Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 33

Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 33
missti áhugamannaréttindin, vegna þess að ég væri í raun og veru að auglýsa Tarzan. Ég hló að honum“. Keppnin í Róm stóð í 8 klukku- stundir og á þeim tíma léttist Bragg, þótt ótrúlegt sé um 9 kg., eða rúmt kg. á klukkustund, en hann sigraði og þegar úrslit' en hann sigraði og þegar úrslit- ógurlegt Tarzanöskur, sem berg- málaði um leikvanginn. Bragg reyndist hafa rétt fyrir sér, því að eftir að hann hafði tekið við gullinu í Róm kom símtalið lang þráða frá Hollywood. Bragg fór til Hollywood til að verða Tarz- an, en þegar allt kom til alls átti ekki fyrir honum að liggja að leika konung frumskóganna. Forráðamenn kvikmyndafélags- ins vildu láta laga á honum nef- ið með plastikskurðaðgerð og gera uppskurð á raddböndun- um hans til að hann gæti betur gefið frá sér Tarzanhljóðin. Þetta var allt í undirbúningi og ekkert virtist geta komið í veg fyrir að Bragg fengi ósk sína uppfyllta. Þá var það að kona hans, sem gekk með fyrsta barn þeirra hjóna fór heim til New Jersey til að ala barnið. Bragg varð eftir og fékk inni í íbúð eins vinar síns. Eins og gengur og gerist með grasekkjumenn var honum boðið í ýmis sam- kvæmi og eitt sinn bauðst hann til að keyra unga stúlku heim úr samkvæmi, sem hann var að yfirgefa í fyrra lagi. Svo illa vildi til að stúlkan var trúlofuð, en hafði ient í rifrildi við unn- ustann og var að stinga hann af. Kærastinn brást hinn versti við og daginn eftir sat hann fyr- ir Bragg og skaut á hann úr skammbvssu. Bragg slapp ó- meiddur. en blaðaskriíin um at- burðinn höfðu svo mikil áhrif á hann að hann ákvað að forða sér heim til New Jersey. ,,Ég var búinn að vera heima í viku, er ég fór með lítinn frænda minn niður á leikvöll. Þegar börnin þar báðu mig að leiha Tarzan gat ég auðvitað ekki staðist mátið og klifraði unn kaðal. sem var á leikvell- inum. sveiflaði mér þar með óg- urlegum Tarzanöskrum fram og til baka unz ég lét mig falla til jarðar. Ég lenti með fæturna á flöskubrotum og skar mig svo illa að það þurfti 18 spor til að sauma sárin saman og læknir- inn skipaði mér að liggja í rúm- inu í 6 vikur. Jæja, ég var varla kominn í bælið, er síminn hringdi og það var leikstjórinn Sy Wein- traub að hringja frá Hollywood til að biðja mig að koma til Hollywood með fyrstu ferð til að leika í Tarzanmynd. Það var erfitt að segja honum frá fóta- meininu, en Jac Mahoney fékk hlutverkið". Næsta Tarzantækifæri Braggs kom árið 1964, er honum var boðið að leika í Tarzanmynd, sem ætlað var að vera undan- fari sjónvarpsmyndaflokks. Hann var kominn til Jamaica, og byrj- aður að leika, er lögbann var sett á myndatökuna, vegna þess að félagið hafði ekki rétt á að gera Tarzanmynd. Þar með var sá draumurinn búinn og svo virt- ist sem Bragg væri líka búinn að vera, því að hann var svo langt niðri að hann gat ekkert hugsað sér að gera. Hann reyndi fyrir sér sem lyfjasölumaður til að framfleyta fjölskyldunni, en tekjurnar voru sáralitlar, auk þess sem fólk var alltaf að spyrja hvað hann, Don Bragg, væri eiginlega að gera með því að leggja sig niður við sölumennsku. Þetta voru erfiðir tímar. Bragg var orðinn bakveikur og vinstri fótur hans var orðinn dofipn. Læknarnir sögðu honum að hann yrði að gangast undir mænu- uppskurð og þegar hann var að pakka niður föggum sínum til að fara með á spítalann hringdi síminn enn einu sinni og aftur var það Weintraub, sem spurði hvort hann gæti komið niður til S-Ameríku innan tveggja daga til að leika Tarzan í kvik- mynd. Bragg varð að segja því miður og Ron Ely fékk hlut- verkið sem varð til þess að hann var valinn til að leika Tarzan í sjónvarpsmyndaflokknum, sem gerði hann frægan og ríkan. Þeg- ar Bragg segir frá þessu verður hann mæðulegur til augnanna og segir: „Ég er ekki forlagatrúar, en ég held að það sé ljóst að það heíur aldrei átt fyrir mér að liggia að leika Tarzan, eins og ég þráði það heitt“. GISELA MAUERMEYER — jafnvel verðlaunin týnd. Gisela Mauermeyer er nú 58 ára að aldri. Hún er piparmey og býr í sama húsi og þrjár systur hennar, sem allar eru giftar. Þetta er sama húsið í Múnchen, sem þær fæddust í. Gisela vinnur fyrir sér sem bókavörður hjá Dýragarðinum í Munchen. f dag er hún öllum gleymd, en á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 var hún átrúnaðar- goð Þjóðverja er hún sigraði í kringlukasti kvenna. Hún var félagi í nazistahreyfingunni og var uppgötvuð af útsendurum Hitlers, sem hafði ákveðið að Þjóðverjar skyldu ala upp af- burðafólk til að vinna gullverð- laun á Ólympíuleikunum. Gisela var sannkölluð fegurðardís, ljós- hærð og yfir 1,80 á hæð. Á Ólym- píuleikunum heilsaði hún fán- anum með nazistakveðju við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda. Þrátt fyrir það að Gisela elsk- aði og dáði Hitler ofar öllu, urðu gullverðlaunin henni ekki til nokkurs frama í heimalandi hennar. Hún fékk kennarastöðu við barnaskóla og á stríðsárun- um stundaði hún eingöngu kennslustörf. Þegar Bandaríkja- menn hertóku Múnchen í stríðs- lok var öllum verðlaunapening- um hennar og öðrum verðlaun- gripum stolið. Hún var rekin úr starfi, vegna þess að hún hafði verið félagi í nazistaflokknum og hún þurfti að byrja nýtt líf við mikla erfiðleika. Hún lagði stund á skordýrafræði og vann doktorsgráðu á því sviði. Hún lifir nú kyrrlátu lífi og umgengst fáa. Hún segist stund- um sakna áranna, sem hún stund aði íþróttir og hún gagnrýnir íþróttafólk í dag fyrir að hugsa meira um að græða peninga á íþróttum en hugsjónina. Hún heldur því fram að hið mikla erfiði, sem íþróttafólk leggur á sig í dag til að öðlast frægð, frama og peninga fyrir afrek sín, sé slíkt að það muni óhjákvæmi- lega leiða til heilsutjóns og þá séu íþróttaiðkunin byggð á fölskum forsendum. 33

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.