Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 11
SVITADROPAR, -og lífsins gæði
Rætt viS Bjarna Stefánsson,
spretthlauparann góðkunna
úr KR.
Hér er Bjarni í viðbragðsstöðu
á œjingavellinum i Múnchen í
jyrráhaust. Að báki honum
stendur landsþjáljarinn, Jóhann-
es Sæmundsson.
— Iþróttirnar hafa fært mér mikla ánægju og ver-
ið þroskandi á margan hátt. Því er ekki að leyna,
að æfingar og þátttaka í mótum tekur sinn tíma o.>
geta beiniínis verið hreinasta puð, þegar æft er með
það takmark í huga, að komast i fremstu röð og ná
árangri á alþjóðamælikvarða. En mín skoðun er sú,
að einmitt hin mikla fyrirhöfn og hinir mörgu svita-
dropar, sem það kostar að ná hinum eftirsólta góða
árangri sé e.t.v. mest þroskandi, nú þegar svo margit
þrá það að hljóta gæði lífsins án þess að þurfa mikið
fvrir því að hafa. Þetta sagði Bjarni Stefánsson, hinn
efnilegi lilaupari okkar, sem m.a. setti glæsilegt ís-
landsmet í 400 m. hlaupi á Olympiuleikunnm í Mun
chen, hljóp á 46,8 sek. og var eini íslendingurinn, sem
komst í milliriðil á leikunum.
— Hvar er uppruna þinn,
Bjarni?
—■ Ég er fæddur í Reykjavík
2. desember 1950. Foreldrar mín-
ir eru Asa Bjarnadóttir og
Stefán Pétursson. Uppeldi mitt
var að sjálfsögðu með svipuð-
um hætti og annarra pilta, nema
e.t.v. það að ég dvaldi ávallt
um sumartímann í sveit hjá afa
í Súgandafirði. þess má geta
strax, að ég er að meirihluta
Vestfirðingur og kunni ávallt
rel við mig fyrir vestan. Ég vann
ýmis störf á Súgandafirði, og
síðustu árin þar var ég til sjós
3g vann einnig í frystihúsinu og
uið beitingu. Fyrsta sumarið,
sem ég dvaldi alveg í Reykjavík
var 1970 og þá voru framfarir
mínar miklar í íþróttum. Áður
varð ég að fá frí í vikutíma eða
svo, hverju sinni til að keppa
á he1ztu mótum og æfingar voru
miög stopular.
—. Tókstu nokkuð þátt ...í
kewn; jyrir vestan?
— Heldur var nú lítið um það,
enda er ekki mikið um frjálsar
fbró+tir á Vestfmrðum, því mið-
ur. Þó tók ég þátt í 60 m hlaupi
bar þegar ég var 10 ára eða svo.
Mér er ókunnugt um tímann í
bví hlauni. en mig minnir að ég
hafi borið sigur úr býtum. Það
var svo ekki fvrr en 1966. að ég
tók bátt í Héraðsmóti Héraðs-
sambands Vestur-ísfirðinga í
m'k-gum greinum. 100, 400 og
1500 m. hlaupum og stangar-
p.tRVki. Mér gekk sæmhega á því
móti. en árangur var ekkert sér-
stakim, en seeia má. að bá hafi
áþ'ugi vaknað töluvert fyrir
fr+áisum íbróttum.
— Þú hejur svo byrjað að æja
1967?
— Eins og áður segir var litið
um skipulegar æfingar vegna
sjómennsku á sumrin, en á vet-
urna æfði ég töluvert. Áhugi
minn beindist einnig töluvert
að fimleikum, sem ég æfði hjá
Ármanni, en hætti því fljótlega.
Mér þótti gaman að hlaupa og
þótti fljótur, og 1968 má segja,
að kylfunni hafi verið kastað og
frjálsar íþróttir hafi endanlega
orðið fyrir valinu og ekki sé ég
eftir þeirri ákvörðun. Við skul-
um nú líta á árangur Bjarna
síðustu fimm árin. Hann byrjaði
ekki að keopa í 400 m. fyrr en
1969, og í fyrra var hann mjög
óheooinn í 100 m., það var ávallt
mikill meðvindur, þegar hann
var í beztu „stuðil*, en bezti
meðvindsárangur hans í fyrra
var 10,6 sek.
—■ Hvaða vegálengd jinnst þér
skemmtilegust, Bjarni?
—• Það er nú erfitt að svara
þessu, það er skemmtilegt að
hlaupa, þegar maður er í góðri
æfingu og aðstæður góður. Þó
held ég að 200 m. hlaupið sé
skemmtilegast eða svo finnst
mér. 400 m. eru erfiðir. betta
er að verða hálfgert soretthlauo.
Mig hefur skort fullkomið út-
ha+d til að hlauoa þá vegalengd
og hraði minn er í minnsta lagi,
til að ná t.d. 45,5 sek., sem er
sá tími sem þarf að ná til að
komast í fremstu röð á Ólymoíu-
leikum og Evrópumótum. Nú
hefi ég sett mér það takmark
að reyna að komast á Evróou-
mótið í Róm 1974 og helzt að
komast í úrslit, en bað verður
e-fitt. Næsta sumar verður
'-ennilega ekki betra en 1972.
bar sem ég verð í stúdentsprófi
í vor og það er ávallt strembið.
11