunna úr KR. Við
ræddum við Bjarna á dögunum. — Sjá bls. 11.
Hetjurnar, sem hampað va ráður fyrrum, eftir stór-
sigra á Ólympíuleikum, vilja gjarnan gleymast og
rykfalla þá gjarnan, óþekktir og leiðir. Hvar eru
t.d. þeir Don „Tarzan“ Bragg, Paavo Nurmi og Ab-
ebe Bikila. Við könnum þetta nánar. — Sjá grein á
bls. 30.
Kanntu að stökkva á skíðum? Nei. eflaust ekki.
Hann Björn Þór Ólafsson, íþróttakennari á Ólafs-
firði, ritaði fyrir okkur grein um þessa glæsilegu
íþrótt, sem við horfum gjarnan á hreint dolfallin
frammi fyrir sjónvarpstækinu. — Sjá bls. 25.
Þær eru oft kallaðar „íþróttaekkjur“, konur beztu
íþróttamanna okkar. Æíingar og keppni taka sinn
tíma frá heimilinu og konur og börn sjá eiginmenn-
ina minna en góðu hófi gegnir. Við heimsóttum
konur nokkurra vinsælustu íþróttamannanna okk-
ar. — SJÁ OPNUNA.
Hann ætlaði sér mikið hann Varga, ungverski knatt-
spyrnusnillingurinn, þegar hann flúði frá heiinalandi
sínu til að vinna sér fé og frama fyrir vestan
tjald. En hann settist kannski of nærri eldinum,
freistaðist til að þiggja mútur og var útskúfaður. —
Sjá bls. 13.